Dauðsföll vegna mislinga ekki fleiri í rúma tvo áratugi Heimsljós 16. nóvember 2020 13:39 UNICEF Alls létust á síðasta ári rúmlega tvö hundruð þúsund manns af völdum mislinga í heiminum öllum, börn í miklum meirihluta. Leita þarf 23 ár aftur í tímann til að finna hærri tölur um dauðsföll af völdum þessa skæða veirusjúkdóms. Fæst voru dauðsföllin árið 2016 en þau voru 50 prósent fleiri á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Dauðsföll af völdum mislinga voru 207.500 í fyrra og sjúkdómstilvikin rétt um 870 þúsund. Mislingafaraldrar hafa geisað í nokkrum ríkjum Afríku en einnig í austanverðri Evrópu, í löndum eins Georgíu, Norður-Makedóníu og Úkraínu. Færri tilvik hafa greinst á þessu ári en ljóst er að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur sett bólusetningar úr skorðum víðast hvar í heiminum. Að mati WHO eiga 94 milljónir manna í hættu að fara á mis við bólusetningu vegna mislinga í 26 löndum, meðal annars löndum þar sem mislingafaraldur geisar. Óbólusettum börnum fjölgar á heimsvísu vegna COVID-19, í fyrsta sinn frá aldamótum. „Áður en kórónuveiran kom til var barist við mislinga og þeir hafa ekki horfið,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Þótt álagið sé mikið á heilbrigðiskerfi vegna COVID-19 megum við ekki láta baráttu gegn einum banvænum sjúkdómi vera á kostnað annars sjúkdóms,“ segir hún í yfirlýsingu. Bólusetning gegn mislingum gefur 95 prósent langtímavörn. Til þess þarf að bólusetja í tvígang. Fyrri bólusetningin hefur í heilan áratug verið nálægt 85 prósentum en sú síðari nær sífellt til fleiri barna en er þó aðeins í 71 prósenti. Nauðsynlegt hlutfall bólusettra í samfélögum til þess að afstýra faraldri þarf að vera 95 prósent. Í síðustu viku sendu UNICEF og WHO frá sér sameiginlegt ákall til aðgerða til að afstýra faröldrum mislinga og lömunarveiki. Að mati stofnananna þarf 255 milljónir bandarískra dala til viðbótar á næstu þremur árum til að takast á við yfirvofandi mislingafaraldra í 45 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Alls létust á síðasta ári rúmlega tvö hundruð þúsund manns af völdum mislinga í heiminum öllum, börn í miklum meirihluta. Leita þarf 23 ár aftur í tímann til að finna hærri tölur um dauðsföll af völdum þessa skæða veirusjúkdóms. Fæst voru dauðsföllin árið 2016 en þau voru 50 prósent fleiri á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Dauðsföll af völdum mislinga voru 207.500 í fyrra og sjúkdómstilvikin rétt um 870 þúsund. Mislingafaraldrar hafa geisað í nokkrum ríkjum Afríku en einnig í austanverðri Evrópu, í löndum eins Georgíu, Norður-Makedóníu og Úkraínu. Færri tilvik hafa greinst á þessu ári en ljóst er að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur sett bólusetningar úr skorðum víðast hvar í heiminum. Að mati WHO eiga 94 milljónir manna í hættu að fara á mis við bólusetningu vegna mislinga í 26 löndum, meðal annars löndum þar sem mislingafaraldur geisar. Óbólusettum börnum fjölgar á heimsvísu vegna COVID-19, í fyrsta sinn frá aldamótum. „Áður en kórónuveiran kom til var barist við mislinga og þeir hafa ekki horfið,“ segir Henrietta Fore framkvæmdastýra Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Þótt álagið sé mikið á heilbrigðiskerfi vegna COVID-19 megum við ekki láta baráttu gegn einum banvænum sjúkdómi vera á kostnað annars sjúkdóms,“ segir hún í yfirlýsingu. Bólusetning gegn mislingum gefur 95 prósent langtímavörn. Til þess þarf að bólusetja í tvígang. Fyrri bólusetningin hefur í heilan áratug verið nálægt 85 prósentum en sú síðari nær sífellt til fleiri barna en er þó aðeins í 71 prósenti. Nauðsynlegt hlutfall bólusettra í samfélögum til þess að afstýra faraldri þarf að vera 95 prósent. Í síðustu viku sendu UNICEF og WHO frá sér sameiginlegt ákall til aðgerða til að afstýra faröldrum mislinga og lömunarveiki. Að mati stofnananna þarf 255 milljónir bandarískra dala til viðbótar á næstu þremur árum til að takast á við yfirvofandi mislingafaraldra í 45 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Bólusetningar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent