Lífið

Draugalegt einbýlishús í Undralandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
230 fermetra einbýli í Undralandi.
230 fermetra einbýli í Undralandi. Myndir/fasteignaljósmyndun.is

Í Undralandi í Fossvoginum er til sölu tveggja hæða 230 fermetra einbýlishús á einum vinsælasta stað í höfuðborginni.

Húsið var byggt árið 1973 og eru í því fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Eignin er að miklu leyti í upprunalegu ástandi og hefur húsið veðrast nokkuð að utan á þessum tæplega fimmtíu árum.

Í fasteignaauglýsingunni segir meðal annars: „Seljandi hefur aldrei búið í fasteigninni og þekkir því ekki til hennar umfram það sem kemur fram í opinberum gögnum. Kaupendum er því ráðlagt að kynna sér ástand eignarinnar mjög vel.“

Fasteignamat eignarinnar er um hundrað milljónir en til að mynda er brunabótamatið 68 milljónir sem gefur til kynna ástand hússins.

Óskað er eftir tilboði í eignina sem verður að segjast nokkuð draugaleg ef húsið er skoðað, sérstaklega að utan.

Töluverð vinna þarf að eiga sér stað að utan.
Mætti lappa örlítið upp á bílskúrinn.
Skemmtileg borðstofa. 
Flísalagt í hólf og gólf inni á baðhergi.
Alls eru fjögur svefnherbergi í húsinu.
Stofan er björt og opin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.