Það fór auðvitað þannig að Conor McGregor var ekki hættur enda ekki í fyrsta sinn sem hann dregur slíka yfirlýsingu til baka.
Conor McGregor gaf það út á heimasíðu sinni í gær að hann væri búinn að gera samning um bardaga á móti Dustin Poirier í janúar.
Conor og Dustin Poirier eiga eftir að staðfesta hvar bardaginn fer fram þann 23. janúar næstkomandi en líklegast er að hann verði í Abú Dabí.
Conor McGregor comes out of retirement again for rematch with Dustin Poirierhttps://t.co/G9GE6sWsLj pic.twitter.com/RvBQS7wZEm
— Independent Sport (@IndoSport) November 20, 2020
Conor McGregor er orðinn 32 ára gamall og tilkynnti það í júní síðastliðnum að hann væri hættur keppni. Hann barðist síðast við Donald Cerrone í janúar og fagnaði þá sigri.
Conor tilkynnti einnig að hann væri hættur bæði 2016 og 2019 en skipti síðan um skoðun og hefur nú gert það í þriðja sinn á ferlinum. Það missti því enginn andlitið við að lesa þessar fréttir.
McGregor hefur barist áður við Dustin Poirier en hann kláraði hann í fyrstu lotu árið 2014.
„Ég er mjög þakklátur fyrir það að geta snúið aftur og fá að gera það sem ég elska,“ sagði Conor McGregor í yfirlýsingu sinni.
BREAKING: Conor McGregor (@thenotoriousmma) has signed his bout agreement for his rematch with Dustin Poirier for January 23. pic.twitter.com/2Pmh4MdZyj
— TheMacLife (@Maclifeofficial) November 19, 2020