Skreytum hús: „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 09:15 Fyrir og eftir! Soffía fékk það verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi í öðrum þætti af Skreytum hús. Skreytum hús „Aðalvandamálið er að það er svo lítið pláss,“ sagði hin 12 ára Arndís Klara um svefnherbergið sitt. Svo fékk hún Soffíu Dögg Garðarsdóttir í heimsókn og þá breyttist allt. Á óskalistanum var nýtt rúm og ljósari húsgögn. Þemað sem Arndís Klara sá fyrir sér var hvítt, viður og plöntur. Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það skemmtilega verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. „Ég sé að þú ert dama sem vill hafa kósý hjá sér, nóg af púðum, nóg af böngsum“ sagði Soffía þegar hún gekk inn í herbergið. Með sniðugum breytingum tókst henni að koma inn fleiri húsgögnum í rýmið án þess að það virkaði minna. Hönnunarþættirnir Skreytum hús birtast hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon alla þriðjudaga. Annan þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Skreytum hús - Barnaherbergi verður unglingaherbergi „Inni í herberginu hennar Arndísar var fataskápurinn við vegginn á móti rauða veggnum og síðan voru öll húsgögnin nánast röðuð við hliðina á, þetta myndaði næstum því vatnshalla í herberginu,“ sagði Soffía um herbergið fyrir breytingu. Það var því stærsta verkefnið að endurraða svo hún ákvað að setja rúmið undir gluggann. Þannig varð pláss fyrir himnasæng, hægindastól og fleira fallegt. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan var Arndís í skýjunum með breytinguna. Svona var herbergið áður. Dökk húsgögn og dökkur veggur við rúmið voru ekki að henta Arndísi. Hún vildi fá ljósa liti, við, plöntur, himnasæng og seríur.Skreytum hús Ævintýraheimur í heberginu Í búðarferðinni völdu þær Soffía og Arndís gráan höfðagafll úr velúr við rúmið. Soffía segir að það sé ekkert mál að þrífa þessa gafla. „Það er langbest að vera með rakan þvottapoka, setja höndina inn í og strjúka yfir. Allt ryk fer af.“ Soffía gerði þetta moodboard fyrir verkefnið. Arndís hafði óskað eftir himnasæng við rúmið og ákvað Soffía að leysa það með því að setja gardínubraut í loftið. Þannig er nú hægt að loka rúmið af með gegnsæjum gardínum. „Ótrúlega einföld lausn sem er hægt að nýta í næstum því hvaða herbergi sem er. Svo ég tala nú ekki um hjá svona krökkum sem að elska að láta skapa svolítinn ævintýraheim inni hjá sér. “ Yndisleg stund „Ó mæ god þetta er svo flott,“ var það fyrsta sem Arndís sagði þegar hún kom heim. „Viðbrögðin hennar Arndísar voru dásamleg,“ segir Soffía um verkefnið. „Hún grét, ég grét, mamman grét. Við grétum allar og þetta var alveg yndisleg stund.“ Lokaútkoman á herberginu var einstaklega falleg.Skreytum hús Það verður ekki annað sagt en að Soffíu hafi tekist að ná markmiðinu. „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt,“ sagði Arndís og brosti út að eyrum. „Ég trúi þessu ekki.“ Sjónvarpið sést varla þegar komið er inn í herbergið, þar sem það er á bak við himnasængina. Ljósaseríurnar setja svo punktinn yfir i-ið.Skreytum hús Í ítarlegri færslu Soffíu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni en fyrsta þáttinn af Skreytum hús má finna HÉR. Skreytum hús Hús og heimili Börn og uppeldi Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Aðalvandamálið er að það er svo lítið pláss,“ sagði hin 12 ára Arndís Klara um svefnherbergið sitt. Svo fékk hún Soffíu Dögg Garðarsdóttir í heimsókn og þá breyttist allt. Á óskalistanum var nýtt rúm og ljósari húsgögn. Þemað sem Arndís Klara sá fyrir sér var hvítt, viður og plöntur. Í öðrum þætti af Skreytum hús fékk Soffía það skemmtilega verkefni að breyta barnaherbergi í unglingaherbergi. „Ég sé að þú ert dama sem vill hafa kósý hjá sér, nóg af púðum, nóg af böngsum“ sagði Soffía þegar hún gekk inn í herbergið. Með sniðugum breytingum tókst henni að koma inn fleiri húsgögnum í rýmið án þess að það virkaði minna. Hönnunarþættirnir Skreytum hús birtast hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon alla þriðjudaga. Annan þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Skreytum hús - Barnaherbergi verður unglingaherbergi „Inni í herberginu hennar Arndísar var fataskápurinn við vegginn á móti rauða veggnum og síðan voru öll húsgögnin nánast röðuð við hliðina á, þetta myndaði næstum því vatnshalla í herberginu,“ sagði Soffía um herbergið fyrir breytingu. Það var því stærsta verkefnið að endurraða svo hún ákvað að setja rúmið undir gluggann. Þannig varð pláss fyrir himnasæng, hægindastól og fleira fallegt. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan var Arndís í skýjunum með breytinguna. Svona var herbergið áður. Dökk húsgögn og dökkur veggur við rúmið voru ekki að henta Arndísi. Hún vildi fá ljósa liti, við, plöntur, himnasæng og seríur.Skreytum hús Ævintýraheimur í heberginu Í búðarferðinni völdu þær Soffía og Arndís gráan höfðagafll úr velúr við rúmið. Soffía segir að það sé ekkert mál að þrífa þessa gafla. „Það er langbest að vera með rakan þvottapoka, setja höndina inn í og strjúka yfir. Allt ryk fer af.“ Soffía gerði þetta moodboard fyrir verkefnið. Arndís hafði óskað eftir himnasæng við rúmið og ákvað Soffía að leysa það með því að setja gardínubraut í loftið. Þannig er nú hægt að loka rúmið af með gegnsæjum gardínum. „Ótrúlega einföld lausn sem er hægt að nýta í næstum því hvaða herbergi sem er. Svo ég tala nú ekki um hjá svona krökkum sem að elska að láta skapa svolítinn ævintýraheim inni hjá sér. “ Yndisleg stund „Ó mæ god þetta er svo flott,“ var það fyrsta sem Arndís sagði þegar hún kom heim. „Viðbrögðin hennar Arndísar voru dásamleg,“ segir Soffía um verkefnið. „Hún grét, ég grét, mamman grét. Við grétum allar og þetta var alveg yndisleg stund.“ Lokaútkoman á herberginu var einstaklega falleg.Skreytum hús Það verður ekki annað sagt en að Soffíu hafi tekist að ná markmiðinu. „Mér líður eins og þetta sé ekki herbergið mitt,“ sagði Arndís og brosti út að eyrum. „Ég trúi þessu ekki.“ Sjónvarpið sést varla þegar komið er inn í herbergið, þar sem það er á bak við himnasængina. Ljósaseríurnar setja svo punktinn yfir i-ið.Skreytum hús Í ítarlegri færslu Soffíu á síðunni Skreytum hús má finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni en fyrsta þáttinn af Skreytum hús má finna HÉR.
Skreytum hús Hús og heimili Börn og uppeldi Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30 Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Skreytum hús: „Vá þetta er bara allt annað“ „Fyrir þættina fékk ég mörg hundruð umsóknir, en það var eitthvað við myndina af risíbúðinni hennar Elfu sem stoppaði mig um leið,“ segir Soffía Dögg Garðarsdóttir í fyrsta þættinum af Skreytum hús, sem fór í loftið á Vísi í dag. 10. nóvember 2020 09:30
Ætlar að sýna hvað hægt er að gera mikið án þess að rústa öllu „Við þurfum ekkert að henda öllu út eða eiga bara ákveðin merki til þess að gera fallegt,“ segir Soffía Garðarsdóttir, en hún fer í næstu viku af stað með nýja hönnunarþætti hér á Vísi. 5. nóvember 2020 21:35