Dusty Stórmeistarar Bjarni Bjarnason skrifar 23. nóvember 2020 07:34 Úrslitaleikur Stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Fersk uppstilling hjá reynsluboltunum í Hafinu spilaði gegn liði deildarmeistaranna, Dusty. Eftir tvo hörkuspennandi leiki í kortunum Vertigo og Dust2 stóðu Dusty uppi sem Stórmeistarar. Vertigo, fyrsta kort, val Dusty Í kortavali Dusty, Vertigo, lak Hafið af stað. Í upphafslotum sem oftar en ekki einkennast af hraða var sóknarleikur(terrorist) Hafsins skipulagður og vandvirkur. Sigldi Hafið upphafslotunum heim en Dusty lét þá borga fyrir þær. Var það mikilvæg opnunarfellu hjá StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og glæsileg móttakan hjá EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) sem kom Dusty á blað. Eftir blóðugar upphafslotur var þetta allt sem þurfti til að fella efnahaginn hjá Hafinu. Með fjárhagslegt forskot og fullan útbúnað jafnaði Dusty leikinn og tók að lokum forustuna. Leikstjórnandi Hafsins Auddzh (Auðunn Rúnar Gissurarson) rak þó sína menn áfram með harðri hendi og leiddi með fordæmi. Með vandaðri spilamennsku tókst þeim að koma til baka og fóru þrjár mikilvægar lotur beint í sjóinn. Staðan í hálfleik Dusty 8 – 7 Hafið Dusty tók upphafslotuna með fullkomlega tímasettri klemmusókn. Önnur lota var blóðug en þar stóð Hafliðinn b0ndi (Páll Sindri Einarsson) uppi eftir að hafa verið einn eftir á móti fjórum leikmönnum Dusty. Lotan féll þó Dusty í vil þar sem ekki fannst tími til að aftengja sprengjuna. Það var ekki fyrr en Dusty lenti á kletti að nafni dell1 (Sverrir Hjaltested) sem að sóknarleikurinn brotnaði. Þær tvær lotur sem að Hafið tengdi saman má skrifa skuldlaust á hann. Þriðja lotan sem hefði komið Hafinu aftur inn í leikinn virtist vera í höfn þegar þeir voru í yfirtölu tveir gegn einum. Blessunarlega fyrir Dusty var það Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) gegn Hafinu. Með frábærum töktum yfirspilaði hann báða leikmenn Hafsins og færði Dusty gífurlega mikilvæga lotu. Sóknarleikurinn hjá Dusty næstu loturnar var það þéttur að ekki dropi komst í gegn og var sigurinn þeirra. Lokastaðan Dusty 16 – 10 Hafið Dust2, annað kort, val Hafsins Dusty hóf leikinn í vörn(counter-terrorist). Með djarfri pressuvörn þar sem hárfínt mið StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) skipti sköpum tók Dusty fyrstu lotuna. Hafið var þó fljótt að svara og var barist grimmilega um hverja lotu. Í leikhluta þar sem ekkert var gefið eftir og allir leikmenn stóðu undir sínu. Þá voru það leikstjórnendurnir sem stóðu upp úr. Auddzh (Auðunn Rúnar Gissurarson) náði Dusty ítrekað þegar þeir áttu minnst von á því með vel tímasettri pressu. En Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) leikstjórnandi Dusty barði tennurnar úr sóknarleik Hafsins við hvert tækifæri. Staðan í hálfleik Dusty 8 – 7 Hafið Seinni hálfleikur gaf þeim fyrri ekkert eftir. Hafið vann upphafsloturnar með þéttum varnarleik sem Dusty fann engar glufur á. Er leið á tókst Dusty þó fullvopnuðum að skjóta göt varnarleik Hafsins. Næstu lotur féllu Dusty í vil einkenndust af þéttu samspili og vel framkvæmdum sóknarfléttum. Hafið var þó fljótt að finna krók á móti bragði, með allee (Alfreð Leó Svansson) í stóru hlutverki á svæði A og leiklæsi seildust þeir eftir stjórninni á leiknum. Reynslumiklir Dusty menn sáu í hvað stefndi og breyttu því takti leiksins. Með hraðri klemmusókn á svæði B komu þeir Hafinu í opna skjöldu. Setti þessi lota varnarleik Hafsins á hælanna. Dusty gáfu Hafinu ekki tækifæri á að ná aftur taki á leiknum og stálu kortinu þeirra af þeim. Lokastaðan Dusty 16 – 12 Hafið Eftir stórglæsilegt tímabil standa liðsmenn Dusty með titla í báðum höndum. Óumdeilanlega besta lið á Íslandi í dag, deildar- og Stórmeistarar Vodafonedeildarinnar. Vodafone-deildin Dusty Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Úrslitaleikur Stórmeistaramóts Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Fersk uppstilling hjá reynsluboltunum í Hafinu spilaði gegn liði deildarmeistaranna, Dusty. Eftir tvo hörkuspennandi leiki í kortunum Vertigo og Dust2 stóðu Dusty uppi sem Stórmeistarar. Vertigo, fyrsta kort, val Dusty Í kortavali Dusty, Vertigo, lak Hafið af stað. Í upphafslotum sem oftar en ekki einkennast af hraða var sóknarleikur(terrorist) Hafsins skipulagður og vandvirkur. Sigldi Hafið upphafslotunum heim en Dusty lét þá borga fyrir þær. Var það mikilvæg opnunarfellu hjá StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) og glæsileg móttakan hjá EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) sem kom Dusty á blað. Eftir blóðugar upphafslotur var þetta allt sem þurfti til að fella efnahaginn hjá Hafinu. Með fjárhagslegt forskot og fullan útbúnað jafnaði Dusty leikinn og tók að lokum forustuna. Leikstjórnandi Hafsins Auddzh (Auðunn Rúnar Gissurarson) rak þó sína menn áfram með harðri hendi og leiddi með fordæmi. Með vandaðri spilamennsku tókst þeim að koma til baka og fóru þrjár mikilvægar lotur beint í sjóinn. Staðan í hálfleik Dusty 8 – 7 Hafið Dusty tók upphafslotuna með fullkomlega tímasettri klemmusókn. Önnur lota var blóðug en þar stóð Hafliðinn b0ndi (Páll Sindri Einarsson) uppi eftir að hafa verið einn eftir á móti fjórum leikmönnum Dusty. Lotan féll þó Dusty í vil þar sem ekki fannst tími til að aftengja sprengjuna. Það var ekki fyrr en Dusty lenti á kletti að nafni dell1 (Sverrir Hjaltested) sem að sóknarleikurinn brotnaði. Þær tvær lotur sem að Hafið tengdi saman má skrifa skuldlaust á hann. Þriðja lotan sem hefði komið Hafinu aftur inn í leikinn virtist vera í höfn þegar þeir voru í yfirtölu tveir gegn einum. Blessunarlega fyrir Dusty var það Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) gegn Hafinu. Með frábærum töktum yfirspilaði hann báða leikmenn Hafsins og færði Dusty gífurlega mikilvæga lotu. Sóknarleikurinn hjá Dusty næstu loturnar var það þéttur að ekki dropi komst í gegn og var sigurinn þeirra. Lokastaðan Dusty 16 – 10 Hafið Dust2, annað kort, val Hafsins Dusty hóf leikinn í vörn(counter-terrorist). Með djarfri pressuvörn þar sem hárfínt mið StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) skipti sköpum tók Dusty fyrstu lotuna. Hafið var þó fljótt að svara og var barist grimmilega um hverja lotu. Í leikhluta þar sem ekkert var gefið eftir og allir leikmenn stóðu undir sínu. Þá voru það leikstjórnendurnir sem stóðu upp úr. Auddzh (Auðunn Rúnar Gissurarson) náði Dusty ítrekað þegar þeir áttu minnst von á því með vel tímasettri pressu. En Bjarni (Bjarni Þór Guðmundsson) leikstjórnandi Dusty barði tennurnar úr sóknarleik Hafsins við hvert tækifæri. Staðan í hálfleik Dusty 8 – 7 Hafið Seinni hálfleikur gaf þeim fyrri ekkert eftir. Hafið vann upphafsloturnar með þéttum varnarleik sem Dusty fann engar glufur á. Er leið á tókst Dusty þó fullvopnuðum að skjóta göt varnarleik Hafsins. Næstu lotur féllu Dusty í vil einkenndust af þéttu samspili og vel framkvæmdum sóknarfléttum. Hafið var þó fljótt að finna krók á móti bragði, með allee (Alfreð Leó Svansson) í stóru hlutverki á svæði A og leiklæsi seildust þeir eftir stjórninni á leiknum. Reynslumiklir Dusty menn sáu í hvað stefndi og breyttu því takti leiksins. Með hraðri klemmusókn á svæði B komu þeir Hafinu í opna skjöldu. Setti þessi lota varnarleik Hafsins á hælanna. Dusty gáfu Hafinu ekki tækifæri á að ná aftur taki á leiknum og stálu kortinu þeirra af þeim. Lokastaðan Dusty 16 – 12 Hafið Eftir stórglæsilegt tímabil standa liðsmenn Dusty með titla í báðum höndum. Óumdeilanlega besta lið á Íslandi í dag, deildar- og Stórmeistarar Vodafonedeildarinnar.
Vodafone-deildin Dusty Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira