Sara er komin í WIT liðið: Annar stóri samningurinn á COVID ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 09:01 Sara Sigmundsdóttir hristi af sér kuldann í myndatökunni við Reykjanesvita. WIT Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í gærkvöldi að hún væri búin að ganga frá nýjum samningi við bandarískan íþróttavöruframleiðanda. Sara Sigmundsdóttir náði ekki að komast í gegnum heimsleikamúrinn sinn á árinu 2020 sem voru vissulega mikil vonbrigði en hún ætlar sér áfram stóra hluti í CrossFit íþróttinni. Fólk út í heimi hefur líka trú á henni því Sara hefur náð að gera tvo risasamninga síðan að kórónuveiran tók yfir heiminn. Sara sagði frá sögulegum samningi sínum við Volkswagen í vor en í gær opinberaði hún nýjan margra ára samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann WIT. Sara birti einnig nýtt auglýsingamyndaband með sér sem var bæði tekið upp við Reykjanesvita sem og í Simmagym. Það hefur örugglega verið kalt að taka upp þessar myndir við öldurótið hjá Valahnúk en Sara lét sig hafa það henda mikið hörkutól. Sara mun fá sína eigin íþróttavörulínu hjá WIT sem heitir Ægir Collection. „Ég hef verið aðdáandi WIT síðan ég uppgötvaði vörurnar þerra en fyrr í dag þá skrifaði ég undir margra ára samning við þá,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Ég tengdi strax við vörumerkið þegar ég heyrði söguna á bak við það og þegar ég vissi hversu ákveðin þau eru. Þau bókstaflega standa fyrir það að ‚gera allt sem til þarf' og ég held mikið upp á merkið þeirra sem er rúnatákn sem táknar styrk. Það er þessa vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við þau,“ skrifaði Sara meðal annars á Instagram síðu sína en það má sjá tilkynningu hennar og myndbandið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, segir í sinni færslu að mikið hafi gengið á síðasta mánuðinn með samningaviðræðum, myndatökum og öðru en margt hafi þurft að klára á síðustu stundu. „Þessi samningur þýðir ekki aðeins að Sara er orðinn alþjóðlegur sendiherra WIT vörumerkisins heldur fær hún einnig sína eigin sérhannaða vörulínu sem et eitthvað sem Sara hefur haft mikla ástríðu fyrir,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) CrossFit Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sagði frá því í gærkvöldi að hún væri búin að ganga frá nýjum samningi við bandarískan íþróttavöruframleiðanda. Sara Sigmundsdóttir náði ekki að komast í gegnum heimsleikamúrinn sinn á árinu 2020 sem voru vissulega mikil vonbrigði en hún ætlar sér áfram stóra hluti í CrossFit íþróttinni. Fólk út í heimi hefur líka trú á henni því Sara hefur náð að gera tvo risasamninga síðan að kórónuveiran tók yfir heiminn. Sara sagði frá sögulegum samningi sínum við Volkswagen í vor en í gær opinberaði hún nýjan margra ára samning við bandaríska íþróttavöruframleiðandann WIT. Sara birti einnig nýtt auglýsingamyndaband með sér sem var bæði tekið upp við Reykjanesvita sem og í Simmagym. Það hefur örugglega verið kalt að taka upp þessar myndir við öldurótið hjá Valahnúk en Sara lét sig hafa það henda mikið hörkutól. Sara mun fá sína eigin íþróttavörulínu hjá WIT sem heitir Ægir Collection. „Ég hef verið aðdáandi WIT síðan ég uppgötvaði vörurnar þerra en fyrr í dag þá skrifaði ég undir margra ára samning við þá,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína. „Ég tengdi strax við vörumerkið þegar ég heyrði söguna á bak við það og þegar ég vissi hversu ákveðin þau eru. Þau bókstaflega standa fyrir það að ‚gera allt sem til þarf' og ég held mikið upp á merkið þeirra sem er rúnatákn sem táknar styrk. Það er þessa vegna sem ég ákvað að ganga til liðs við þau,“ skrifaði Sara meðal annars á Instagram síðu sína en það má sjá tilkynningu hennar og myndbandið hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, segir í sinni færslu að mikið hafi gengið á síðasta mánuðinn með samningaviðræðum, myndatökum og öðru en margt hafi þurft að klára á síðustu stundu. „Þessi samningur þýðir ekki aðeins að Sara er orðinn alþjóðlegur sendiherra WIT vörumerkisins heldur fær hún einnig sína eigin sérhannaða vörulínu sem et eitthvað sem Sara hefur haft mikla ástríðu fyrir,“ skrifaði Snorri Barón eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Sjá meira