Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. nóvember 2020 08:00 Hjónin segja frá átta ára reynslu sinni af swing-senunni og kynlífsklúbbum í viðtali við Makamál. Getty „Ég verð fyrir meira áreiti að labba fullklædd á skemmtistað hér í bænum heldur en að labba um á sexy nærfötum á svona swing-klúbbi erlendis.“ Þetta segir íslensk kona í viðtali við Makamál. Fyrir þá sem ekki vita þá er orðið swing yfirleitt notað yfir makaskipti. Hjónin kusu nafnleynd og köllum við þau því Sæunni og Friðrik hér eftir. Þau hafa verið saman í tæp 30 ár og eiga þrjú börn. Þau eru bæði á fimmtugsaldri og að eigin sögn vel menntuð og í góðum störfum. Hér segja þau frá reynslu sinni af swing-senunni og kynlífsklúbbum. Eftir viðtalið sem Makamál birti í síðustu viku við íslenska konu sem stundar swing-senuna ein en ekki með maka, hafði Sæunn samband og vildi segja frá sinni sögu og reynslu. Við vildum endilega segja okkar sögu því okkur finnst mjög mikilvægt að fólk fái rétta mynd af því hvernig swing virkar. Að fólk haldi ekki að þetta sé bara eitthvað „sóðalið“ í kynlífsorgíum úti um allan bæ. Það er svo fjarri lagi. Hvenær prófuðu þið fyrst swing og hvað varð til þess að þið ákváðuð að slá til? Sæunn: „Það eru að verða komin átta ár síðan. Við erum búin að vera saman síðan við vorum ung og okkur langaði að krydda aðeins upp á tilveruna og kynlífið.“ Friðrik: „Okkur fannst vera kominn tími á smá tilbreytingu.“ Hvor ykkar átti frumkvæðið? Friðrik: „Það var Sæunn sem átti frumkvæðið.“ Hvernig voru þín viðbrögð? Friðrik: „Það kom mér vissulega á óvart, átti ekki von á þessu en fannst hugmyndin geggjuð. Næstu dagar fóru svo í það að ræða hvernig við myndum taka fyrstu skrefin í þessu.“ Bæði segja þau það hafa verið gríðarlega mikilvægt að undirbúa sig vel og ræða alla hluti í þaula þegar þau fundu að þau langaði bæði að stíga þetta skref. Lagar ekki sambönd sem eru brotin Sæunn: „Við fengum góð ráð hjá reyndu fólki sem fór í gegnum þetta allt með okkur.“ Friðrik: „Við ákváðum að fara mjög varlega vegna þess að við vissum ekkert hvað við værum að fara út í. Það voru allskonar girðingar settar upp og allt rætt mjög vel. Sem dæmi ákváðum við öryggisorð til að nota ef öðru okkar fannst vera farið of geyst í málin.“ Hafði sambandið ykkar verið traust fram að þessu? Sæunn: „Já, mjög svo. Þú ferð ekki út í þetta nema að vera í mjög traustu sambandi. Annað er bara rugl. Það þarf að ríkja 100% traust og virðing á milli.“ Friðrik: Við erum búin að sjá að swing er ekki eitthvað sem fólk á að gera til að laga eitthvað sem er brotið. Það er kannski hægt að líkja þessu að einhverju leiti við magnara. Ef grunnurinn er traustur og sambandið gott þá gengur þetta oftast vel, ef ekki þá getur farið illa. Þekktu þið til einhverja sem gátu ráðlagt ykkur og höfðu reynslu í swingi? Sæunn: „Já, það kom í ljós fyrir tilviljun að vinahjón okkar voru í þessu og með töluverða reynslu. Þau leiðbeindu okkur vel og vandlega. Einnig fundum við mjög góða þætti sem heita Swing House á Playboy TV. Mæli með því að horfa á þá fyrir fólk sem er í þessum hugleiðingum. Vissuð þið að vinahjón ykkar væru að swinga? Hvernig kom það til tals? Sæunn: „Nei, við vissum það ekki. Það fara ALLIR mjög leynt með þetta og það ríkir gríðarlega mikið traust á milli fólks í þessum lífsstíl, sérstaklega hér heima.“ Friðrik: „Við vorum á leið til Amsterdam og vinkona okkar fór að spyrja hvað við ætluðum að fara að gera og byrjaði svo varlega að fiska eftir því hvort að við værum að fara á einhverja klúbba. Hún fór mjög fínt í það til að koma ekki upp um sig. En svo kom það í ljós að lokum og við gátum þá rætt þetta saman.“ Að sambandið sé traust og gott er lykilatriði ef par ákveður að fara í swinga segja hjónin.Getty Rúmlega 600 íslenskir prófílar á swing-síðu Er algengara að fólk prófi sig áfram fyrst erlendis vegna smæðar íslensks samfélags? Sæunn: „Bæði og held ég. Þegar við byrjuðum á síðunni SDC (sem er síða fyrir pör sem leita eftir makaskiptum) þá voru um 20-30 íslenskir prófílar þar inni. Í dag eru þeir hátt í 600 svo að það hefur orðið mikil sprenging á síðustu árum vegna aukinnar umfjöllunar.“ Friðrik: „Til að byrja með þá vorum við nánast bara í þessu erlendis og fórum svo hægt og rólega í það að hitta fólk hérna heima. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er mikið um þetta. Miklu meira en fólk grunar allavega.“ Getið þið deilt fyrstu reynslunni ykkar? Hvernig það var og hvernig ykkur leið fyrir og eftir? Friðrik: Já, það var alveg smá sjokk ef ég á að vera hreinskilinn. Við fórum á klúbb í Amsterdam og þegar við sáum í fyrsta sinn hóp af fólki stunda kynlíf inni í einu herbergi þá fékk ég smá sjokk. En þetta var samt gífurlega spennandi. Sæunn: „Já, smá sjokk en á sama tíma var þetta eitthvað æsandi og áhugavert. Þetta var svona OMG!“ Hvernig klúbbur var þetta og var erfitt að komast inn? Sæunn: „Það var ekki erfitt að komast inn en til þess að fá aðgang þarfu að vera par eða stök kona. Engir stakir menn leyfðir og ekki tveir karlmenn sem eru par. Þú mætir stundvíslega þegar klúbburinn opnar og borgar þig inn, 100 evrur á par. Það er allt innifalið í því. Þú byrjar sem sagt á því að fá þér að borða og svo drykk á barnum. Þetta er svona self-service hlaðborð, mjög flottur matur, steikur og allskonar réttir. Þú sest svo niður á borð með öðru fólki. Meira áreiti fullklædd í bænum heldur en á nærfötum á kynlífsklúbbi Hvenær opna þessir klúbbar á kvöldin? Sæunn: „Klúbbarnir opna klukkan níu og um hálf ellefu þá skiptir fólk yfir í sexy undirfatnað. Það er í rauninni algjör regla, það verða allir að skipta yfir í undirfatnað, annað er ekki í boði. Hafiði aldrei fundið fyrir óþægilegri ágengni fólks á þessum klúbbum? Sæunn: Nei, aldrei. Það ríkir gríðarleg virðing fólks á milli í klúbbunum. Það snertir þig enginn nema að biðja um leyfi. Ég verð fyrir meira áreiti þegar ég labba um fullklædd á skemmtistað hér í bænum heldur en þegar ég labba um á sexy nærfötum á svona swing-klúbbi erlendis. Friðrik: „Fólk svona almennt kann sig á þessum betri klúbbum. Sem dæmi þá sér maður sjaldan að fólk sé drukkið. En svo er maður samt búinn að sjá að það eru ekki allir klúbbar góðir. Hollenskir klúbbar eru klárlega toppurinn af því sem við höfum prófað af svona skyndikynna-klúbbum. Allir klúbbar sem við höfum prófað fyrir utan Holland standast eiginlega ekki samanburð.“ Hvað með afbrýðisemi, hafið þið ekki fundið fyrir henni? Friðrik: Það var mjög sérstök tilfinning að horfa á maka sinn með öðrum manni í fyrsta sinn, bæði æsandi en líka mjög óraunveruleg. Það kemur alveg fyrir að maður upplifi afbrýðisemi og ég held að það sé mjög eðlilegt þegar maður horfir á maka sinn stunda kynlíf með öðrum. „En í dag gerist það samt mjög sjaldan enda erum við komin með töluverða reynslu í þessu og þekkjum vel inn á hvort annað. Við höfum það líka fyrir reglu að tala vel saman eftir að við hittum annað fólk og ræðum upplifanir okkar vel.“ Sæunn: „Nei, í rauninni ekki neinni alvarlegri afbrýðisemi. Við höfum rætt þetta fram og til baka. Hver okkar mörk væru og hvað er ok að gera og hvað ekki. Við höfum alltaf fylgt því. Síðan með tímanum og reynslunni víkka mörkin hjá okkur meira og meira. Það er gríðarlega mikilvægt að ræða alltaf saman eftir hvert skipti og ræða hvað var gott og gaman og einnig ef það var eitthvað sem við vorum ekki að fíla og viljum ekki gera aftur. Það þarf að vera 100% hreinskilni á milli. Hvorugt segist hafa fundið fyrir alvarlegri afbrýðisemi eftir að þau byrjuðu að swinga. En lykilatriðið sé að tala mikið saman og vera hreinskilin. Getty Er swingið stór hluti af ykkar lífi í dag? Sæunn: „Já, swingið er mjög stór hluti af okkar lífi í dag. Við erum búin að eignast mjög mikið af flottum nýjum vinum. Þetta er allt öðruvísi og skemmtilegri vinátta.“ Þetta snýst þá ekki bara um kynlíf? Hittist þið sem vinir bara í göngutúr og svona líka? Sæunn: „Við hittum fólk sem við höfum sofið hjá og förum út að borða með þeim eða hittumst og förum í leikhús eða bara hluti sem svona „vanilla fólk“ gerir með vinum sínum, haha!“ Eru ekki að leita eftir annari ást Hvað með öll flækjustigin. Hafiði aldrei verið hrædd um að mynda tilfinningatengsl eða að annar verði jafnvel ástfanginn? Sæunn: „Sambandið okkar er traust og stöðugt. Við eigum fullt af vinum erlendis sem við höfum farið að heimsækja og hafa heimsótt okkur hingað heim. Börnin okkar hafa líka hist og eru vinir. En þau vita auðvitað ekki neitt.“ Ég hef aldrei haft áhyggjur af því að einhver verði ástfanginn þar sem þetta er okkar hobbí og við erum að skemmta okkur saman og gera þetta saman. Við erum ekki að leita eftir öðru sambandi eða annari ást heldur bara krydda okkar líf saman. Ég ber fullkomið traust til Friðriks og hef engar áhyggjur. Friðrik: „Ég hef aldrei upplifað áhyggjur yfir því að mynda tilfinningatengsl við aðra. Við höfum kynnst fullt af frábæru fólki innanlands og utan sem eru góðir vinir okkar í dag. En ég hef aldrei upplifað þörf eða löngun til þess að hitta einhverja á laun eða fundið fyrir einhverju öðru en vinatilfinningum. Kannski meira svona friends with benefits tilfinningum.“ Sæunn: „Við höfum einnig farið í SDC hótel take-over ferðir. Þá er heilt hótel leigt og bara swing pör eru þar saman í fimm til sjö daga. Skemmtiatriði allan daginn og hrikalega skemmtilegt og góð stemmning í gangi. Þar höfum við kynnst svo mörgu fólki frá öllum heimshlutum og erum í miklu og góðu sambandi við þau í dag.“ Friðrik og Sæunn segjast hafa mikinn skilning fyrir því að fólk sem hafi ekki prófað swing og fólk sem fari út í það á röngum forsendum, hafi þessar áhyggjur. En í þeirra sambandi hafi þetta ekki verið vandamál og hvorugt haft áhyggjur af því að glata ástinni sín á milli. Sæunn og Friðrik sækja bæði kynlífsklúbba erlendis og hitta pör á stefnumótum hér heima. Getty Hitta aldrei fólk í sitthvoru lagi Friðrik: Við hittum aldrei hitt fólk í sitthvoru lagi, það væri þá komið í það að vera opið samband sem er allt annað en swing. Hugsa að margir viti ekki muninn þar á. Við njótum þess að horfa á hvort annað með öðru fólki. Í opnu sambandi eru meiri möguleikar á því að þróa tilfinningar gagnvart öðrum. „Það er klárlega til fólk sem hefur farið illa út úr því að swinga. En það er þá yfirleitt ef fólk fer í svona á röngum forsendum eða bara á forsendum annars aðilans. En það fólk sem við höfum kynnst í þessum lífstíl er yfirleitt fólk sem hefur verið lengi saman, er vel menntað og í góðum stöðum.“ Traust samband grundvallaratriði Sæunn: „Það er nefnilega málið. Þú getur ekki verið í þessum lífsstíl nema eiga í góðu og traustu sambandi. Ef við tölum út frá okkur þá erum við búin að vera saman í öll þessi ár og auðvitað langar manni að prófa eitthvað annað og eitthvað nýtt. Í okkar tilviki þá gerði þetta gott hjónaband enn betra. Við tölum mikið meira saman og í algjörri hreinskilni.“ Má því segja að swingið hafi styrkt ykkar samband? Friðrik: „ Já, þetta hefur klárlega gert gott samband betra. Lykillinn að því er að þetta sé til góðs. Að þetta sé gert til þess að krydda gott samband en ekki til þess að reyna að laga það sem er brotið.“ Hvernig er reynslan ykkar af swing-senunni hérna heima og hversu oft stundið þið swing? Sæunn: Senan hér heima er þessi svokölluðu swing-partý eða að fólk hittist á stefnumóti. Það koma hæðir og lægðir hjá manni í þessu, stundum erum við í swing-gír og stundum bara ekki. En ef það eru áhugaverð partý í gangi þá erum við mætt. „Það er í þessum partýum sem þú kynnist fólkinu. Einnig förum við á stefnumót með fólki. Þá erum við að hitta fólk frá SDC síðunni og förum saman út að borða eða fáum okkur drykk til að kynnast. Þá er markmiðið að finna hvort að það sé einhver kemestría í gangi. Nú ef við finnum hana ekki þá höfum við yfirleitt samt átt gott kvöld í spjalli við fólk með sama áhugamál.“ Þú hoppar ekki bara upp í rúmið með hverjum sem er, það þarf að vera kemstría á milli allra aðila, það er ekki nóg að það sé bara til dæmis á milli mín og hins mannsins heldur þurfa allir fjórir aðilar að vera til. Kynlífið „bara tvö“ miklu betra og skemmtilegra Friðrik: „Undir svona venjulegum kringumstæðum þá förum við í klúbbaferðir fjórum til fimm sinnum á ári, svo eru alltaf einhver einkapartý hérna heima. Auk þess sem við hittum vini okkar í lífstílnum annað slagið.“ Hvernig áhrif hefur þetta á kynlíf ykkar tveggja - þegar þið eruð bara ein? Sæunn: „Okkar kynlíf er margfalt betra og skemmtilegra eftir þetta og ég tala nú ekki um eftir partý, deit eða klúbbaferð. Þá er maður spólandi graður lengi á eftir og yfirleitt áður líka, haha!“ Friðrik: „Okkar kynlíf er klárlega betra, við lærum af fólki sem við leikum okkur með. Bæði hvað okkur líkar og líkar ekki og reynum að taka bestu reynsluna með í okkar kynlíf.“ Bæði segja þau kynlífið sitt þegar þau eru bara tvö vera mun betra og meira spennandi eftir að þau byrjuðu að stunda swing. Getty Við tölum aðeins um mýtur og þær sögur sem hafa gengið um swing-senuna á Íslandi og segir Sæunn að fólk ætti ekki að trúa öllu því sem það heyrir. Friðrik: Mýtan um lyklapartýin er ekki sönn. Maður fer bara ekki inn í herbergi með „random“ manneskju. Sæunn: „Oj, nei! Það myndi ég ekki gera. Ekki sjens. Svo var mýtan um ananasinn á Seltjarnarnesinu líka bráðfyndin.“ Friðrik: „Eflaust eru lyklapartýin til einhversstaðar en ég hef aldrei komið í svoleiðis partý. Og ég færi klárlega ekki að banka hjá konu sem ég hefði séð kaupa ananas á pítsuna sína, haha!“ Sæunn: „En svo heldur fólk oft líka að þetta séu einhver sóðaleg orgíupartý þar sem allir ríða öllum. En það er engan veginn okkar reynsla.“ Hafið þið ekki heyrt af slíkum partýum? Sæunn: „Ég hef reyndar aldrei heyrt af slíku, en allt er til.“ Fyrir þá sem langar að prófa að swinga, er ætlast til að þeir taki strax þátt? Sæunn: Nei, alls ekki. Við gerðum ekkert í okkar fyrstu klúbbaferð eða í okkar fyrsta partýi hér heima. Bara fylgdumst með. Aldrei gera neitt nema þið séuð tilbúin í það. Það ríkir yfirleitt mikill skilningur hjá fólki í þessari senu og aldrei pressa. Friðrik: „En ef þetta er eitthvað sem fólk hefur áhuga á að prófa þá mælum við með því að reyna að fá fólk með reynslu til að leiðbeina sér aðeins til að byrja með. Það er svo mikið af óskrifuðum reglum í þessu. Fólk þarf að geta talað heiðarlega saman.“ Sæunn: „Og eitt mjög mikilvægt - You never take one for the team – Það er mjög þekkt orðalag í þessum heimi.“ Getur þú útskýrt nánar hvaða merkingu það hefur? Konan ræður yfirleitt ferðinni Sæunn: „Eins og ég sagði áðan þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir í þetta, ekki bara annað okkar. Hann flýtur ekki með bara af því að mig langar í manninn en honum ekki í konuna. Ef staðan er svoleiðis þá er enginn leikur að fara í gang, enda ekkert gaman að því.“ Í þessum lífsstíl er fólk að horfa á þig sem persónu mikið meir en að horfa á hvað þú ert vel vaxin eða með stór brjóst. Það er svo mikið meiri virðing borin fyrir manni finnst mér sem persónu heldur en kynveru. Að finna fyrir réttu kemestríi er algjört lykilatriði. Getur það ekki skapað spennu eða verið vandræðalegt þegar annar aðilinn er til en hinn ekki? Sæunn: „Yfirleitt ekki. Við höfum alveg farið á stefnumót sem endaði bara í góðu spjalli en ekkert meir og það fer enginn heim í fýlu eða verður móðgaður.“ „Annað sem er mjög ríkjandi í swingi er að konan ræður oftast ferðinni. Það er eitthvað sem fólk verður oft mjög hissa á að heyra. Það er ekki karlmaðurinn sem dró hana út í þetta og er að „láta“ hana gera hitt og þetta, aldeilis ekki.“ Friðrik: „Það að konan í sambandinu sé við stjórnina finnst mér mjög gott, veit ekki hvernig best er að orða það. Kannski ákveðinn gæðastimpill finnst mér.“ Ólíklegasta fólk sem stundar swing Hvað með fordóma. Hafiði fundið fyrir fordómum? Sæunn: „Fordómar? Já, það eru miklir fordómar hjá fólki. En kannski af því að það hefur ekki fengið að heyra réttu hliðina á þessu og heldur að við séum að stunda lyklapartýin eða sóðalegt kynsvall.“ En það er svo miklu meira um þetta heldur en fólk grunar og þú gætir aldrei pikkað út fólk og hugsað, „Ahh þau eru pottþétt swingarar“ - ekki sjéns. Við getum það ekki einu sinni í dag. Það er ólíklegasta fólk í þessu. Fólk á öllum aldri í allskyns stöðum í samfélaginu. Er ykkar tilfinning sú að það sé meira um að fólk í langtímasamböndum fari út í það að swinga? Sæunn: „Já, það held ég klárlega. Það er allavega okkar upplifun.“ Gætuð þið einhvern tíma hugsað ykkur að hætta? Sæunn: „NEIIII!“ Friðrik: „Nei.“ Makamál þakka Sæunni og Friðrik fyrir spjallið og benda á að hægt er að senda póst á netfangið makamal@syn.is ef einhver vill deila sinni reynslu af málefnum tengdum ástinni, samböndum eða kynlífi. Fullum trúnaði er heitið. Rúmfræði Ástin og lífið Kynlíf Tengdar fréttir Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31 Einhleypan: „Góður kostur þegar menn eru handlagnir“ „Það er frekar einmanalegt að vera single á covid tímum. Ég hef ekki farið á eitt einasta stefnumót,“ segir Magdís Wagge sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 10. nóvember 2020 19:57 Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Makamál Erfiðast að endurheimta traust og virðingu fyrrverandi maka þegar skilnaður er frágenginn Makamál „Allir hræddir í fyrstu bylgjunni, graðir í þeirri seinni og núna þunglyndir“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég verð fyrir meira áreiti að labba fullklædd á skemmtistað hér í bænum heldur en að labba um á sexy nærfötum á svona swing-klúbbi erlendis.“ Þetta segir íslensk kona í viðtali við Makamál. Fyrir þá sem ekki vita þá er orðið swing yfirleitt notað yfir makaskipti. Hjónin kusu nafnleynd og köllum við þau því Sæunni og Friðrik hér eftir. Þau hafa verið saman í tæp 30 ár og eiga þrjú börn. Þau eru bæði á fimmtugsaldri og að eigin sögn vel menntuð og í góðum störfum. Hér segja þau frá reynslu sinni af swing-senunni og kynlífsklúbbum. Eftir viðtalið sem Makamál birti í síðustu viku við íslenska konu sem stundar swing-senuna ein en ekki með maka, hafði Sæunn samband og vildi segja frá sinni sögu og reynslu. Við vildum endilega segja okkar sögu því okkur finnst mjög mikilvægt að fólk fái rétta mynd af því hvernig swing virkar. Að fólk haldi ekki að þetta sé bara eitthvað „sóðalið“ í kynlífsorgíum úti um allan bæ. Það er svo fjarri lagi. Hvenær prófuðu þið fyrst swing og hvað varð til þess að þið ákváðuð að slá til? Sæunn: „Það eru að verða komin átta ár síðan. Við erum búin að vera saman síðan við vorum ung og okkur langaði að krydda aðeins upp á tilveruna og kynlífið.“ Friðrik: „Okkur fannst vera kominn tími á smá tilbreytingu.“ Hvor ykkar átti frumkvæðið? Friðrik: „Það var Sæunn sem átti frumkvæðið.“ Hvernig voru þín viðbrögð? Friðrik: „Það kom mér vissulega á óvart, átti ekki von á þessu en fannst hugmyndin geggjuð. Næstu dagar fóru svo í það að ræða hvernig við myndum taka fyrstu skrefin í þessu.“ Bæði segja þau það hafa verið gríðarlega mikilvægt að undirbúa sig vel og ræða alla hluti í þaula þegar þau fundu að þau langaði bæði að stíga þetta skref. Lagar ekki sambönd sem eru brotin Sæunn: „Við fengum góð ráð hjá reyndu fólki sem fór í gegnum þetta allt með okkur.“ Friðrik: „Við ákváðum að fara mjög varlega vegna þess að við vissum ekkert hvað við værum að fara út í. Það voru allskonar girðingar settar upp og allt rætt mjög vel. Sem dæmi ákváðum við öryggisorð til að nota ef öðru okkar fannst vera farið of geyst í málin.“ Hafði sambandið ykkar verið traust fram að þessu? Sæunn: „Já, mjög svo. Þú ferð ekki út í þetta nema að vera í mjög traustu sambandi. Annað er bara rugl. Það þarf að ríkja 100% traust og virðing á milli.“ Friðrik: Við erum búin að sjá að swing er ekki eitthvað sem fólk á að gera til að laga eitthvað sem er brotið. Það er kannski hægt að líkja þessu að einhverju leiti við magnara. Ef grunnurinn er traustur og sambandið gott þá gengur þetta oftast vel, ef ekki þá getur farið illa. Þekktu þið til einhverja sem gátu ráðlagt ykkur og höfðu reynslu í swingi? Sæunn: „Já, það kom í ljós fyrir tilviljun að vinahjón okkar voru í þessu og með töluverða reynslu. Þau leiðbeindu okkur vel og vandlega. Einnig fundum við mjög góða þætti sem heita Swing House á Playboy TV. Mæli með því að horfa á þá fyrir fólk sem er í þessum hugleiðingum. Vissuð þið að vinahjón ykkar væru að swinga? Hvernig kom það til tals? Sæunn: „Nei, við vissum það ekki. Það fara ALLIR mjög leynt með þetta og það ríkir gríðarlega mikið traust á milli fólks í þessum lífsstíl, sérstaklega hér heima.“ Friðrik: „Við vorum á leið til Amsterdam og vinkona okkar fór að spyrja hvað við ætluðum að fara að gera og byrjaði svo varlega að fiska eftir því hvort að við værum að fara á einhverja klúbba. Hún fór mjög fínt í það til að koma ekki upp um sig. En svo kom það í ljós að lokum og við gátum þá rætt þetta saman.“ Að sambandið sé traust og gott er lykilatriði ef par ákveður að fara í swinga segja hjónin.Getty Rúmlega 600 íslenskir prófílar á swing-síðu Er algengara að fólk prófi sig áfram fyrst erlendis vegna smæðar íslensks samfélags? Sæunn: „Bæði og held ég. Þegar við byrjuðum á síðunni SDC (sem er síða fyrir pör sem leita eftir makaskiptum) þá voru um 20-30 íslenskir prófílar þar inni. Í dag eru þeir hátt í 600 svo að það hefur orðið mikil sprenging á síðustu árum vegna aukinnar umfjöllunar.“ Friðrik: „Til að byrja með þá vorum við nánast bara í þessu erlendis og fórum svo hægt og rólega í það að hitta fólk hérna heima. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það er mikið um þetta. Miklu meira en fólk grunar allavega.“ Getið þið deilt fyrstu reynslunni ykkar? Hvernig það var og hvernig ykkur leið fyrir og eftir? Friðrik: Já, það var alveg smá sjokk ef ég á að vera hreinskilinn. Við fórum á klúbb í Amsterdam og þegar við sáum í fyrsta sinn hóp af fólki stunda kynlíf inni í einu herbergi þá fékk ég smá sjokk. En þetta var samt gífurlega spennandi. Sæunn: „Já, smá sjokk en á sama tíma var þetta eitthvað æsandi og áhugavert. Þetta var svona OMG!“ Hvernig klúbbur var þetta og var erfitt að komast inn? Sæunn: „Það var ekki erfitt að komast inn en til þess að fá aðgang þarfu að vera par eða stök kona. Engir stakir menn leyfðir og ekki tveir karlmenn sem eru par. Þú mætir stundvíslega þegar klúbburinn opnar og borgar þig inn, 100 evrur á par. Það er allt innifalið í því. Þú byrjar sem sagt á því að fá þér að borða og svo drykk á barnum. Þetta er svona self-service hlaðborð, mjög flottur matur, steikur og allskonar réttir. Þú sest svo niður á borð með öðru fólki. Meira áreiti fullklædd í bænum heldur en á nærfötum á kynlífsklúbbi Hvenær opna þessir klúbbar á kvöldin? Sæunn: „Klúbbarnir opna klukkan níu og um hálf ellefu þá skiptir fólk yfir í sexy undirfatnað. Það er í rauninni algjör regla, það verða allir að skipta yfir í undirfatnað, annað er ekki í boði. Hafiði aldrei fundið fyrir óþægilegri ágengni fólks á þessum klúbbum? Sæunn: Nei, aldrei. Það ríkir gríðarleg virðing fólks á milli í klúbbunum. Það snertir þig enginn nema að biðja um leyfi. Ég verð fyrir meira áreiti þegar ég labba um fullklædd á skemmtistað hér í bænum heldur en þegar ég labba um á sexy nærfötum á svona swing-klúbbi erlendis. Friðrik: „Fólk svona almennt kann sig á þessum betri klúbbum. Sem dæmi þá sér maður sjaldan að fólk sé drukkið. En svo er maður samt búinn að sjá að það eru ekki allir klúbbar góðir. Hollenskir klúbbar eru klárlega toppurinn af því sem við höfum prófað af svona skyndikynna-klúbbum. Allir klúbbar sem við höfum prófað fyrir utan Holland standast eiginlega ekki samanburð.“ Hvað með afbrýðisemi, hafið þið ekki fundið fyrir henni? Friðrik: Það var mjög sérstök tilfinning að horfa á maka sinn með öðrum manni í fyrsta sinn, bæði æsandi en líka mjög óraunveruleg. Það kemur alveg fyrir að maður upplifi afbrýðisemi og ég held að það sé mjög eðlilegt þegar maður horfir á maka sinn stunda kynlíf með öðrum. „En í dag gerist það samt mjög sjaldan enda erum við komin með töluverða reynslu í þessu og þekkjum vel inn á hvort annað. Við höfum það líka fyrir reglu að tala vel saman eftir að við hittum annað fólk og ræðum upplifanir okkar vel.“ Sæunn: „Nei, í rauninni ekki neinni alvarlegri afbrýðisemi. Við höfum rætt þetta fram og til baka. Hver okkar mörk væru og hvað er ok að gera og hvað ekki. Við höfum alltaf fylgt því. Síðan með tímanum og reynslunni víkka mörkin hjá okkur meira og meira. Það er gríðarlega mikilvægt að ræða alltaf saman eftir hvert skipti og ræða hvað var gott og gaman og einnig ef það var eitthvað sem við vorum ekki að fíla og viljum ekki gera aftur. Það þarf að vera 100% hreinskilni á milli. Hvorugt segist hafa fundið fyrir alvarlegri afbrýðisemi eftir að þau byrjuðu að swinga. En lykilatriðið sé að tala mikið saman og vera hreinskilin. Getty Er swingið stór hluti af ykkar lífi í dag? Sæunn: „Já, swingið er mjög stór hluti af okkar lífi í dag. Við erum búin að eignast mjög mikið af flottum nýjum vinum. Þetta er allt öðruvísi og skemmtilegri vinátta.“ Þetta snýst þá ekki bara um kynlíf? Hittist þið sem vinir bara í göngutúr og svona líka? Sæunn: „Við hittum fólk sem við höfum sofið hjá og förum út að borða með þeim eða hittumst og förum í leikhús eða bara hluti sem svona „vanilla fólk“ gerir með vinum sínum, haha!“ Eru ekki að leita eftir annari ást Hvað með öll flækjustigin. Hafiði aldrei verið hrædd um að mynda tilfinningatengsl eða að annar verði jafnvel ástfanginn? Sæunn: „Sambandið okkar er traust og stöðugt. Við eigum fullt af vinum erlendis sem við höfum farið að heimsækja og hafa heimsótt okkur hingað heim. Börnin okkar hafa líka hist og eru vinir. En þau vita auðvitað ekki neitt.“ Ég hef aldrei haft áhyggjur af því að einhver verði ástfanginn þar sem þetta er okkar hobbí og við erum að skemmta okkur saman og gera þetta saman. Við erum ekki að leita eftir öðru sambandi eða annari ást heldur bara krydda okkar líf saman. Ég ber fullkomið traust til Friðriks og hef engar áhyggjur. Friðrik: „Ég hef aldrei upplifað áhyggjur yfir því að mynda tilfinningatengsl við aðra. Við höfum kynnst fullt af frábæru fólki innanlands og utan sem eru góðir vinir okkar í dag. En ég hef aldrei upplifað þörf eða löngun til þess að hitta einhverja á laun eða fundið fyrir einhverju öðru en vinatilfinningum. Kannski meira svona friends with benefits tilfinningum.“ Sæunn: „Við höfum einnig farið í SDC hótel take-over ferðir. Þá er heilt hótel leigt og bara swing pör eru þar saman í fimm til sjö daga. Skemmtiatriði allan daginn og hrikalega skemmtilegt og góð stemmning í gangi. Þar höfum við kynnst svo mörgu fólki frá öllum heimshlutum og erum í miklu og góðu sambandi við þau í dag.“ Friðrik og Sæunn segjast hafa mikinn skilning fyrir því að fólk sem hafi ekki prófað swing og fólk sem fari út í það á röngum forsendum, hafi þessar áhyggjur. En í þeirra sambandi hafi þetta ekki verið vandamál og hvorugt haft áhyggjur af því að glata ástinni sín á milli. Sæunn og Friðrik sækja bæði kynlífsklúbba erlendis og hitta pör á stefnumótum hér heima. Getty Hitta aldrei fólk í sitthvoru lagi Friðrik: Við hittum aldrei hitt fólk í sitthvoru lagi, það væri þá komið í það að vera opið samband sem er allt annað en swing. Hugsa að margir viti ekki muninn þar á. Við njótum þess að horfa á hvort annað með öðru fólki. Í opnu sambandi eru meiri möguleikar á því að þróa tilfinningar gagnvart öðrum. „Það er klárlega til fólk sem hefur farið illa út úr því að swinga. En það er þá yfirleitt ef fólk fer í svona á röngum forsendum eða bara á forsendum annars aðilans. En það fólk sem við höfum kynnst í þessum lífstíl er yfirleitt fólk sem hefur verið lengi saman, er vel menntað og í góðum stöðum.“ Traust samband grundvallaratriði Sæunn: „Það er nefnilega málið. Þú getur ekki verið í þessum lífsstíl nema eiga í góðu og traustu sambandi. Ef við tölum út frá okkur þá erum við búin að vera saman í öll þessi ár og auðvitað langar manni að prófa eitthvað annað og eitthvað nýtt. Í okkar tilviki þá gerði þetta gott hjónaband enn betra. Við tölum mikið meira saman og í algjörri hreinskilni.“ Má því segja að swingið hafi styrkt ykkar samband? Friðrik: „ Já, þetta hefur klárlega gert gott samband betra. Lykillinn að því er að þetta sé til góðs. Að þetta sé gert til þess að krydda gott samband en ekki til þess að reyna að laga það sem er brotið.“ Hvernig er reynslan ykkar af swing-senunni hérna heima og hversu oft stundið þið swing? Sæunn: Senan hér heima er þessi svokölluðu swing-partý eða að fólk hittist á stefnumóti. Það koma hæðir og lægðir hjá manni í þessu, stundum erum við í swing-gír og stundum bara ekki. En ef það eru áhugaverð partý í gangi þá erum við mætt. „Það er í þessum partýum sem þú kynnist fólkinu. Einnig förum við á stefnumót með fólki. Þá erum við að hitta fólk frá SDC síðunni og förum saman út að borða eða fáum okkur drykk til að kynnast. Þá er markmiðið að finna hvort að það sé einhver kemestría í gangi. Nú ef við finnum hana ekki þá höfum við yfirleitt samt átt gott kvöld í spjalli við fólk með sama áhugamál.“ Þú hoppar ekki bara upp í rúmið með hverjum sem er, það þarf að vera kemstría á milli allra aðila, það er ekki nóg að það sé bara til dæmis á milli mín og hins mannsins heldur þurfa allir fjórir aðilar að vera til. Kynlífið „bara tvö“ miklu betra og skemmtilegra Friðrik: „Undir svona venjulegum kringumstæðum þá förum við í klúbbaferðir fjórum til fimm sinnum á ári, svo eru alltaf einhver einkapartý hérna heima. Auk þess sem við hittum vini okkar í lífstílnum annað slagið.“ Hvernig áhrif hefur þetta á kynlíf ykkar tveggja - þegar þið eruð bara ein? Sæunn: „Okkar kynlíf er margfalt betra og skemmtilegra eftir þetta og ég tala nú ekki um eftir partý, deit eða klúbbaferð. Þá er maður spólandi graður lengi á eftir og yfirleitt áður líka, haha!“ Friðrik: „Okkar kynlíf er klárlega betra, við lærum af fólki sem við leikum okkur með. Bæði hvað okkur líkar og líkar ekki og reynum að taka bestu reynsluna með í okkar kynlíf.“ Bæði segja þau kynlífið sitt þegar þau eru bara tvö vera mun betra og meira spennandi eftir að þau byrjuðu að stunda swing. Getty Við tölum aðeins um mýtur og þær sögur sem hafa gengið um swing-senuna á Íslandi og segir Sæunn að fólk ætti ekki að trúa öllu því sem það heyrir. Friðrik: Mýtan um lyklapartýin er ekki sönn. Maður fer bara ekki inn í herbergi með „random“ manneskju. Sæunn: „Oj, nei! Það myndi ég ekki gera. Ekki sjens. Svo var mýtan um ananasinn á Seltjarnarnesinu líka bráðfyndin.“ Friðrik: „Eflaust eru lyklapartýin til einhversstaðar en ég hef aldrei komið í svoleiðis partý. Og ég færi klárlega ekki að banka hjá konu sem ég hefði séð kaupa ananas á pítsuna sína, haha!“ Sæunn: „En svo heldur fólk oft líka að þetta séu einhver sóðaleg orgíupartý þar sem allir ríða öllum. En það er engan veginn okkar reynsla.“ Hafið þið ekki heyrt af slíkum partýum? Sæunn: „Ég hef reyndar aldrei heyrt af slíku, en allt er til.“ Fyrir þá sem langar að prófa að swinga, er ætlast til að þeir taki strax þátt? Sæunn: Nei, alls ekki. Við gerðum ekkert í okkar fyrstu klúbbaferð eða í okkar fyrsta partýi hér heima. Bara fylgdumst með. Aldrei gera neitt nema þið séuð tilbúin í það. Það ríkir yfirleitt mikill skilningur hjá fólki í þessari senu og aldrei pressa. Friðrik: „En ef þetta er eitthvað sem fólk hefur áhuga á að prófa þá mælum við með því að reyna að fá fólk með reynslu til að leiðbeina sér aðeins til að byrja með. Það er svo mikið af óskrifuðum reglum í þessu. Fólk þarf að geta talað heiðarlega saman.“ Sæunn: „Og eitt mjög mikilvægt - You never take one for the team – Það er mjög þekkt orðalag í þessum heimi.“ Getur þú útskýrt nánar hvaða merkingu það hefur? Konan ræður yfirleitt ferðinni Sæunn: „Eins og ég sagði áðan þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir í þetta, ekki bara annað okkar. Hann flýtur ekki með bara af því að mig langar í manninn en honum ekki í konuna. Ef staðan er svoleiðis þá er enginn leikur að fara í gang, enda ekkert gaman að því.“ Í þessum lífsstíl er fólk að horfa á þig sem persónu mikið meir en að horfa á hvað þú ert vel vaxin eða með stór brjóst. Það er svo mikið meiri virðing borin fyrir manni finnst mér sem persónu heldur en kynveru. Að finna fyrir réttu kemestríi er algjört lykilatriði. Getur það ekki skapað spennu eða verið vandræðalegt þegar annar aðilinn er til en hinn ekki? Sæunn: „Yfirleitt ekki. Við höfum alveg farið á stefnumót sem endaði bara í góðu spjalli en ekkert meir og það fer enginn heim í fýlu eða verður móðgaður.“ „Annað sem er mjög ríkjandi í swingi er að konan ræður oftast ferðinni. Það er eitthvað sem fólk verður oft mjög hissa á að heyra. Það er ekki karlmaðurinn sem dró hana út í þetta og er að „láta“ hana gera hitt og þetta, aldeilis ekki.“ Friðrik: „Það að konan í sambandinu sé við stjórnina finnst mér mjög gott, veit ekki hvernig best er að orða það. Kannski ákveðinn gæðastimpill finnst mér.“ Ólíklegasta fólk sem stundar swing Hvað með fordóma. Hafiði fundið fyrir fordómum? Sæunn: „Fordómar? Já, það eru miklir fordómar hjá fólki. En kannski af því að það hefur ekki fengið að heyra réttu hliðina á þessu og heldur að við séum að stunda lyklapartýin eða sóðalegt kynsvall.“ En það er svo miklu meira um þetta heldur en fólk grunar og þú gætir aldrei pikkað út fólk og hugsað, „Ahh þau eru pottþétt swingarar“ - ekki sjéns. Við getum það ekki einu sinni í dag. Það er ólíklegasta fólk í þessu. Fólk á öllum aldri í allskyns stöðum í samfélaginu. Er ykkar tilfinning sú að það sé meira um að fólk í langtímasamböndum fari út í það að swinga? Sæunn: „Já, það held ég klárlega. Það er allavega okkar upplifun.“ Gætuð þið einhvern tíma hugsað ykkur að hætta? Sæunn: „NEIIII!“ Friðrik: „Nei.“ Makamál þakka Sæunni og Friðrik fyrir spjallið og benda á að hægt er að senda póst á netfangið makamal@syn.is ef einhver vill deila sinni reynslu af málefnum tengdum ástinni, samböndum eða kynlífi. Fullum trúnaði er heitið.
Rúmfræði Ástin og lífið Kynlíf Tengdar fréttir Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31 Einhleypan: „Góður kostur þegar menn eru handlagnir“ „Það er frekar einmanalegt að vera single á covid tímum. Ég hef ekki farið á eitt einasta stefnumót,“ segir Magdís Wagge sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 10. nóvember 2020 19:57 Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Makamál Erfiðast að endurheimta traust og virðingu fyrrverandi maka þegar skilnaður er frágenginn Makamál „Allir hræddir í fyrstu bylgjunni, graðir í þeirri seinni og núna þunglyndir“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31
Einhleypan: „Góður kostur þegar menn eru handlagnir“ „Það er frekar einmanalegt að vera single á covid tímum. Ég hef ekki farið á eitt einasta stefnumót,“ segir Magdís Wagge sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 10. nóvember 2020 19:57
Kynþokkafyllstu lögin: Sjáðu lögin sem koma þeim til Tónlist hefur óneitanlega mikil áhrif á andrúmsloftið og stemmninguna hverju sinni. Jólalögin koma okkur í jólaskap. Við grátum í koddann við sorgleg ástarlög og hlustum á taktfasta og peppandi tónlist þegar við erum að hreyfa okkur. Svo er það kynþokkinn! 9. nóvember 2020 19:59