Alþjóðlegi alnæmisdagurinn: Uppræta þarf smánun og mismunun Heimsljós 1. desember 2020 11:20 UN 38 milljónir einstaklinga í heiminum eru HIV smitaðir. Enn smitast 1,7 milljón manna árlega af HIV. 690 þúsund manns deyja úr alnæmi á ári hverju. „Við getum dregið marga lærdóma af baráttunni gegn HIV nú þegar við glímum við COVID-19,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á alþjóða alnæmmisdeginum sem er í dag, 1. desember. „Við vitum að til að binda enda á AIDS og sigrast á COVID-19 verðum við að uppræta smánun og mismunun. Okkur ber að setja fólk í öndvegi. Viðbrögð okkar verða að byggja á mannréttindum og nálgunin verður að byggja á kynjamiðuðum aðgerðum.“ Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að þrátt fyrir umtalsverðan árangur sé neyðarástandi vegna alnæmis hvergi nærri lokið. Þar segir að 38 milljónir einstaklinga séu HIV smitaðir. Af þeim höfðu 12,6 milljónir manna árið 2018 ekki aðgang að lífsbjargandi lyfjum. „Enn smitast 1,7 milljón manna árlega af HIV. 690 þúsund manns deyja úr alnæmi á ári hverju. Ójöfnuður veldur því svo að þeir sem síst geta krafist réttar síns, eru í mestri hættu,“ segir í fréttinni. Þema Alþjóðlega alnæmisdagsins að þessu sinni „hnattræn samstaða, sameiginleg ábyrgð (‘Global Solidarity, Shared Responsibility’). „Auður ætti ekki að ákveða hvort fólk fái þá umönnun sem það þarf á að halda. Við þurfum á COVID-19 bóluefni að halda. Við þurfum líka á HIV meðferð og umönnun sem er á viðráðanlegu verði og stendur öllum alls staðar til boða,“ segir Guterres í ávarpi sínu. „Nú þegar tveir heimsfaraldrar fara saman, hefur UNAIDS notað sérfræðiþekkingu sína til að hleypa af stokkunum ásamt samstarfsaðilum herferð sem kennd er við „bóluefni fólksins” (People’s vaccine initiative). Hún er hvatning um að öllum ríkjum og öllu fólki, einnig hinum fátækustu og jaðarsettustu, verði veittu aðgangur að COVID-19 bóluefni,“ segir í frétt UNRIC. UNAIDS og fjórar aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna (UN Women, UNICEF, UNESCO og UNFPA) hafa í sameiningu ýtt úr vör Menntun plús frumkvæðinu. „Það snýst um að styðja táningsstúlkur og ungar konur í Afríku til að ljúka framhaldsskóla og búa þær undir líf á fullorðinsárum. Ástæðan er einföld. Ef stúlkur ljúka slíku námi þá minnka líkur á að smitast af HIV um 50%. Á alþjóða alnæmisdeginum skiptir máli að allir leggi málstaðnum lið. Það er hægt með því að klæðast rauðu eða skrýða síðu ykkar á samfélagsmiðlum á viðeigandi hátt til að minna á þetta mikilvæga mál,“ segir UNRIC. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent
„Við getum dregið marga lærdóma af baráttunni gegn HIV nú þegar við glímum við COVID-19,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á alþjóða alnæmmisdeginum sem er í dag, 1. desember. „Við vitum að til að binda enda á AIDS og sigrast á COVID-19 verðum við að uppræta smánun og mismunun. Okkur ber að setja fólk í öndvegi. Viðbrögð okkar verða að byggja á mannréttindum og nálgunin verður að byggja á kynjamiðuðum aðgerðum.“ Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að þrátt fyrir umtalsverðan árangur sé neyðarástandi vegna alnæmis hvergi nærri lokið. Þar segir að 38 milljónir einstaklinga séu HIV smitaðir. Af þeim höfðu 12,6 milljónir manna árið 2018 ekki aðgang að lífsbjargandi lyfjum. „Enn smitast 1,7 milljón manna árlega af HIV. 690 þúsund manns deyja úr alnæmi á ári hverju. Ójöfnuður veldur því svo að þeir sem síst geta krafist réttar síns, eru í mestri hættu,“ segir í fréttinni. Þema Alþjóðlega alnæmisdagsins að þessu sinni „hnattræn samstaða, sameiginleg ábyrgð (‘Global Solidarity, Shared Responsibility’). „Auður ætti ekki að ákveða hvort fólk fái þá umönnun sem það þarf á að halda. Við þurfum á COVID-19 bóluefni að halda. Við þurfum líka á HIV meðferð og umönnun sem er á viðráðanlegu verði og stendur öllum alls staðar til boða,“ segir Guterres í ávarpi sínu. „Nú þegar tveir heimsfaraldrar fara saman, hefur UNAIDS notað sérfræðiþekkingu sína til að hleypa af stokkunum ásamt samstarfsaðilum herferð sem kennd er við „bóluefni fólksins” (People’s vaccine initiative). Hún er hvatning um að öllum ríkjum og öllu fólki, einnig hinum fátækustu og jaðarsettustu, verði veittu aðgangur að COVID-19 bóluefni,“ segir í frétt UNRIC. UNAIDS og fjórar aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna (UN Women, UNICEF, UNESCO og UNFPA) hafa í sameiningu ýtt úr vör Menntun plús frumkvæðinu. „Það snýst um að styðja táningsstúlkur og ungar konur í Afríku til að ljúka framhaldsskóla og búa þær undir líf á fullorðinsárum. Ástæðan er einföld. Ef stúlkur ljúka slíku námi þá minnka líkur á að smitast af HIV um 50%. Á alþjóða alnæmisdeginum skiptir máli að allir leggi málstaðnum lið. Það er hægt með því að klæðast rauðu eða skrýða síðu ykkar á samfélagsmiðlum á viðeigandi hátt til að minna á þetta mikilvæga mál,“ segir UNRIC. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent