„Erum búnir að vinna England og erum að fara að mæta Frakklandi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2020 11:30 Einar Ragnarsson, leikmaður Samviskunnar, fyrir framan tölvuna. vísir/vilhelm Einar Ragnarsson og félagar í Samviskunni komu mjög á óvart þegar þeir tryggðu sér sæti á stórmeistaramótinu í CounterStrike. Eftir að hafa spilað með FH minnkaði Einar við sig og byrjaði að spila með félögum sínum í Samviskunni í 3. deildinni. Samviskan komst upp um deild en lét ekki þar við sitja, komst áfram í opna mótinu og svo í áskorendamótinu og er því komin í stórmeistaramótið þar sem Einar og félagar mæta stórliði Dusty. „Við erum félagar í liði sem kallast Samviskan. Á síðasta tímabili spiluðum við í 3. deildinni og svo er útsláttarkeppni eftir deildina sem allir geta skráð sig í. Henni er skipt upp í þrjú mót. Allir geta skráð sig í opna mótið og svo eru sum lið í efri deildum sem eru þegar komin inn í áskorendamótið og síðan er stórmeistaramótið lokamótið,“ sagði Einar í samtali við Vísi. „Við ákváðum að skrá okkur í opna mótið og markmiðið var að komast í áskorendamótið þótt við vissum að það yrði erfitt. Við mættum liði eftir liði sem átti að vinna okkur en einhvern veginn tókst okkur að vinna þau öll. Áður en við vissum af vorum við komnir í áskorendamótið. Þar lentum við á fyrsta veggnum okkar en Þórsarar gjörsigruðu okkur. En við fengum annað tækifæri gegn liðum í næstefstu deild og slógum þau út.“ Einar ákvað að fara í hálfgert bumbu CounterStrike eins og hann orðar það.vísir/vilhelm Einar er reyndur CounterStrike kappi en eftir að hafa farið í úrslit með FH í stórmeistaramótinu á síðasta tímabili ákvað hann að byrja að spila með vinum sínum í Samviskunni þar sem alvaran er minni og æfingaálagið lítið. „Í 3. deildinni spiluðum við bara einu sinni í viku. Okkur tókst ekki einu sinni að vinna 3. deildina. Við enduðum í 2. sæti en spiluðum við liðið sem endaði í næstsíðasta sæti í 2. deildinni og unnum það. Þar með komust við upp í 2. deildina. Þetta var svona „bumbu CS“ stemmning en núna erum við allt í einu að spila á móti strákum sem æfa sig daglega og taka þessu alvarlega,“ sagði Einar. Eins og áður sagði mætir Samviskan Dusty í fyrsta leiknum í stórmeistaramótinu klukkan 15:00 á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Einar hefur enga trú á sigri sinna manna enda Dusty með afar öflugt lið. „Við erum að spila á móti besta liði landsins. Ég ætla ekkert að skafa utan af því, við eigum enga möguleika í þessum leik. Öskubuskuævintýrið endar þarna. Við erum búnir að vinna England og erum að fara að mæta Frakklandi,“ sagði Einar og vísaði í gengi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM 2016. Eftir að hafa unnið frækinn sigur á Englendingum í sextán liða úrslitunum á EM töpuðu Íslendingar fyrir Frökkum í átta liða úrslitunum. Einar segir að Samviskan muni eiga við álíka mikið ofurefli að etja gegn Dusty og Íslendingar gegn Frökkum í átta liða úrslitum á EM fyrir fjórum árum.vísir/getty „Þeir eru að fara að baka okkur,“ sagði Einar hreinskilinn. Á síðasta tímabili var hann í sigurliði FH gegn Dusty í stórmeistaramótinu. Lið Dusty er reyndar skipað öðrum leikmönnum núna, þeim sem voru í Fylki sem vann FH í úrslitum stórmeistaramótsins í fyrra. Þótt sigurlíkur Samviskunnar á laugardaginn séu engar ætla Einar og félagar að fagna öllum áföngum, sama hversu litlir þeir eru. „Þetta verður skemmtilegur leikur. Við erum að fara að kalla okkur 5.-8. besta lið landsins. Við fögnum hverri einustu umferð sem við vinnum eins og við höfum unnið leikinn,“ sagði Einar en vinna þarf sextán umferðir til að vinna hvert kort. Rafíþróttir Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn
Einar Ragnarsson og félagar í Samviskunni komu mjög á óvart þegar þeir tryggðu sér sæti á stórmeistaramótinu í CounterStrike. Eftir að hafa spilað með FH minnkaði Einar við sig og byrjaði að spila með félögum sínum í Samviskunni í 3. deildinni. Samviskan komst upp um deild en lét ekki þar við sitja, komst áfram í opna mótinu og svo í áskorendamótinu og er því komin í stórmeistaramótið þar sem Einar og félagar mæta stórliði Dusty. „Við erum félagar í liði sem kallast Samviskan. Á síðasta tímabili spiluðum við í 3. deildinni og svo er útsláttarkeppni eftir deildina sem allir geta skráð sig í. Henni er skipt upp í þrjú mót. Allir geta skráð sig í opna mótið og svo eru sum lið í efri deildum sem eru þegar komin inn í áskorendamótið og síðan er stórmeistaramótið lokamótið,“ sagði Einar í samtali við Vísi. „Við ákváðum að skrá okkur í opna mótið og markmiðið var að komast í áskorendamótið þótt við vissum að það yrði erfitt. Við mættum liði eftir liði sem átti að vinna okkur en einhvern veginn tókst okkur að vinna þau öll. Áður en við vissum af vorum við komnir í áskorendamótið. Þar lentum við á fyrsta veggnum okkar en Þórsarar gjörsigruðu okkur. En við fengum annað tækifæri gegn liðum í næstefstu deild og slógum þau út.“ Einar ákvað að fara í hálfgert bumbu CounterStrike eins og hann orðar það.vísir/vilhelm Einar er reyndur CounterStrike kappi en eftir að hafa farið í úrslit með FH í stórmeistaramótinu á síðasta tímabili ákvað hann að byrja að spila með vinum sínum í Samviskunni þar sem alvaran er minni og æfingaálagið lítið. „Í 3. deildinni spiluðum við bara einu sinni í viku. Okkur tókst ekki einu sinni að vinna 3. deildina. Við enduðum í 2. sæti en spiluðum við liðið sem endaði í næstsíðasta sæti í 2. deildinni og unnum það. Þar með komust við upp í 2. deildina. Þetta var svona „bumbu CS“ stemmning en núna erum við allt í einu að spila á móti strákum sem æfa sig daglega og taka þessu alvarlega,“ sagði Einar. Eins og áður sagði mætir Samviskan Dusty í fyrsta leiknum í stórmeistaramótinu klukkan 15:00 á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Einar hefur enga trú á sigri sinna manna enda Dusty með afar öflugt lið. „Við erum að spila á móti besta liði landsins. Ég ætla ekkert að skafa utan af því, við eigum enga möguleika í þessum leik. Öskubuskuævintýrið endar þarna. Við erum búnir að vinna England og erum að fara að mæta Frakklandi,“ sagði Einar og vísaði í gengi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM 2016. Eftir að hafa unnið frækinn sigur á Englendingum í sextán liða úrslitunum á EM töpuðu Íslendingar fyrir Frökkum í átta liða úrslitunum. Einar segir að Samviskan muni eiga við álíka mikið ofurefli að etja gegn Dusty og Íslendingar gegn Frökkum í átta liða úrslitum á EM fyrir fjórum árum.vísir/getty „Þeir eru að fara að baka okkur,“ sagði Einar hreinskilinn. Á síðasta tímabili var hann í sigurliði FH gegn Dusty í stórmeistaramótinu. Lið Dusty er reyndar skipað öðrum leikmönnum núna, þeim sem voru í Fylki sem vann FH í úrslitum stórmeistaramótsins í fyrra. Þótt sigurlíkur Samviskunnar á laugardaginn séu engar ætla Einar og félagar að fagna öllum áföngum, sama hversu litlir þeir eru. „Þetta verður skemmtilegur leikur. Við erum að fara að kalla okkur 5.-8. besta lið landsins. Við fögnum hverri einustu umferð sem við vinnum eins og við höfum unnið leikinn,“ sagði Einar en vinna þarf sextán umferðir til að vinna hvert kort.
Rafíþróttir Mest lesið Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Handbolti Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Fótbolti Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Handbolti Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Fótbolti Heimsmeistarinn frá 2023 úr leik Sport Störðu á hvor annan í ellefu mínútur Sport Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Fótbolti Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ Fótbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn