Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. nóvember 2020 22:18 Þó svo að sambandformið fjölástir (polyamory) virðist vera æ algengara á Íslandi á síðustu árum eru enn ekki til samtök sem halda utan um samfélag fjölkærra. Getty „Ég elska alla“ söng Shady Owens söngkona Hljóma svo eftirminnilega á sjöunda áratugnum. Í hefðbundnum sambandsformum og því sambandformi sem við þekkjum best í vestrænum heimi, þá eru tveir aðilar í ástarsambandi, tveir í hjónabandi. Skilgreiningin á fjölástum er hins vegar sú að þú getur verið í ástarsambandi með fleiri en einum aðila í einu. Grundvallaratriðið er opin og upplýst samskipti allra aðila. Fjölástarsambönd geta verið ýmiskonar. Ein manneskja getur átt kærasta og kærustur án þess að þeir aðilar séu í sambandi. Einnig geta tveir eða fleiri verið í sama sambandinu. Fólk ákveður reglur fyrir samböndin og mikilvægt að það sé í fullu samráði við alla aðila. Makamál tóku viðtal við íslenska konu fyrir stuttu en sjálf skilgreinir hún sig sem fjölkæra (poly). Hún er gift, á kærasta og nokkra elskhuga en býr ein. Að vera í fjölástarsambandi (polyamory) kallast að vera fjölkær (poly). Á Íslandi eru engin skilgreind samtök sem halda utan um samfélag fjölkærra einstaklinga svo að ekki er hægt að segja með vissu hversu stór hluti samfélagsins skilgreinir sig sem fjölkæra. Þó ber fólki saman um að þetta samfélag fari vaxandi hér á landi og að æ fleiri einstaklingar reyni fyrir sér í fjölkærum samböndum. Einn helsti misskilningurinn varðandi fjölástarsambönd er að rugla því saman við framhjáhald. Þegar þú ert fjölkær og ert í ástarsambandi þá er allt uppi á borðum og gerir fólk með sér einhvers konar sambandssamning. Brot og svik á þessum samning má þó skilgreina sem framhjáhald. Makamál gerðu á dögunum könnun þar sem lesendur Vísis voru spurðir um vitneskju sína á sambandsforminu fjölástum. Um þúsund manns tóku þátt í könnuninni og ef marka má niðurstöðurnar mætti segja að stór hluti lesenda hafi einhverja þekkingu á fjölástum en aðeins 19% sögðust aldrei hafa heyrt um sambandsformið. Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Niðurstöður* Já, ég er í fjölástarsambandi - 8% Já, ég veit hvað það er - 51% Já, en ekki mikið - 22% Nei, hef aldrei heyrt um fjölástir -19% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Umsjónamaður Makamála mætti í Brennsluna á FM 957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan. Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Mikill áhugi á swing-senunni Í kjölfar umfjöllunar um makaskipti voru lesendur Vísis spurðir hvort þeir hefðu áhuga á swing-senunni í Spurningu vikunnar. 14. nóvember 2020 07:56 Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Að fá að elska þau sem þú vilt á þann hátt sem þú vilt er líklega ein besta útskýringin á því hvað fjölástir eru. Fjölástir snúast ekki um kynlíf eins og swing-senan heldur ást og tilfinningar. 13. nóvember 2020 09:04 Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? Makamál Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Ég elska alla“ söng Shady Owens söngkona Hljóma svo eftirminnilega á sjöunda áratugnum. Í hefðbundnum sambandsformum og því sambandformi sem við þekkjum best í vestrænum heimi, þá eru tveir aðilar í ástarsambandi, tveir í hjónabandi. Skilgreiningin á fjölástum er hins vegar sú að þú getur verið í ástarsambandi með fleiri en einum aðila í einu. Grundvallaratriðið er opin og upplýst samskipti allra aðila. Fjölástarsambönd geta verið ýmiskonar. Ein manneskja getur átt kærasta og kærustur án þess að þeir aðilar séu í sambandi. Einnig geta tveir eða fleiri verið í sama sambandinu. Fólk ákveður reglur fyrir samböndin og mikilvægt að það sé í fullu samráði við alla aðila. Makamál tóku viðtal við íslenska konu fyrir stuttu en sjálf skilgreinir hún sig sem fjölkæra (poly). Hún er gift, á kærasta og nokkra elskhuga en býr ein. Að vera í fjölástarsambandi (polyamory) kallast að vera fjölkær (poly). Á Íslandi eru engin skilgreind samtök sem halda utan um samfélag fjölkærra einstaklinga svo að ekki er hægt að segja með vissu hversu stór hluti samfélagsins skilgreinir sig sem fjölkæra. Þó ber fólki saman um að þetta samfélag fari vaxandi hér á landi og að æ fleiri einstaklingar reyni fyrir sér í fjölkærum samböndum. Einn helsti misskilningurinn varðandi fjölástarsambönd er að rugla því saman við framhjáhald. Þegar þú ert fjölkær og ert í ástarsambandi þá er allt uppi á borðum og gerir fólk með sér einhvers konar sambandssamning. Brot og svik á þessum samning má þó skilgreina sem framhjáhald. Makamál gerðu á dögunum könnun þar sem lesendur Vísis voru spurðir um vitneskju sína á sambandsforminu fjölástum. Um þúsund manns tóku þátt í könnuninni og ef marka má niðurstöðurnar mætti segja að stór hluti lesenda hafi einhverja þekkingu á fjölástum en aðeins 19% sögðust aldrei hafa heyrt um sambandsformið. Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Niðurstöður* Já, ég er í fjölástarsambandi - 8% Já, ég veit hvað það er - 51% Já, en ekki mikið - 22% Nei, hef aldrei heyrt um fjölástir -19% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Umsjónamaður Makamála mætti í Brennsluna á FM 957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Tengdar fréttir Mikill áhugi á swing-senunni Í kjölfar umfjöllunar um makaskipti voru lesendur Vísis spurðir hvort þeir hefðu áhuga á swing-senunni í Spurningu vikunnar. 14. nóvember 2020 07:56 Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Að fá að elska þau sem þú vilt á þann hátt sem þú vilt er líklega ein besta útskýringin á því hvað fjölástir eru. Fjölástir snúast ekki um kynlíf eins og swing-senan heldur ást og tilfinningar. 13. nóvember 2020 09:04 Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? Makamál Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Mikill áhugi á swing-senunni Í kjölfar umfjöllunar um makaskipti voru lesendur Vísis spurðir hvort þeir hefðu áhuga á swing-senunni í Spurningu vikunnar. 14. nóvember 2020 07:56
Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Að fá að elska þau sem þú vilt á þann hátt sem þú vilt er líklega ein besta útskýringin á því hvað fjölástir eru. Fjölástir snúast ekki um kynlíf eins og swing-senan heldur ást og tilfinningar. 13. nóvember 2020 09:04
Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík „Við ræddum það að skilja en okkur fannst það svo fáránlegt því við vildum halda áfram að styðja hvort annað, vera fjölskylda og eiga ástina okkar áfram,“ segir Sandra í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2020 21:31