Fagnaðarfundir hjá Anníe Mist og Katrínu Tönju: Ekki meira af FaceTime Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir með Freyju Mist á milli sín. Instagram/@anniethorisdottir Það eru tæpar þrjár vikur síðan að Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum í CrossFit og vika síðan að hún kom heim til Íslands. Katrín Tanja er nú búin með sóttkví sína og farin að hitta sitt fólk. Þetta hefur verið langur tími enda endaði tímabilið sem átti að klárast í byrjun ágúst ekki fyrr en í lok október. Í gær voru fagnaðarfundir hjá íslensku heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju. Þær eiga ekki aðeins það sameiginlegt að hafa unnið heimsleikana tvisvar sinnum heldur eru þær einu CrossFit konurnar sem hafa unnið gull-, silfur- og bronsverðlaun á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekkert falið það fyrir neinum hversu góðar vinkonur þær eru og það var því kominn heldur betur tími á það að þær hittust á ný. Það sem meira er að Katrín Tanja fékk að knúsa Freyju Mist, dóttur Anníe Mistar, í fyrsta sinn, þremur mánuðum eftir að hún kom í heiminn. „Við erum svo hamingjusöm með að Katrín frænka er loksins komin heim,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína og birti mynd af henni, Katrínu og auðvitað hinni þriggja mánaða Freyju Mist. „Þetta hefur verið langur tími og svo mikið hefur gerst á þeim tíma en samt finnst mér eins og ég hafði faðmað hana síðast í gær. Við erum búin að fá nóg af FaceTime í bili,“ skrifaði Anníe. „Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa þessa manneskju í mínu lífi og nú fær litla stelpan mín loksins að hitta hana,“ skrifaði Anníe og bætir nokkrum hjörtum við færslu sína sem sjá má hér fyrir neðan. Ein sú fyrsta til að skrifa skilaboð við færsluna var síðan heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. „Oh þetta er æðislegt,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. View this post on Instagram We are SO happy auntie Katrin is FINALLY home!!! Been so long and so much has happened yet it feels like yesterday I hugged her Done with FaceTime for now Endless grateful for this person in my life and now finally my baby girl gets to meet her #dottir @katrintanja #grateful A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 12, 2020 at 5:37am PST CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira
Það eru tæpar þrjár vikur síðan að Katrín Tanja Davíðsdóttir tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum í CrossFit og vika síðan að hún kom heim til Íslands. Katrín Tanja er nú búin með sóttkví sína og farin að hitta sitt fólk. Þetta hefur verið langur tími enda endaði tímabilið sem átti að klárast í byrjun ágúst ekki fyrr en í lok október. Í gær voru fagnaðarfundir hjá íslensku heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju. Þær eiga ekki aðeins það sameiginlegt að hafa unnið heimsleikana tvisvar sinnum heldur eru þær einu CrossFit konurnar sem hafa unnið gull-, silfur- og bronsverðlaun á heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja hafa ekkert falið það fyrir neinum hversu góðar vinkonur þær eru og það var því kominn heldur betur tími á það að þær hittust á ný. Það sem meira er að Katrín Tanja fékk að knúsa Freyju Mist, dóttur Anníe Mistar, í fyrsta sinn, þremur mánuðum eftir að hún kom í heiminn. „Við erum svo hamingjusöm með að Katrín frænka er loksins komin heim,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína og birti mynd af henni, Katrínu og auðvitað hinni þriggja mánaða Freyju Mist. „Þetta hefur verið langur tími og svo mikið hefur gerst á þeim tíma en samt finnst mér eins og ég hafði faðmað hana síðast í gær. Við erum búin að fá nóg af FaceTime í bili,“ skrifaði Anníe. „Ég er endalaust þakklát fyrir að hafa þessa manneskju í mínu lífi og nú fær litla stelpan mín loksins að hitta hana,“ skrifaði Anníe og bætir nokkrum hjörtum við færslu sína sem sjá má hér fyrir neðan. Ein sú fyrsta til að skrifa skilaboð við færsluna var síðan heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. „Oh þetta er æðislegt,“ skrifaði Tia-Clair Toomey. View this post on Instagram We are SO happy auntie Katrin is FINALLY home!!! Been so long and so much has happened yet it feels like yesterday I hugged her Done with FaceTime for now Endless grateful for this person in my life and now finally my baby girl gets to meet her #dottir @katrintanja #grateful A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 12, 2020 at 5:37am PST
CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Sjá meira