MOM Air lokaverkefni í Listaháskóla Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 21:19 Oddur Eysteinn Friðriksson, stofnandi eða heldur skapari MOM Air. Odee Flugfélagið MOM Air, eða gjörningurinn réttara sagt, er hluti af verkefni sem listneminn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee, vinnur nú að í námi sínu við Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Oddi. Verkið var til sýnis í dag í listarýminu Open, en Oddur hóf nám í myndlist við Listaháskóla Íslands í haust. Hann segir að hann hafi skapað MOM Air í undirbúningsvinnu fyrir lokaverkefni sitt og að það hafi tekið um tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis. Eins og sjá má er verkefnið hér til sýnis á sýningu Listaháskóla Íslands í listarýminu Open.Odee Honum hafi á einum tímapunkti borist tilboð um kaup á flugvélaflota, flugvallastæði og boð um markaðssetningaraðstoð frá alþjóðlegu stórfyrirtæki. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli, bæði hér á Íslandi og erlendis. Fjölmiðlum barst þann 5. nóvember síðastliðinn tilkynning um yfirvofandi stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags og vakti alla helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Meðal annars var bent á að merki félagsins, MOM Air, væri það sama og merki WOW air sáluga, en búið væri að snúa W-unum tveimur við þannig að þau mynduðu M og úr yrði MOM Air. Oddur segir í tilkynningu til fréttastofu að ástæðan að baki gjörningnum sé augljós. Það fari þó eftir því hvernig fólk nálgist verkið, sem sé marglaga og fullt merkingar. „Það mun taka mig margar mánuði að greina allar þær upplýsingar sem ég hef fengið til þess að nýta í listaverk í framtíðinni,“ segir Oddur. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Flugfélagið MOM Air, eða gjörningurinn réttara sagt, er hluti af verkefni sem listneminn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee, vinnur nú að í námi sínu við Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Oddi. Verkið var til sýnis í dag í listarýminu Open, en Oddur hóf nám í myndlist við Listaháskóla Íslands í haust. Hann segir að hann hafi skapað MOM Air í undirbúningsvinnu fyrir lokaverkefni sitt og að það hafi tekið um tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis. Eins og sjá má er verkefnið hér til sýnis á sýningu Listaháskóla Íslands í listarýminu Open.Odee Honum hafi á einum tímapunkti borist tilboð um kaup á flugvélaflota, flugvallastæði og boð um markaðssetningaraðstoð frá alþjóðlegu stórfyrirtæki. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli, bæði hér á Íslandi og erlendis. Fjölmiðlum barst þann 5. nóvember síðastliðinn tilkynning um yfirvofandi stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags og vakti alla helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Meðal annars var bent á að merki félagsins, MOM Air, væri það sama og merki WOW air sáluga, en búið væri að snúa W-unum tveimur við þannig að þau mynduðu M og úr yrði MOM Air. Oddur segir í tilkynningu til fréttastofu að ástæðan að baki gjörningnum sé augljós. Það fari þó eftir því hvernig fólk nálgist verkið, sem sé marglaga og fullt merkingar. „Það mun taka mig margar mánuði að greina allar þær upplýsingar sem ég hef fengið til þess að nýta í listaverk í framtíðinni,“ segir Oddur.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira