Katrín Tanja er komin af stað á ný: „Yasssss“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir er enn á Íslandi en mun hefja undirbúningstímabilið hér á landi. Instagram/@katrintanja Það styttist í nýtt ár og nýtt CrossFit tímabil og önnur besta CrossFit kona heims er búinn að skipta um gír eftir rólegar vikur. Það taka örugglega flestir undir skilaboð Anníe Mistar Þórisdóttur til vinkonu sinnar eftir nýjustu færslu Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Instagram. Það lítur allt út fyrir það að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé nú búin að fá nægilegan tíma til að jafna sig eftir heimsleikana í CrossFit. Katrín Tanja tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum 25. október síðastliðinn en við tóku rólegri dagar. Tímabilið var langt og strangt og reyndi mikið á Kartínu og þá var lokaspretturinn alvöru þolraun eftir mikla keyrslu í kringum heimsleikanna sem voru í tveimur hlutum fyrir þá sem komust í ofurúrslitin. Katrín Tanja hefur einbeitt sér að fjölskyldu og vinum undanfarnar vikur eftir að hún komst loksins til Íslands eftir átta mánaða fjarveru. Fylgjendur Katrínar Tönju hafa orðið varir við þetta frí hjá íslensku CrossFit stjörnunni en færslur tvo daga í röð sína það án nokkurs vafa að nú er komið að því að keyra sig aftur í gang enda styttist í nýtt tímabil. Það sést líka á færslunni að Katrín Tanja er farin að æfa af krafti á nýjan leik. „Er farin að æfa aftur af tiltölulega miklum krafti,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem þarf auðvitað að taka sér smá tíma til að komast aftur í sitt besta form. „Það fylgir því góð tilfinning að vera byrjuð á nýjan leik,“ skrifaði Katrín Tanja og ein sú fyrsta til að senda henni skilaboð var auðvitað Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist skrifaði „Yasssss“ og hvatti sína konu áfram. Anníe Mist er sjálf að koma sér af stað á nýjan leik eftir að hafa eignast barn í ágúst. Opni hluti heimsleikanna hefst í febrúar en þessar frábæru CrossFit konur geta samt ekki tryggt sig inn á heimsleikana þar heldur þurfa að gera það í gegnum annars konan undankeppni. Þær leita væntanlega uppi farseðilinn á heimsleikana á úrtökumóti í vor en auðvitað mun gangur kórónuveirufaraldurinn hafa hér áhrif. Hér fyrir neðan má sjá færslu Katrínar Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Það taka örugglega flestir undir skilaboð Anníe Mistar Þórisdóttur til vinkonu sinnar eftir nýjustu færslu Katrínar Tönju Davíðsdóttur á Instagram. Það lítur allt út fyrir það að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé nú búin að fá nægilegan tíma til að jafna sig eftir heimsleikana í CrossFit. Katrín Tanja tryggði sér silfurverðlaun á heimsleikunum 25. október síðastliðinn en við tóku rólegri dagar. Tímabilið var langt og strangt og reyndi mikið á Kartínu og þá var lokaspretturinn alvöru þolraun eftir mikla keyrslu í kringum heimsleikanna sem voru í tveimur hlutum fyrir þá sem komust í ofurúrslitin. Katrín Tanja hefur einbeitt sér að fjölskyldu og vinum undanfarnar vikur eftir að hún komst loksins til Íslands eftir átta mánaða fjarveru. Fylgjendur Katrínar Tönju hafa orðið varir við þetta frí hjá íslensku CrossFit stjörnunni en færslur tvo daga í röð sína það án nokkurs vafa að nú er komið að því að keyra sig aftur í gang enda styttist í nýtt tímabil. Það sést líka á færslunni að Katrín Tanja er farin að æfa af krafti á nýjan leik. „Er farin að æfa aftur af tiltölulega miklum krafti,“ skrifaði Katrín Tanja Davíðsdóttir sem þarf auðvitað að taka sér smá tíma til að komast aftur í sitt besta form. „Það fylgir því góð tilfinning að vera byrjuð á nýjan leik,“ skrifaði Katrín Tanja og ein sú fyrsta til að senda henni skilaboð var auðvitað Anníe Mist Þórisdóttir. Anníe Mist skrifaði „Yasssss“ og hvatti sína konu áfram. Anníe Mist er sjálf að koma sér af stað á nýjan leik eftir að hafa eignast barn í ágúst. Opni hluti heimsleikanna hefst í febrúar en þessar frábæru CrossFit konur geta samt ekki tryggt sig inn á heimsleikana þar heldur þurfa að gera það í gegnum annars konan undankeppni. Þær leita væntanlega uppi farseðilinn á heimsleikana á úrtökumóti í vor en auðvitað mun gangur kórónuveirufaraldurinn hafa hér áhrif. Hér fyrir neðan má sjá færslu Katrínar Tönju. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira