Uppgjör kynslóðanna í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2020 10:31 Bjarni og félagar í Dusty ætla sér sigur á Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar. dusty Á sunnudaginn mætast ungt lið Dusty og reynsluboltarnir í Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. „Ég er bara mjög spenntur og hlakka til að spila,“ sagði Bjarni Þór Guðmundsson, fyrirliði Dusty, í samtali við Vísi. „Í átta liða úrslitunum mættum við Samviskunni og Þór í undanúrslitunum. Við unnum alla leikina okkar. Við unnum 2-0 á móti Þór sem var erfiður leikur og líka 2-0 á móti Samviskunni sem var létt,“ sagði Bjarni um leið Dusty í úrslitaleikinn. Eins og áður sagði eru Bjarni og félagar ungir að árum. Þrír í liði Dusty eru nítján ára og tveir tvítugir. Á meðan eru leikmenn Hafsins talsvert eldri. „Við erum langyngstir í Vodafone-deildinni,“ sagði Bjarni. „Við erum að fara að spila á móti gaurum sem hafa spilað í fimmtán ár.“ Reynslumiklir þrátt fyrir ungan aldur Aðspurður hvort líta megi á úrslitaleikinn á sunnudaginn sem eins konar kynslóðauppgjör í íslenska CounterStrike heiminum segir Bjarni svo vera. „Já, það mætti segja það. Við erum allt öðruvísi spilarar. Þeir ólust upp á allt öðrum tíma en við. Það er samt ekki hægt að segja að það sé munur á reynslu þar sem við höfum verið í öllum úrslitum sem hafa verið undanfarin tvö og hálft ár,“ sagði Bjarni. „Það er einhver munur á okkur en við höfum spilað lengi en á lægra stigi.“ Bjarni segir að kjarninn í liði Dusty hafi spilað saman síðan í ágúst á síðasta ári. Hann hafi sjálfur byrjað að spila seinni hluta árs 2015 en hinir í liðinu fyrr. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 18:00. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Á sunnudaginn mætast ungt lið Dusty og reynsluboltarnir í Hafinu í úrslitaleik Vodafone-deildarinnar í CS:GO. „Ég er bara mjög spenntur og hlakka til að spila,“ sagði Bjarni Þór Guðmundsson, fyrirliði Dusty, í samtali við Vísi. „Í átta liða úrslitunum mættum við Samviskunni og Þór í undanúrslitunum. Við unnum alla leikina okkar. Við unnum 2-0 á móti Þór sem var erfiður leikur og líka 2-0 á móti Samviskunni sem var létt,“ sagði Bjarni um leið Dusty í úrslitaleikinn. Eins og áður sagði eru Bjarni og félagar ungir að árum. Þrír í liði Dusty eru nítján ára og tveir tvítugir. Á meðan eru leikmenn Hafsins talsvert eldri. „Við erum langyngstir í Vodafone-deildinni,“ sagði Bjarni. „Við erum að fara að spila á móti gaurum sem hafa spilað í fimmtán ár.“ Reynslumiklir þrátt fyrir ungan aldur Aðspurður hvort líta megi á úrslitaleikinn á sunnudaginn sem eins konar kynslóðauppgjör í íslenska CounterStrike heiminum segir Bjarni svo vera. „Já, það mætti segja það. Við erum allt öðruvísi spilarar. Þeir ólust upp á allt öðrum tíma en við. Það er samt ekki hægt að segja að það sé munur á reynslu þar sem við höfum verið í öllum úrslitum sem hafa verið undanfarin tvö og hálft ár,“ sagði Bjarni. „Það er einhver munur á okkur en við höfum spilað lengi en á lægra stigi.“ Bjarni segir að kjarninn í liði Dusty hafi spilað saman síðan í ágúst á síðasta ári. Hann hafi sjálfur byrjað að spila seinni hluta árs 2015 en hinir í liðinu fyrr. Viðureign Hafsins og Dusty verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 18:00.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira