Honda nær þriðja stigi í sjálfsaksturstækni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. nóvember 2020 07:01 Honda Legend er fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn sem nær þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda er því fyrsti bílaframleiðandinn til að fá að fjöldaframleiða bíl búinn þessari tækni. Þriðja stigs sjálfsaksturstæknin verður prófuð í fólksbílnum Honda Legend og stefnir japanski bílaframleiðandinn að því að bíllinn komi á markað í mars á næsta ári. Honda Legend verður þannig fær að taka sjálfvirkt fram úr öðrum bílum í þungri umferð. Kerfið hjá Honda ber heitið Traffic Jam Pilot. Tæknistig sjálfsaksturs bíla eru fimm og er Honda Legend eins og áður með þriðja stigs sjálfvirkni en stig fimm þýðir að bíllinn sé alsjálfvirkur. Nokkrir bílaframleiðendur m.a. Tesla og General Motors eru komin með 2 stigs sjálfvirkni í sína bíla sem þýðir að Honda er komið fremst allra framleiðenda í þessari tækni. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent
Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð, segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Honda er því fyrsti bílaframleiðandinn til að fá að fjöldaframleiða bíl búinn þessari tækni. Þriðja stigs sjálfsaksturstæknin verður prófuð í fólksbílnum Honda Legend og stefnir japanski bílaframleiðandinn að því að bíllinn komi á markað í mars á næsta ári. Honda Legend verður þannig fær að taka sjálfvirkt fram úr öðrum bílum í þungri umferð. Kerfið hjá Honda ber heitið Traffic Jam Pilot. Tæknistig sjálfsaksturs bíla eru fimm og er Honda Legend eins og áður með þriðja stigs sjálfvirkni en stig fimm þýðir að bíllinn sé alsjálfvirkur. Nokkrir bílaframleiðendur m.a. Tesla og General Motors eru komin með 2 stigs sjálfvirkni í sína bíla sem þýðir að Honda er komið fremst allra framleiðenda í þessari tækni.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent