Einhleypan: „Hver elskar ekki smá athygli?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 17. nóvember 2020 19:57 „Ég er fyrst og fremst Ísfirðingur“, segir Halldór Skarphéðinsson, Einhleypa vikunnar þegar hann er spurður hvernig hann titlar sig. Aðsend mynd „Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekki farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtalið við Makamál. Hvernig titlar þú þig? Ég nýt þeirra forréttinda að vinna við það sem ég elska að gera, sem er á skammtímadvöl. Það er svo gaman að fá að umgangast skemmtilegt fólk á hverjum degi. Annars titla ég mig fyrst og fremst sem Ísfirðing. Halldór segist nýverið hafa sótt um það að ættleiða kisu og hlakki mikið til þess að verða kisupabbi. „Svo er ég að bíða eftir því að Covid gefist upp svo að ég geti farið út í einhverja ævintýraferð.“ Kynnumst Einhleypu vikunnar aðeins betur. Nafn? Halldór Ingi Skarphéðinsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Dóri eða Dóri Skarp ef það eru fleiri Dórar í kringum mig. Aldur í árum? 36 ára. Ég er að elska það og finnst það sannur heiður fá að eldast. Aldur í anda? Ég myndi segja 25 ára. En eftir erfiðar æfingar þá er ég kringum fimmtugt. Menntun? Drop out-háskólanemi en það er aldrei of seint, ég er ennþá svo ungur. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Hreint Lak - Ég var einu sinni útbrunninn neðri deildar markvörður sem fannst ekkert skemmtilegra en að halda hreinu. Dóri er að eigin sögn mikið íþróttafrík. Aðsend mynd Guilty pleasure kvikmynd? Á enga guilty pleasure bíómynd en ég var heltekinn af Dawson’s Creek í denn. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var yfir mig ástfanginn af Siggu Beinteins og er það ennþá. Talandi um konu sem eldist eins og gott rauðvín. Svo átti ég mitt Baywatch tímabil, þegar ég var að uppgötva sjálfan mig. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já, alltof mikið aðallega vegna vinnu. Tala oft við sjálfan mig í þriðju persónu þegar ég er einn með sjálfum mér. Ég þarf greinilega að fara að finna mér eitthvað djúsí hobbý. Syngur þú í sturtu? Já, þegar ég er í þannig stuði. Uppáhaldsappið þitt? Lumman, Fantrax og Fotmob svo verð ég að segja Instagram. Hver elskar ekki smá athygli? Ertu á Tinder? Já, er í on-and-off sambandi við Tinder, þetta líka skemmtilega app. Verð samt að viðurkenna að ég er ekki nógu duglegur að senda skilaboð að fyrra bragði. Ég get verið pínu feiminn við hitt kynið. Draumur Dóra er að fara til Ástralíu og sjá staðinn þar sem Nágrannar eru teknir upp. Aðsend mynd Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Duglegur, fyndinn (get hlegið endalaust af sjálfum mér) og kaldhæðinn. En ég er fljótur að segja fyrirgefðu og bæta það upp ef ég geng of langt í kaldhæðninni. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Traustur, hress og umhyggjusamur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor og stundvísi. Þegar hún er indæl og brosmild. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Óstundvísi, óvirðing, dramatísk hegðun og hroki. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Fugl, eða eitthvað. Ég hef aldrei spáð í þessu. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Jack Grealish, Sylvester Stallone og Jón Gnarr. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Hef mikla ástríðu fyrir því að baka. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hreyfing er það sem ég elska mest og að ferðast. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Brjóta saman föt og bíða. Ertu A eða B týpa? Þegar kemur að því að vakna, sofa og hreyfa mig er ég A týpa. En þegar það þarf að þrífa og brjóta saman föt er ég B mínus týpa. En ég er ógeðslega góður að setja í þvottavél og setja í þurrkara. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð með mikið af grænmeti. Hvernig viltu kaffið þitt? Drekk ekki kaffi. Ég var te-maður en er hættur því þannig að ég læt vatnið duga. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Þar sem ég drekk ekki er ég ekki mikið fyrir skemmtanalífið. Ég fór fyrir einu ári síðan á skemmtistað í fyrsta skiptið í mörg ár eftir mikinn þrýsting frá vinnufélögum. Ég entist í tíu mínútur. En ég er mikið fyrir góð heimapartý með skemmtilegu fólki og þegar ég er heima á Ísafirði á ég það til að kíkja á ball ef það er í boði. Að ferðast og hreyfa sig er það sem Dóri segist elska mest að gera. Aðsend mynd Ertu með Bucket-lista? Já! Númer eitt, tvö og þrjú er að fara til Ástralíu að skoða tökustaðinn sem þættirnir Nágrannar eru teknir upp. Draumastefnumótið? Það er fótboltaleikur á Villa Park. Ekkert myndi toppa það. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Allir textar eru sungnir vitlaust. Hvað horfðir þú á síðast á í sjónvarpinu? Ég er að klára Bourne-seríuna. Hvaða bók lastu síðast? Síðasta bók sem ég las var Ævintýri fyrir svefninn. Tengt vinnunni minni. Hvað er Ást? Þegar þig langar að vera með manneskjunni 24/7. Ef þú vilt uppfylla óskir Dóra um draumastefnumótið þá er það fótboltaleikur á Villa Park, engin pressa. Aðsend mynd Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans Dóra hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Góður kostur þegar menn eru handlagnir“ „Það er frekar einmanalegt að vera single á covid tímum. Ég hef ekki farið á eitt einasta stefnumót,“ segir Magdís Wagge sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 10. nóvember 2020 19:57 Einhleypan: Glatað að vera einhleyp á tímum Covid Einhleypa vikunnar er Þóranna Friðgeirsdóttir. Hún segir lífið vera skemmtilegt ævintýri þó að Covid faraldurinn hafi ekki verið að hjálpa ástarlífinu neitt sérstaklega. 4. nóvember 2020 19:51 Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ „Að vera einhleyp á tímum COVID-19 hefur verið áhugavert og lítið um stefnumót. Þetta hefur samt gefið mér það dýrmæta tækifæri að rækta samband mitt við sjálfa mig enn frekar,“ segir Anna Guðný Torfadóttir sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 31. ágúst 2020 20:28 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekki farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtalið við Makamál. Hvernig titlar þú þig? Ég nýt þeirra forréttinda að vinna við það sem ég elska að gera, sem er á skammtímadvöl. Það er svo gaman að fá að umgangast skemmtilegt fólk á hverjum degi. Annars titla ég mig fyrst og fremst sem Ísfirðing. Halldór segist nýverið hafa sótt um það að ættleiða kisu og hlakki mikið til þess að verða kisupabbi. „Svo er ég að bíða eftir því að Covid gefist upp svo að ég geti farið út í einhverja ævintýraferð.“ Kynnumst Einhleypu vikunnar aðeins betur. Nafn? Halldór Ingi Skarphéðinsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Dóri eða Dóri Skarp ef það eru fleiri Dórar í kringum mig. Aldur í árum? 36 ára. Ég er að elska það og finnst það sannur heiður fá að eldast. Aldur í anda? Ég myndi segja 25 ára. En eftir erfiðar æfingar þá er ég kringum fimmtugt. Menntun? Drop out-háskólanemi en það er aldrei of seint, ég er ennþá svo ungur. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Hreint Lak - Ég var einu sinni útbrunninn neðri deildar markvörður sem fannst ekkert skemmtilegra en að halda hreinu. Dóri er að eigin sögn mikið íþróttafrík. Aðsend mynd Guilty pleasure kvikmynd? Á enga guilty pleasure bíómynd en ég var heltekinn af Dawson’s Creek í denn. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Ég var yfir mig ástfanginn af Siggu Beinteins og er það ennþá. Talandi um konu sem eldist eins og gott rauðvín. Svo átti ég mitt Baywatch tímabil, þegar ég var að uppgötva sjálfan mig. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já, alltof mikið aðallega vegna vinnu. Tala oft við sjálfan mig í þriðju persónu þegar ég er einn með sjálfum mér. Ég þarf greinilega að fara að finna mér eitthvað djúsí hobbý. Syngur þú í sturtu? Já, þegar ég er í þannig stuði. Uppáhaldsappið þitt? Lumman, Fantrax og Fotmob svo verð ég að segja Instagram. Hver elskar ekki smá athygli? Ertu á Tinder? Já, er í on-and-off sambandi við Tinder, þetta líka skemmtilega app. Verð samt að viðurkenna að ég er ekki nógu duglegur að senda skilaboð að fyrra bragði. Ég get verið pínu feiminn við hitt kynið. Draumur Dóra er að fara til Ástralíu og sjá staðinn þar sem Nágrannar eru teknir upp. Aðsend mynd Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Duglegur, fyndinn (get hlegið endalaust af sjálfum mér) og kaldhæðinn. En ég er fljótur að segja fyrirgefðu og bæta það upp ef ég geng of langt í kaldhæðninni. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Traustur, hress og umhyggjusamur. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Húmor og stundvísi. Þegar hún er indæl og brosmild. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Óstundvísi, óvirðing, dramatísk hegðun og hroki. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Fugl, eða eitthvað. Ég hef aldrei spáð í þessu. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Jack Grealish, Sylvester Stallone og Jón Gnarr. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Hef mikla ástríðu fyrir því að baka. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hreyfing er það sem ég elska mest og að ferðast. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Brjóta saman föt og bíða. Ertu A eða B týpa? Þegar kemur að því að vakna, sofa og hreyfa mig er ég A týpa. En þegar það þarf að þrífa og brjóta saman föt er ég B mínus týpa. En ég er ógeðslega góður að setja í þvottavél og setja í þurrkara. Hvernig viltu eggin þín? Hrærð með mikið af grænmeti. Hvernig viltu kaffið þitt? Drekk ekki kaffi. Ég var te-maður en er hættur því þannig að ég læt vatnið duga. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Þar sem ég drekk ekki er ég ekki mikið fyrir skemmtanalífið. Ég fór fyrir einu ári síðan á skemmtistað í fyrsta skiptið í mörg ár eftir mikinn þrýsting frá vinnufélögum. Ég entist í tíu mínútur. En ég er mikið fyrir góð heimapartý með skemmtilegu fólki og þegar ég er heima á Ísafirði á ég það til að kíkja á ball ef það er í boði. Að ferðast og hreyfa sig er það sem Dóri segist elska mest að gera. Aðsend mynd Ertu með Bucket-lista? Já! Númer eitt, tvö og þrjú er að fara til Ástralíu að skoða tökustaðinn sem þættirnir Nágrannar eru teknir upp. Draumastefnumótið? Það er fótboltaleikur á Villa Park. Ekkert myndi toppa það. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Allir textar eru sungnir vitlaust. Hvað horfðir þú á síðast á í sjónvarpinu? Ég er að klára Bourne-seríuna. Hvaða bók lastu síðast? Síðasta bók sem ég las var Ævintýri fyrir svefninn. Tengt vinnunni minni. Hvað er Ást? Þegar þig langar að vera með manneskjunni 24/7. Ef þú vilt uppfylla óskir Dóra um draumastefnumótið þá er það fótboltaleikur á Villa Park, engin pressa. Aðsend mynd Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hans Dóra hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Góður kostur þegar menn eru handlagnir“ „Það er frekar einmanalegt að vera single á covid tímum. Ég hef ekki farið á eitt einasta stefnumót,“ segir Magdís Wagge sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 10. nóvember 2020 19:57 Einhleypan: Glatað að vera einhleyp á tímum Covid Einhleypa vikunnar er Þóranna Friðgeirsdóttir. Hún segir lífið vera skemmtilegt ævintýri þó að Covid faraldurinn hafi ekki verið að hjálpa ástarlífinu neitt sérstaklega. 4. nóvember 2020 19:51 Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ „Að vera einhleyp á tímum COVID-19 hefur verið áhugavert og lítið um stefnumót. Þetta hefur samt gefið mér það dýrmæta tækifæri að rækta samband mitt við sjálfa mig enn frekar,“ segir Anna Guðný Torfadóttir sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 31. ágúst 2020 20:28 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: „Ég bjóst aldrei við að ég myndi fá að upplifa svona fæðingu“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Einhleypan: „Góður kostur þegar menn eru handlagnir“ „Það er frekar einmanalegt að vera single á covid tímum. Ég hef ekki farið á eitt einasta stefnumót,“ segir Magdís Wagge sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 10. nóvember 2020 19:57
Einhleypan: Glatað að vera einhleyp á tímum Covid Einhleypa vikunnar er Þóranna Friðgeirsdóttir. Hún segir lífið vera skemmtilegt ævintýri þó að Covid faraldurinn hafi ekki verið að hjálpa ástarlífinu neitt sérstaklega. 4. nóvember 2020 19:51
Einhleypan: „Ástin er svarið við öllu og við komum öll hingað til að elska“ „Að vera einhleyp á tímum COVID-19 hefur verið áhugavert og lítið um stefnumót. Þetta hefur samt gefið mér það dýrmæta tækifæri að rækta samband mitt við sjálfa mig enn frekar,“ segir Anna Guðný Torfadóttir sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 31. ágúst 2020 20:28