Nathan & Olsen hefur innkallað tvær tegundir af granóla eftir að tilkynning barst frá birgja um að varnarefnið ethylene oxíð, sem er bannað í matvælum, hafi fundist í sesamfræjum sem er notað í framleiðslu.
Í tilkynningu segir að með tilliti til varúðarsjónarmiða og með hliðsjón af neytendavernd, viljum fyrirtækið tryggja að allar vörur sem dreifðar eru uppfylli ítrustu gæðakröfur. Því hafi tvær vörutegundir með eftirfarandi „best fyrir” dagsetningum verið innkallaðar:

„Þeir sem keypt hafa vörur með ofangreindum “best fyrir” dagsetningum eru vinsamlega beðnir um að skila þeim inn til Nathan & Olsen hf., Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.
Vörunni var dreift til eftirtalinna aðila: Bónus, Hagkaup, Krónan, Hlíðarkaup, Nettó, Melabúðin Krambúðin, Kjörbúðin, Iceland, Fjarðarkaup, Verslunin Kassinn, Kjöthöllin, Samkaup Strax, Kaskó, Smáalind/Fjölval, Pétursbúð, Rangá, Hjá Jóhönnu ehf, Verslunin Einar Ólafsson, Verslunin Borg,“ segir í tilkynningunni.