Black Ops Cold War: Hin skemmtilegasta rússíbanareið Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2020 08:46 Activision Það er eins og vitrir menn og konur segja. Maður veit ekki hvað maður á fyrr en maður hefur misst það, eða eitthvað svoleiðis. Ég var ekki búinn að spila Call of Duty: Black Ops - Cold War lengi þegar ég áttaði mig á því hvað ég hafði saknað góðrar COD einspilunar. Hasarinn, spennan og sjónarspilið. Ég hafði saknað þess mjög mikið. Með bros á vör rigndi ég eldflaugum yfir kommúnistaskæruliða í Víetnam. Hlæjandi, skaut ég stórri pílu í hnakka semi-saklausrar konu og svo mætti lengi telja. Í CODBOCW, þetta nafn, er kalda stríðið í fullum gangi og hrottalegur hryðjuverkamaður hefur komið höndum yfir kjarnorkusprengju. Það er því á ábyrgð Ronald Reagan og leynihermanna hans í CIA að brjóta öll alþjóðalög sem þeir geta og í senn bjarga heiminum frá tortímingu með því að skjóta heiminn í drasl. Ég geri ekki ráð fyrir að margir sem lesi þetta, viti ekki hvað Call of Duty er. Ef svo er, þá vil ég óska þér til hamingju með að vera vaknaður úr dáinu og/eða laus úr einhvers konar Oldboy-stíls fangelsun. Nei, hann var reyndar með sjónvarp. Þið skiljið hvað ég er að fara. Fyrsti Call of Duty leikurinn kom út árið 2003 og síðan þá hefur komið út heill haugur af þessum leikjum. Ég hef líklega haft gaman af þeim öllum. Flestum allavega. Síðasti Black Ops leikur kom út fyrir tveimur árum. Hann innihélt þó enga einspilun heldur eingöngu Multiplayer og Battle Royale, sem þá hét Blackout. Ég saknaði einspilunarinnar líka þá og sagði að þó saga leikjanna væri sjaldan frábær, væri hún alltaf mjög skemmtileg. Það er satt. Ég ætla að beina mestri minni athygli að einspilunarhluta leiksins í þessari umfjöllun. Vesturveldin í hættu, aftur Sagan gerist í beinu framhaldi af Black Ops 1, frá 2010. Leikurinn hefst árið 1981 þar sem starfsmenn CIA eru að ræða sín á milli um hinn skuggalega Perseus, sem enginn virðist vita hver er. Perseus hefur sett sér það markmið að rústa vestrænni siðmenningu og það þarf að stöðva hann. Það er erfitt að hafa ekki gaman af því sjónarspili sem einspilunarhluti leiksins er.Activision Gömlu jálkarnir Mason, Woods og Hudson snúa aftur og er myndað teymi sérfræðinga til að stöðva Perseus. Það eru fleiri kunnuleg andlit úr söguheimi COD í leiknum og úr raunveruleikanum líka. Þá komum við að nýbreytni í COD, þar sem spilarar fá að búa til eigin persónu til að spila að mestu leyti. Samúel „Bell“ Ólason er harðkjarna útsendari MI6 sem barðist þó með CIA í Víetnam. Hann er atvinnumaður í alla staði mjög stöðugur. Þar er ég að vísa til þeirra „perks“ sem ég valdi fyrir minn mann, sem gera honum mögulegt að ganga hratt um þrátt fyrir að hann sé að miða byssu og draga úr bakslagi byssa sem hann notar. Það er í grunninn það eina sem maður getur ráðið um sína persónu en mér þykir þetta áhugaverð þróun sem gæti við meiri í komandi COD-leikjum. Ekki alfarið línuleg saga Saga leiksins er líka ekki alfarið línuleg, eins og í öðrum COD-leikjum, og maður getur tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á söguna. Ofan á það eru vísbendingar í borðum leiksins sem maður þarf að finna og leysa gátur í kringum þær til að spila sérstök hliðarborð leiksins. Þetta er allt saman mjög spæjó. Talandi um vísbendingar, þá snýst leikurinn mikið um þær. Á milli borða fer maður í sérstakan bílskúr þar sem maður getur rætt við aðra meðlimi teymisins og skoðað þær vísbendingar sem búið er að safna um Perseus. Sömuleiðis er hægt að spila borð leiksins aftur. Í fljótu bragði er ég nokkuð viss um að ég hafi alltaf skemmt mér yfir einspilun í COD. Jafnvel í leiknum Infinite Warfare, sem var ekki tekið vel á sínum tíma. Einspilunin í CODBOCW er mjög skemmtileg. Verkefnin eru fjölbreytt og það er erfitt að eiga ekki góða stund. Leikurinn skapar góðan tíðaranda í kalda stríðinu og vopnin eru þar að auki í takt við tímann. Ef það er eitthvað sem COD gerir vel, þá er það vopn. Þau eru fjölbreytt og hljóðið í þeim er alltaf gott. Black Ops gerir byssur vel, eins og allir aðrir COD-leikir.Activision Meðal skemmtilegri hluta einspilunar leiksins eru borð þar sem maður þarf að laumast um og leysa ýmisleg verkefni. Þau geta verið þrususkemtileg og krefjandi. Þar þarf einnig að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á framvindu mála. Allt þetta eykur endurspilunargildi einspilunarinnar, sem er jákvætt í mínum huga. Sama fjölspilunin Þegar kemur að fjölspilun leiksins verð ég að taka fram að ég er einn þeirra fáu sem virðist hafa meira gaman af einspiluninni en fjölspiluninni. Fjölspilun Call of Duty hefur einhvern veginn aldrei gert það mikið fyrir mig og þegar kemur að henni hef ég verið meira fyrir Battlefield í gegnum árin. Þá hef ég ekkert sérstaklega mikla trú á að CODBOCW eigi í raun séns í Call of Duty: Warzone. Í fyrsta lagi þá er Warzone ókeypis og í öðru lagi, þá er Warzone fáránlega skemmtilegt. Það er ekkert að ástæðulausu að fjölspilun Call of Duty er eins vinsæl og hún er. Í þessum leik er fjölspilunin í hefðbundnari sniði en hún hefur þó verið dregin saman miðað við Modern Warfare. Borð eru tiltölulega fá, alls átta, og þetta virðist allt hrárra, ef svo má að orði komast. Mörg borðanna virðast tóm. Hið hefðbundna Team Deathmatch er þarna, þar sem tvö lið keppast um að myrða fleiri andstæðinga sína en hitt liðið. Domination, þar sem lið keppast um að halda tilteknum svæðum og safna þannig stigum. Kill Confirmed og Search and Destroy eru þarna líka. Þetta er allt voða hefðbundið og það nýja sem hefur verið bætt við skilar litlu. Treyarch hefur bætt við spilunarmöguleikum eins og Fireteam: Dirty Bomb, þar sem 40 spilarar í tíu hópum keppast um að drepa óvini, safna úraníumi og sprengja kjarnorkusprengjur. Þetta er voða svipað og Warzone Plunder, bara með úraníum í stað peninga og með kjarnorkusprengjum. Annar nýr spilunarmöguleiki er Combined Arms: Assault. Þar bætast við farartæki eins og snjósleðar og skriðdrekar. Frekari upplýsingar um hvernig hver spilunarmöguleiki gengur fyrir sig má finna hér á síðu COD. Uppvakningahluti Black Ops hefur ekki breyst mikið.Activision Svipaðir uppvakningar Það að drepa uppvakninga í COD hefur ekki tekið miklum breytingum í gegnum árin. Maður þarf að lifa af bylgjur sífellt öflugari uppvakninga, safna peningum fyrir vopnum og búnaði til að geta drepið fleiri uppvakninga og opnað fleiri svæði í uppvakningaborðunum. Ég hef aldrei verið sérlega mikill áhugamaður um þessa tilteknu uppvakninga og kenni ég ömurlegum vinum mínum um það. Það er auðvitað lang skemmtilegast að endrudrepa uppvakninga í góðra vina hópi. Mér finnst samt eins og það sé búið að gera aðilum eins og mér auðveldara að spila Zombies. Viðmótið er þægilegra og það er jafnvel búið að bæta við svokölluðum waypoints, stundum. Samantekt-ish Ég eiginlega elska einspilun CODBOCW, ef ég á að segja eins og er. Hún tekur ekki nema nokkrar klukkustundir og er meira og minna eins og ein stór rússíbanareið. Eins og Call of Duty-leikir eiga að vera. Algerlega öfugt við leiki eins og Assassins Creed, þá er Call of Duty góður leikur til að grípa í og skemmta sér vel í. Hann krefst ekki mikillar skuldbindingar. COD er gullstaðallinn þegar kemur að skot-/hasarleikjum og Black Ops gefur ekkert eftir þar. Ég verð samt að segja að stærð síðustu COD-leikja er furðulega mikil og leiðinleg. Þá hafa margir eigendur PS5 tölva lent í smá vandræðum og geta ekki spilað PS5 útgáfu leiksins. Ég er einn þeirra. Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Assassin's Creed Valhalla: Með betri leikjum seríunnar og löðrandi í íslensku Assassins's Creed Valhalla er meðal skemmtilegri AC-leikja sem ég hef spilað. Sagan er áhugaverðari en hún hefur verið lengi og leikurinn lítur mjög vel út, þó hann hefði haft gott af frekari fínpússun. 16. nóvember 2020 08:46 Playstation 5: Stórt stökk fram á við í grafík og hraða Það er langt síðan mér hefur liðið jafn mikið eins og krakka aftur 9. nóvember 2020 10:19 Spider-Man: Miles Morales - Hinn nýi Spider-Man er jafnvel flottari og skemmtilegri en sá fyrri á PS5 Spider-Man: Miles Morales er þrusugóður leikur, þó hann sé í raun eingöngu viðbót við hinn feykigóða leik Spider-Man. 7. nóvember 2020 10:00 Watch Dogs Legion: Áhugaverður og í senn ekki Það er margt við Watch Dogs Legion sem mér þykir merkilegt og áhugavert. Þar má helst nefna að hægt sé að spila leikinn sem hvaða íbúi London sem er og hvað það er gaman að valda usla í borginni. 6. nóvember 2020 08:45 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Það er eins og vitrir menn og konur segja. Maður veit ekki hvað maður á fyrr en maður hefur misst það, eða eitthvað svoleiðis. Ég var ekki búinn að spila Call of Duty: Black Ops - Cold War lengi þegar ég áttaði mig á því hvað ég hafði saknað góðrar COD einspilunar. Hasarinn, spennan og sjónarspilið. Ég hafði saknað þess mjög mikið. Með bros á vör rigndi ég eldflaugum yfir kommúnistaskæruliða í Víetnam. Hlæjandi, skaut ég stórri pílu í hnakka semi-saklausrar konu og svo mætti lengi telja. Í CODBOCW, þetta nafn, er kalda stríðið í fullum gangi og hrottalegur hryðjuverkamaður hefur komið höndum yfir kjarnorkusprengju. Það er því á ábyrgð Ronald Reagan og leynihermanna hans í CIA að brjóta öll alþjóðalög sem þeir geta og í senn bjarga heiminum frá tortímingu með því að skjóta heiminn í drasl. Ég geri ekki ráð fyrir að margir sem lesi þetta, viti ekki hvað Call of Duty er. Ef svo er, þá vil ég óska þér til hamingju með að vera vaknaður úr dáinu og/eða laus úr einhvers konar Oldboy-stíls fangelsun. Nei, hann var reyndar með sjónvarp. Þið skiljið hvað ég er að fara. Fyrsti Call of Duty leikurinn kom út árið 2003 og síðan þá hefur komið út heill haugur af þessum leikjum. Ég hef líklega haft gaman af þeim öllum. Flestum allavega. Síðasti Black Ops leikur kom út fyrir tveimur árum. Hann innihélt þó enga einspilun heldur eingöngu Multiplayer og Battle Royale, sem þá hét Blackout. Ég saknaði einspilunarinnar líka þá og sagði að þó saga leikjanna væri sjaldan frábær, væri hún alltaf mjög skemmtileg. Það er satt. Ég ætla að beina mestri minni athygli að einspilunarhluta leiksins í þessari umfjöllun. Vesturveldin í hættu, aftur Sagan gerist í beinu framhaldi af Black Ops 1, frá 2010. Leikurinn hefst árið 1981 þar sem starfsmenn CIA eru að ræða sín á milli um hinn skuggalega Perseus, sem enginn virðist vita hver er. Perseus hefur sett sér það markmið að rústa vestrænni siðmenningu og það þarf að stöðva hann. Það er erfitt að hafa ekki gaman af því sjónarspili sem einspilunarhluti leiksins er.Activision Gömlu jálkarnir Mason, Woods og Hudson snúa aftur og er myndað teymi sérfræðinga til að stöðva Perseus. Það eru fleiri kunnuleg andlit úr söguheimi COD í leiknum og úr raunveruleikanum líka. Þá komum við að nýbreytni í COD, þar sem spilarar fá að búa til eigin persónu til að spila að mestu leyti. Samúel „Bell“ Ólason er harðkjarna útsendari MI6 sem barðist þó með CIA í Víetnam. Hann er atvinnumaður í alla staði mjög stöðugur. Þar er ég að vísa til þeirra „perks“ sem ég valdi fyrir minn mann, sem gera honum mögulegt að ganga hratt um þrátt fyrir að hann sé að miða byssu og draga úr bakslagi byssa sem hann notar. Það er í grunninn það eina sem maður getur ráðið um sína persónu en mér þykir þetta áhugaverð þróun sem gæti við meiri í komandi COD-leikjum. Ekki alfarið línuleg saga Saga leiksins er líka ekki alfarið línuleg, eins og í öðrum COD-leikjum, og maður getur tekið ákvarðanir sem hafa áhrif á söguna. Ofan á það eru vísbendingar í borðum leiksins sem maður þarf að finna og leysa gátur í kringum þær til að spila sérstök hliðarborð leiksins. Þetta er allt saman mjög spæjó. Talandi um vísbendingar, þá snýst leikurinn mikið um þær. Á milli borða fer maður í sérstakan bílskúr þar sem maður getur rætt við aðra meðlimi teymisins og skoðað þær vísbendingar sem búið er að safna um Perseus. Sömuleiðis er hægt að spila borð leiksins aftur. Í fljótu bragði er ég nokkuð viss um að ég hafi alltaf skemmt mér yfir einspilun í COD. Jafnvel í leiknum Infinite Warfare, sem var ekki tekið vel á sínum tíma. Einspilunin í CODBOCW er mjög skemmtileg. Verkefnin eru fjölbreytt og það er erfitt að eiga ekki góða stund. Leikurinn skapar góðan tíðaranda í kalda stríðinu og vopnin eru þar að auki í takt við tímann. Ef það er eitthvað sem COD gerir vel, þá er það vopn. Þau eru fjölbreytt og hljóðið í þeim er alltaf gott. Black Ops gerir byssur vel, eins og allir aðrir COD-leikir.Activision Meðal skemmtilegri hluta einspilunar leiksins eru borð þar sem maður þarf að laumast um og leysa ýmisleg verkefni. Þau geta verið þrususkemtileg og krefjandi. Þar þarf einnig að taka ákvarðanir sem geta haft áhrif á framvindu mála. Allt þetta eykur endurspilunargildi einspilunarinnar, sem er jákvætt í mínum huga. Sama fjölspilunin Þegar kemur að fjölspilun leiksins verð ég að taka fram að ég er einn þeirra fáu sem virðist hafa meira gaman af einspiluninni en fjölspiluninni. Fjölspilun Call of Duty hefur einhvern veginn aldrei gert það mikið fyrir mig og þegar kemur að henni hef ég verið meira fyrir Battlefield í gegnum árin. Þá hef ég ekkert sérstaklega mikla trú á að CODBOCW eigi í raun séns í Call of Duty: Warzone. Í fyrsta lagi þá er Warzone ókeypis og í öðru lagi, þá er Warzone fáránlega skemmtilegt. Það er ekkert að ástæðulausu að fjölspilun Call of Duty er eins vinsæl og hún er. Í þessum leik er fjölspilunin í hefðbundnari sniði en hún hefur þó verið dregin saman miðað við Modern Warfare. Borð eru tiltölulega fá, alls átta, og þetta virðist allt hrárra, ef svo má að orði komast. Mörg borðanna virðast tóm. Hið hefðbundna Team Deathmatch er þarna, þar sem tvö lið keppast um að myrða fleiri andstæðinga sína en hitt liðið. Domination, þar sem lið keppast um að halda tilteknum svæðum og safna þannig stigum. Kill Confirmed og Search and Destroy eru þarna líka. Þetta er allt voða hefðbundið og það nýja sem hefur verið bætt við skilar litlu. Treyarch hefur bætt við spilunarmöguleikum eins og Fireteam: Dirty Bomb, þar sem 40 spilarar í tíu hópum keppast um að drepa óvini, safna úraníumi og sprengja kjarnorkusprengjur. Þetta er voða svipað og Warzone Plunder, bara með úraníum í stað peninga og með kjarnorkusprengjum. Annar nýr spilunarmöguleiki er Combined Arms: Assault. Þar bætast við farartæki eins og snjósleðar og skriðdrekar. Frekari upplýsingar um hvernig hver spilunarmöguleiki gengur fyrir sig má finna hér á síðu COD. Uppvakningahluti Black Ops hefur ekki breyst mikið.Activision Svipaðir uppvakningar Það að drepa uppvakninga í COD hefur ekki tekið miklum breytingum í gegnum árin. Maður þarf að lifa af bylgjur sífellt öflugari uppvakninga, safna peningum fyrir vopnum og búnaði til að geta drepið fleiri uppvakninga og opnað fleiri svæði í uppvakningaborðunum. Ég hef aldrei verið sérlega mikill áhugamaður um þessa tilteknu uppvakninga og kenni ég ömurlegum vinum mínum um það. Það er auðvitað lang skemmtilegast að endrudrepa uppvakninga í góðra vina hópi. Mér finnst samt eins og það sé búið að gera aðilum eins og mér auðveldara að spila Zombies. Viðmótið er þægilegra og það er jafnvel búið að bæta við svokölluðum waypoints, stundum. Samantekt-ish Ég eiginlega elska einspilun CODBOCW, ef ég á að segja eins og er. Hún tekur ekki nema nokkrar klukkustundir og er meira og minna eins og ein stór rússíbanareið. Eins og Call of Duty-leikir eiga að vera. Algerlega öfugt við leiki eins og Assassins Creed, þá er Call of Duty góður leikur til að grípa í og skemmta sér vel í. Hann krefst ekki mikillar skuldbindingar. COD er gullstaðallinn þegar kemur að skot-/hasarleikjum og Black Ops gefur ekkert eftir þar. Ég verð samt að segja að stærð síðustu COD-leikja er furðulega mikil og leiðinleg. Þá hafa margir eigendur PS5 tölva lent í smá vandræðum og geta ekki spilað PS5 útgáfu leiksins. Ég er einn þeirra.
Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Assassin's Creed Valhalla: Með betri leikjum seríunnar og löðrandi í íslensku Assassins's Creed Valhalla er meðal skemmtilegri AC-leikja sem ég hef spilað. Sagan er áhugaverðari en hún hefur verið lengi og leikurinn lítur mjög vel út, þó hann hefði haft gott af frekari fínpússun. 16. nóvember 2020 08:46 Playstation 5: Stórt stökk fram á við í grafík og hraða Það er langt síðan mér hefur liðið jafn mikið eins og krakka aftur 9. nóvember 2020 10:19 Spider-Man: Miles Morales - Hinn nýi Spider-Man er jafnvel flottari og skemmtilegri en sá fyrri á PS5 Spider-Man: Miles Morales er þrusugóður leikur, þó hann sé í raun eingöngu viðbót við hinn feykigóða leik Spider-Man. 7. nóvember 2020 10:00 Watch Dogs Legion: Áhugaverður og í senn ekki Það er margt við Watch Dogs Legion sem mér þykir merkilegt og áhugavert. Þar má helst nefna að hægt sé að spila leikinn sem hvaða íbúi London sem er og hvað það er gaman að valda usla í borginni. 6. nóvember 2020 08:45 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Assassin's Creed Valhalla: Með betri leikjum seríunnar og löðrandi í íslensku Assassins's Creed Valhalla er meðal skemmtilegri AC-leikja sem ég hef spilað. Sagan er áhugaverðari en hún hefur verið lengi og leikurinn lítur mjög vel út, þó hann hefði haft gott af frekari fínpússun. 16. nóvember 2020 08:46
Playstation 5: Stórt stökk fram á við í grafík og hraða Það er langt síðan mér hefur liðið jafn mikið eins og krakka aftur 9. nóvember 2020 10:19
Spider-Man: Miles Morales - Hinn nýi Spider-Man er jafnvel flottari og skemmtilegri en sá fyrri á PS5 Spider-Man: Miles Morales er þrusugóður leikur, þó hann sé í raun eingöngu viðbót við hinn feykigóða leik Spider-Man. 7. nóvember 2020 10:00
Watch Dogs Legion: Áhugaverður og í senn ekki Það er margt við Watch Dogs Legion sem mér þykir merkilegt og áhugavert. Þar má helst nefna að hægt sé að spila leikinn sem hvaða íbúi London sem er og hvað það er gaman að valda usla í borginni. 6. nóvember 2020 08:45