Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 09:30 Í fyrsta þætti af Skreytum hús breytti Soffía Dögg Garðarsdóttir fallegu rými í risíbúð í Reykjavík. Þættirnir eru sýndir á Vísi alla þriðjudaga. Skreytum hús „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. Hjúkrunarfræðingurinn Elfa Rún Guðmundsdóttir býr í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur og Soffía Dögg tekur til hendinni í stofunni hjá henni og einnig í öðrum herbergjum. „Ég keypti þessa íbúð í mars, fékk hana svo afhenta í ágúst og svolítið bara henti öllum húsgögnunum mínum inn og hélt svo bara áfram með lífið,“ útskýrir Elfa. Svona var stofan hjá Elfu fyrir breytingar.Skreytum hús Hlýlegri stofa á óskalistanum Stofan hennar var í aðalhlutverki í þættinum en þar var stór hvítur og tómur veggur sem Soffía beið spennt eftir að breyta. Rýmið fyrir breytingarnar.Skreytum hús „Þessi veggur alveg kallaði á að við myndum setja hillur á hann,“ segir Soffía. Elfa bað einnig um aðstoð við að finna réttan stað fyrir sjónvarpið. Soffía Dögg er einstaklega sniðug við að endurraða húsgögnum og nýta það sem til er á heimilinu í svona breytingum stað þess að kaupa allt nýtt. „Það sem mig langaði að gera var að gera stofuna aðeins hlýlegri og skemmtilegri,“ segir Elfa. Þá var komið markmið með breytingunum. Eins og sjá má í þættinum, var hún ótrúlega ánægð með útkomuna þegar Soffía Dögg hleypti henni aftur inn á heimilið eftir breytingarnar. Hægt er að horfa á fyrsta þáttinn af Skreytum hús í spilaranum hér fyrir neðan en þættirnir verða einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon. Mottan er akkerið „Við viljum skapa „contrast“ og dýpt. Með því til dæmis að setja fallegan lit á endavegginn,“ sagði Soffía Dögg um ástæðu þess að hún vildi mála í rýminu. Hvítir veggir, hvítur panell og hvítir bitar í loftinu væri að láta allt renna saman í eitt. Elfa valdi fölbleikan lit og gjörbreytti það rýminu. „Mér fannst svona smá óþægilegt að velja bleikan lit til þess að mála stofuna mína,“ segir Elfa en hún málaði vegginn sjálf og setti saman húsgögnin sem þær höfðu valið saman. Hún raðaði öllum hlutunum sínum á eldhúsborðið og þá mætti Soffía með bílinn fullan af vörum til viðbótar. Soffía Dögg bætti við glerskáp sem passaði vel í hornið og bætti geymsluplássi við rýmið. Þær völdu líka svartan skenk til að tengja við svarta litin í skápnum og vegghillunum.Skreytum hús „Svo ætla ég að senda þig út að fá þér kaffisopa og svo kalla ég á þig þegar ég er búin,“ segir Soffía Dögg. „Ég er mjög til í það,“ var Elfa snögg að svara. Eitt af þeim lykilatriðum sem Soffía Dögg breytti í rýminu var að setja þar stóra ljósa mottu. „Mottan er eins og akkeri inni í rýmið. Því stærri motta, þýðir bara að við höfum meira land til að byggja á.“ Stofan eftir breytingar. Veggurinn var málaður og sófanum var snúið svo pláss væri fyrir sjónvarp undir súðinni. Nýtt sófaborð, ljósari motta, fallegir púðar og áberandi hillur gjörbreyttu rýminu.Skreytum hús „Oh my god“ Soffía Dögg kom með mjög gott ráð varðandi púða sem bæði gerir þá flottari og gefur fólki útrás í leiðinni. Einnig hvernig best sé að ákveða sídd á gardínum. Svo notaði hún spegil til að breyta sófaborði og var útkoman skemmtileg. „Ég hef ótrúlega gaman að taka venjulega hluti og breyta þeim bara örlítið og gera þá að mínum án þess að vera með einhverjar stórkostlegar breytingar,“ útskýrir Soffía Dögg. „Oh my god“ voru fyrstu viðbrögð Elfu þegar hún kom heim og sá rýmið. „Vá þetta er bara allt annað.“ Soffía Dögg segir að þegar valin er hæð fyrir gardínustöng, sé best að miða við að gardínan nái rétt að kyssa gólfið.Skreytum hús Fáir hlutir en mikil breyting Elfa var sérstaklega ánægð með það hvernig Soffía Dögg hafði tekið það sem sem var nú þegar til í íbúðinni og raðað því flott upp. Stórar hillur settu alla fallegu hlutina hennar í sviðsljósið ef svo má að orði komast. „Þetta nær mér líka svo vel,“ sagði Elfa, sem var í skýjunum með breytingarnar. Soffía Dögg segir mikilvægt að nota persónulega hluti í svona breytingum, svo heimilið endurspegli sem best einstaklinginn sem þar býr.Skreytum hús „Í sjálfu sér voru ekkert rosalega margir hlutir að fara inn í íbúðina hennar Elfu. Við vorum að kaupa tvo skápa, þeir voru ekki inni í stofunni. Við settum upp hillur á endavegginn og við skiptum út mottu og settum sófaborð,“ segir Soffía Dögg í lok þáttarins. Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði þetta „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2 Maraþon. Tíska og hönnun Hús og heimili Skreytum hús Tengdar fréttir Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Fleiri fréttir Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Sjá meira
„Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. Hjúkrunarfræðingurinn Elfa Rún Guðmundsdóttir býr í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur og Soffía Dögg tekur til hendinni í stofunni hjá henni og einnig í öðrum herbergjum. „Ég keypti þessa íbúð í mars, fékk hana svo afhenta í ágúst og svolítið bara henti öllum húsgögnunum mínum inn og hélt svo bara áfram með lífið,“ útskýrir Elfa. Svona var stofan hjá Elfu fyrir breytingar.Skreytum hús Hlýlegri stofa á óskalistanum Stofan hennar var í aðalhlutverki í þættinum en þar var stór hvítur og tómur veggur sem Soffía beið spennt eftir að breyta. Rýmið fyrir breytingarnar.Skreytum hús „Þessi veggur alveg kallaði á að við myndum setja hillur á hann,“ segir Soffía. Elfa bað einnig um aðstoð við að finna réttan stað fyrir sjónvarpið. Soffía Dögg er einstaklega sniðug við að endurraða húsgögnum og nýta það sem til er á heimilinu í svona breytingum stað þess að kaupa allt nýtt. „Það sem mig langaði að gera var að gera stofuna aðeins hlýlegri og skemmtilegri,“ segir Elfa. Þá var komið markmið með breytingunum. Eins og sjá má í þættinum, var hún ótrúlega ánægð með útkomuna þegar Soffía Dögg hleypti henni aftur inn á heimilið eftir breytingarnar. Hægt er að horfa á fyrsta þáttinn af Skreytum hús í spilaranum hér fyrir neðan en þættirnir verða einnig aðgengilegir á Stöð 2 Maraþon. Mottan er akkerið „Við viljum skapa „contrast“ og dýpt. Með því til dæmis að setja fallegan lit á endavegginn,“ sagði Soffía Dögg um ástæðu þess að hún vildi mála í rýminu. Hvítir veggir, hvítur panell og hvítir bitar í loftinu væri að láta allt renna saman í eitt. Elfa valdi fölbleikan lit og gjörbreytti það rýminu. „Mér fannst svona smá óþægilegt að velja bleikan lit til þess að mála stofuna mína,“ segir Elfa en hún málaði vegginn sjálf og setti saman húsgögnin sem þær höfðu valið saman. Hún raðaði öllum hlutunum sínum á eldhúsborðið og þá mætti Soffía með bílinn fullan af vörum til viðbótar. Soffía Dögg bætti við glerskáp sem passaði vel í hornið og bætti geymsluplássi við rýmið. Þær völdu líka svartan skenk til að tengja við svarta litin í skápnum og vegghillunum.Skreytum hús „Svo ætla ég að senda þig út að fá þér kaffisopa og svo kalla ég á þig þegar ég er búin,“ segir Soffía Dögg. „Ég er mjög til í það,“ var Elfa snögg að svara. Eitt af þeim lykilatriðum sem Soffía Dögg breytti í rýminu var að setja þar stóra ljósa mottu. „Mottan er eins og akkeri inni í rýmið. Því stærri motta, þýðir bara að við höfum meira land til að byggja á.“ Stofan eftir breytingar. Veggurinn var málaður og sófanum var snúið svo pláss væri fyrir sjónvarp undir súðinni. Nýtt sófaborð, ljósari motta, fallegir púðar og áberandi hillur gjörbreyttu rýminu.Skreytum hús „Oh my god“ Soffía Dögg kom með mjög gott ráð varðandi púða sem bæði gerir þá flottari og gefur fólki útrás í leiðinni. Einnig hvernig best sé að ákveða sídd á gardínum. Svo notaði hún spegil til að breyta sófaborði og var útkoman skemmtileg. „Ég hef ótrúlega gaman að taka venjulega hluti og breyta þeim bara örlítið og gera þá að mínum án þess að vera með einhverjar stórkostlegar breytingar,“ útskýrir Soffía Dögg. „Oh my god“ voru fyrstu viðbrögð Elfu þegar hún kom heim og sá rýmið. „Vá þetta er bara allt annað.“ Soffía Dögg segir að þegar valin er hæð fyrir gardínustöng, sé best að miða við að gardínan nái rétt að kyssa gólfið.Skreytum hús Fáir hlutir en mikil breyting Elfa var sérstaklega ánægð með það hvernig Soffía Dögg hafði tekið það sem sem var nú þegar til í íbúðinni og raðað því flott upp. Stórar hillur settu alla fallegu hlutina hennar í sviðsljósið ef svo má að orði komast. „Þetta nær mér líka svo vel,“ sagði Elfa, sem var í skýjunum með breytingarnar. Soffía Dögg segir mikilvægt að nota persónulega hluti í svona breytingum, svo heimilið endurspegli sem best einstaklinginn sem þar býr.Skreytum hús „Í sjálfu sér voru ekkert rosalega margir hlutir að fara inn í íbúðina hennar Elfu. Við vorum að kaupa tvo skápa, þeir voru ekki inni í stofunni. Við settum upp hillur á endavegginn og við skiptum út mottu og settum sófaborð,“ segir Soffía Dögg í lok þáttarins. Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði þetta „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2 Maraþon.
Tíska og hönnun Hús og heimili Skreytum hús Tengdar fréttir Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Fleiri fréttir Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Sjá meira
Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35