Fyrirliði körfuboltalandsliðsins með pistil: „Erum að minnka atvinnumöguleika hjá okkar efnilegustu leikmönnum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. desember 2020 22:18 Hörður Axel í landsleik gegn Slóvakíu fyrr á árinu. vísir/vilhelm Fyrirliði körfuboltalandsliðsins sá sig knúinn til þess að skrifa pistil um stöðuna í æfinga- og keppnismálum hér á landi. Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði körfuboltalandsliðsins og leikmaður Keflavíkur, er ekki sáttur við að hér ríki enn bann á æfingar og keppni afreksíþróttafólks. Hörður Axel skrifar í dag langan pistil á Facebook síðu sína þar sem hann fer yfir stöðuna og fer m.a. yfir það hversu marga klukkutíma ungt afreksíþróttafólk hefur misst úr á árinu. „Ég hef ekki talað um opinberlega málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess,“ sagði Hörður Axel þar sem hann fór yfir hversu lengi húsin hafa lokuð. Einnig fór hann yfir marga af okkar helsta afreksíþróttafólki í gegnum tíðina. Þar nefndi hann m.a. Gylfa Sigurðsson, Ólaf Stefánsson og Helenu Sverrisdóttir. „Ég get skilið að haldið er aftur af keppni, en að hafa lokað íþróttahús fyrir öllum sem eldri eru en 15 ára er fyrir mér óskiljanlegt. Íþróttir á Íslandi í dag eru ekki áhugamannadeildir. Íþróttir eru orðin jafn mikil atvinnugrein og hver önnur.“ „En með þessu erum við að minnka atvinnumöguleiki i framtíðinni hjá okkar efnilegustu leikmönnum, þar sem þau fá ekki að æfa á meðan leikmenn í öðrum löndum sem eru í samkeppni um framtíðarstörf við þessa leikmenn geta bætt sig daglega vegna þess að þar er ekkert búið að stoppa.“ Allan pistilinn má lesa hér að neðan. Hörður Axel Vilhjálmsson með pistil: Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess. Þegar ég ólst upp voru allar mínar helstu fyrirmyndir íþróttarmenn. Michael Jordan, Kobe Bryant, Tony Parker, Herbert Arnarson,Logi Gunnars, Jón Arnór, Helgi Jónas, Óli Stef og þar frameftir götunum. Það sem ég heyrði um alla þessa gaura var að þeir lögðu meira á sig en hinir, það væri engin töfra leið að árangri, bara þrotlaus vinna. Mitt eina markmið í lífinu var að verða atvinnumaður í körfubolta og í mínum huga var ekkert sem gat stoppað mig þvi ég lagði það mikla vinnu á mig að á endanum var ég sannfærður um að sú vinna myndi skila mér þangað sem ég ætlaði. Ég byrjaði á 2 misheppnuðum tilraunum í atvinnumennsku sem urðu í raun bara olía á eldinn og ýtti við mér að leggja enn meira á mig til að ná mínum markmiðum. Í 3 ár áður en ég fer út æfði ég meira en ég myndi ráðleggja nokkrum manni. Ég æfði á morgnanna, hliðraði hádeginu í skólanum svo ég gæti æft þá, svo liðsæfingar á kvöldin. Ég æfði um 5-6 klst á dag sem varð til þess að ég náði mínum markmiðum að fara út og spila i mörgum af sterkustu deildum Evrópu. Eina ástæðan af hverju ég komst í þær deildir og lið sem ég hef spilað með var vegna þess að ég var tilbúinn að leggja meira á mig en flestallir sem ég þekkti. Ef við tökum Reykjavikurlið sem dæmi þá hafa þau ekki náð að komast inn í íþróttarhús frá 6 Október. Sem gera 9 desember 64 daga sem leikmenn þeirra félaga hafa ekki getað stundað sína íþrótt. Ef leynist þar einhver jafn bilaður og ég var á mínum yngri árum þá er búið að stela af þeim einstaklingi 384 klst af æfingum, æfingum sem hann getur aldrei fengið aftur. Það er nefnilega þannig með íþróttir er að þær eru kapp við tímann. Þú verður að leggja inn vinnuna og helst sem fyrst til að ná forskoti, til að viðhalda forskotinu verður þú að spýta í svo aðrir nái þér ekki. Líftími íþróttarmanna er styttri en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum. Sem þýðir að hver dagur án æfinga er dýrmætur. Í öllum faraldrinum hefur verið stimplað í okkur að standa saman, ef við stöndum saman þá mun þetta fara vel. En hvert hefur verið okkar helsta sameiningartákn seinustu ára/áratuga sem þjóð? Fyrir mér augljóslega ekki hlutlaust mat, en þá eru það íþróttir. Landsliðin okkar hafa náð árangri sem á ekki að sjást á heimsvísu fyrir jafn litla þjóð og við erum. Silfur á olympíuleikum í handbolta kk Brons á Evropumeistaramóti í handbolta kk Öll stórmót sem farið hafa fram í handbolta kk Tvö stórmót í fótbolta kk Þrjú stórmót í fótbolta kvk Tvö stórmót í körfubolta kk Þetta er íþróttalíf Íslendinga í þremur stærstu hópíþróttum Íslands seinustu 12 ár. Hvað er sameiginlegt með öllum þessum liðum? Að mínu mati eru það lið sem hafa margt sameiginlegt, leggjast allir á eitt til að ná árangri. Allt leikmenn sem hafa gert allt sem þeir geta til að ná sem lengst í sinni íþrótt. Allt stoltir Íslendingar sem spila með hjartanu og oftar en ekki er fólk frá öðrum þjóðum farið að halda með Íslandi útaf samheldni liðsins, baráttu og ósérhlífni leikmanna. Hver hefur ekki heyrt sögur af Loga Gunnars í Njarðvík með Benna Gumm a morgnanna þegar hann var unglingur. Sögur af Gylfa Sig á æfingarsvæðinu lengur en allir að æfa aukaspyrnur og spyrnur frá öllum mögulegum stöðum. Óla Stef að lyfta olympiskar lyftingar á undan öðrum hópíþróttarleikmönnum til að reyna ná forskoti. Einstaklingsæfingar Helenu Sverris með Kuki sem æfði öðruvísi en tíðkaðist á þeim tíma. Það er nefnilega ekki bara keppni sem er verið að taka af íþróttarmönnum sem leitast eftir að ná langt. Það er verið að hindra að framtíðar afreksmenn, framtíðar atvinnumenn, framtíðar gleðigjafar og sameiningartákn þjóðarinnar nái sínum markmiðum og draumum. Ég get skilið að haldið er aftur af keppni, en að hafa lokað íþróttarhús fyrir öllum sem eldri eru en 15 ára er fyrir mér óskiljanlegt. Íþróttir á Íslandi í dag eru ekki áhugamannadeildir. Íþróttir eru orðin jafn mikil atvinnugrein og hver önnur. Skólar hafa skiljanlega haldist opnir sem og allar menntastofnanir þó með viðeigandi takmörkunum. Verknám í skólum hefur haldist en samt hafa íþróttir alveg lagst niður. Ég ætla ekki að fara út í forvarnirnar sem íþróttir eru enda er það óþarfi þvi það vita flestir. En með þessu erum við að minnka atvinnumöguleiki i framtíðinni hjá okkar efnilegustu leikmönnum, þar sem þau fá ekki að æfa á meðan leikmenn í öðrum löndum sem eru í samkeppni um framtíðarstörf við þessa leikmenn geta bætt sig daglega vegna þess að þar er ekkert búið að stoppa. Búðir hafa haldist opnar með takmörkunum og svæði hólfuð niður inn í búðunum, smáralind og Kringlan eru opin. Bíó eru opin með hólfunum. Hvað heldur aftur að yfirvöldum að leyfa æfingar þar sem 1-4 koma saman í rúmlega 600 fermetra húsnæði með frammúr skarandi loftræstingu? Þar sem um 30-50 metrar geta verið á milli hvers og eins, hver með sinn bolta og sína körfu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði körfuboltalandsliðsins og leikmaður Keflavíkur, er ekki sáttur við að hér ríki enn bann á æfingar og keppni afreksíþróttafólks. Hörður Axel skrifar í dag langan pistil á Facebook síðu sína þar sem hann fer yfir stöðuna og fer m.a. yfir það hversu marga klukkutíma ungt afreksíþróttafólk hefur misst úr á árinu. „Ég hef ekki talað um opinberlega málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess,“ sagði Hörður Axel þar sem hann fór yfir hversu lengi húsin hafa lokuð. Einnig fór hann yfir marga af okkar helsta afreksíþróttafólki í gegnum tíðina. Þar nefndi hann m.a. Gylfa Sigurðsson, Ólaf Stefánsson og Helenu Sverrisdóttir. „Ég get skilið að haldið er aftur af keppni, en að hafa lokað íþróttahús fyrir öllum sem eldri eru en 15 ára er fyrir mér óskiljanlegt. Íþróttir á Íslandi í dag eru ekki áhugamannadeildir. Íþróttir eru orðin jafn mikil atvinnugrein og hver önnur.“ „En með þessu erum við að minnka atvinnumöguleiki i framtíðinni hjá okkar efnilegustu leikmönnum, þar sem þau fá ekki að æfa á meðan leikmenn í öðrum löndum sem eru í samkeppni um framtíðarstörf við þessa leikmenn geta bætt sig daglega vegna þess að þar er ekkert búið að stoppa.“ Allan pistilinn má lesa hér að neðan. Hörður Axel Vilhjálmsson með pistil: Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess. Þegar ég ólst upp voru allar mínar helstu fyrirmyndir íþróttarmenn. Michael Jordan, Kobe Bryant, Tony Parker, Herbert Arnarson,Logi Gunnars, Jón Arnór, Helgi Jónas, Óli Stef og þar frameftir götunum. Það sem ég heyrði um alla þessa gaura var að þeir lögðu meira á sig en hinir, það væri engin töfra leið að árangri, bara þrotlaus vinna. Mitt eina markmið í lífinu var að verða atvinnumaður í körfubolta og í mínum huga var ekkert sem gat stoppað mig þvi ég lagði það mikla vinnu á mig að á endanum var ég sannfærður um að sú vinna myndi skila mér þangað sem ég ætlaði. Ég byrjaði á 2 misheppnuðum tilraunum í atvinnumennsku sem urðu í raun bara olía á eldinn og ýtti við mér að leggja enn meira á mig til að ná mínum markmiðum. Í 3 ár áður en ég fer út æfði ég meira en ég myndi ráðleggja nokkrum manni. Ég æfði á morgnanna, hliðraði hádeginu í skólanum svo ég gæti æft þá, svo liðsæfingar á kvöldin. Ég æfði um 5-6 klst á dag sem varð til þess að ég náði mínum markmiðum að fara út og spila i mörgum af sterkustu deildum Evrópu. Eina ástæðan af hverju ég komst í þær deildir og lið sem ég hef spilað með var vegna þess að ég var tilbúinn að leggja meira á mig en flestallir sem ég þekkti. Ef við tökum Reykjavikurlið sem dæmi þá hafa þau ekki náð að komast inn í íþróttarhús frá 6 Október. Sem gera 9 desember 64 daga sem leikmenn þeirra félaga hafa ekki getað stundað sína íþrótt. Ef leynist þar einhver jafn bilaður og ég var á mínum yngri árum þá er búið að stela af þeim einstaklingi 384 klst af æfingum, æfingum sem hann getur aldrei fengið aftur. Það er nefnilega þannig með íþróttir er að þær eru kapp við tímann. Þú verður að leggja inn vinnuna og helst sem fyrst til að ná forskoti, til að viðhalda forskotinu verður þú að spýta í svo aðrir nái þér ekki. Líftími íþróttarmanna er styttri en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum. Sem þýðir að hver dagur án æfinga er dýrmætur. Í öllum faraldrinum hefur verið stimplað í okkur að standa saman, ef við stöndum saman þá mun þetta fara vel. En hvert hefur verið okkar helsta sameiningartákn seinustu ára/áratuga sem þjóð? Fyrir mér augljóslega ekki hlutlaust mat, en þá eru það íþróttir. Landsliðin okkar hafa náð árangri sem á ekki að sjást á heimsvísu fyrir jafn litla þjóð og við erum. Silfur á olympíuleikum í handbolta kk Brons á Evropumeistaramóti í handbolta kk Öll stórmót sem farið hafa fram í handbolta kk Tvö stórmót í fótbolta kk Þrjú stórmót í fótbolta kvk Tvö stórmót í körfubolta kk Þetta er íþróttalíf Íslendinga í þremur stærstu hópíþróttum Íslands seinustu 12 ár. Hvað er sameiginlegt með öllum þessum liðum? Að mínu mati eru það lið sem hafa margt sameiginlegt, leggjast allir á eitt til að ná árangri. Allt leikmenn sem hafa gert allt sem þeir geta til að ná sem lengst í sinni íþrótt. Allt stoltir Íslendingar sem spila með hjartanu og oftar en ekki er fólk frá öðrum þjóðum farið að halda með Íslandi útaf samheldni liðsins, baráttu og ósérhlífni leikmanna. Hver hefur ekki heyrt sögur af Loga Gunnars í Njarðvík með Benna Gumm a morgnanna þegar hann var unglingur. Sögur af Gylfa Sig á æfingarsvæðinu lengur en allir að æfa aukaspyrnur og spyrnur frá öllum mögulegum stöðum. Óla Stef að lyfta olympiskar lyftingar á undan öðrum hópíþróttarleikmönnum til að reyna ná forskoti. Einstaklingsæfingar Helenu Sverris með Kuki sem æfði öðruvísi en tíðkaðist á þeim tíma. Það er nefnilega ekki bara keppni sem er verið að taka af íþróttarmönnum sem leitast eftir að ná langt. Það er verið að hindra að framtíðar afreksmenn, framtíðar atvinnumenn, framtíðar gleðigjafar og sameiningartákn þjóðarinnar nái sínum markmiðum og draumum. Ég get skilið að haldið er aftur af keppni, en að hafa lokað íþróttarhús fyrir öllum sem eldri eru en 15 ára er fyrir mér óskiljanlegt. Íþróttir á Íslandi í dag eru ekki áhugamannadeildir. Íþróttir eru orðin jafn mikil atvinnugrein og hver önnur. Skólar hafa skiljanlega haldist opnir sem og allar menntastofnanir þó með viðeigandi takmörkunum. Verknám í skólum hefur haldist en samt hafa íþróttir alveg lagst niður. Ég ætla ekki að fara út í forvarnirnar sem íþróttir eru enda er það óþarfi þvi það vita flestir. En með þessu erum við að minnka atvinnumöguleiki i framtíðinni hjá okkar efnilegustu leikmönnum, þar sem þau fá ekki að æfa á meðan leikmenn í öðrum löndum sem eru í samkeppni um framtíðarstörf við þessa leikmenn geta bætt sig daglega vegna þess að þar er ekkert búið að stoppa. Búðir hafa haldist opnar með takmörkunum og svæði hólfuð niður inn í búðunum, smáralind og Kringlan eru opin. Bíó eru opin með hólfunum. Hvað heldur aftur að yfirvöldum að leyfa æfingar þar sem 1-4 koma saman í rúmlega 600 fermetra húsnæði með frammúr skarandi loftræstingu? Þar sem um 30-50 metrar geta verið á milli hvers og eins, hver með sinn bolta og sína körfu.
Hörður Axel Vilhjálmsson með pistil: Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess. Þegar ég ólst upp voru allar mínar helstu fyrirmyndir íþróttarmenn. Michael Jordan, Kobe Bryant, Tony Parker, Herbert Arnarson,Logi Gunnars, Jón Arnór, Helgi Jónas, Óli Stef og þar frameftir götunum. Það sem ég heyrði um alla þessa gaura var að þeir lögðu meira á sig en hinir, það væri engin töfra leið að árangri, bara þrotlaus vinna. Mitt eina markmið í lífinu var að verða atvinnumaður í körfubolta og í mínum huga var ekkert sem gat stoppað mig þvi ég lagði það mikla vinnu á mig að á endanum var ég sannfærður um að sú vinna myndi skila mér þangað sem ég ætlaði. Ég byrjaði á 2 misheppnuðum tilraunum í atvinnumennsku sem urðu í raun bara olía á eldinn og ýtti við mér að leggja enn meira á mig til að ná mínum markmiðum. Í 3 ár áður en ég fer út æfði ég meira en ég myndi ráðleggja nokkrum manni. Ég æfði á morgnanna, hliðraði hádeginu í skólanum svo ég gæti æft þá, svo liðsæfingar á kvöldin. Ég æfði um 5-6 klst á dag sem varð til þess að ég náði mínum markmiðum að fara út og spila i mörgum af sterkustu deildum Evrópu. Eina ástæðan af hverju ég komst í þær deildir og lið sem ég hef spilað með var vegna þess að ég var tilbúinn að leggja meira á mig en flestallir sem ég þekkti. Ef við tökum Reykjavikurlið sem dæmi þá hafa þau ekki náð að komast inn í íþróttarhús frá 6 Október. Sem gera 9 desember 64 daga sem leikmenn þeirra félaga hafa ekki getað stundað sína íþrótt. Ef leynist þar einhver jafn bilaður og ég var á mínum yngri árum þá er búið að stela af þeim einstaklingi 384 klst af æfingum, æfingum sem hann getur aldrei fengið aftur. Það er nefnilega þannig með íþróttir er að þær eru kapp við tímann. Þú verður að leggja inn vinnuna og helst sem fyrst til að ná forskoti, til að viðhalda forskotinu verður þú að spýta í svo aðrir nái þér ekki. Líftími íþróttarmanna er styttri en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum. Sem þýðir að hver dagur án æfinga er dýrmætur. Í öllum faraldrinum hefur verið stimplað í okkur að standa saman, ef við stöndum saman þá mun þetta fara vel. En hvert hefur verið okkar helsta sameiningartákn seinustu ára/áratuga sem þjóð? Fyrir mér augljóslega ekki hlutlaust mat, en þá eru það íþróttir. Landsliðin okkar hafa náð árangri sem á ekki að sjást á heimsvísu fyrir jafn litla þjóð og við erum. Silfur á olympíuleikum í handbolta kk Brons á Evropumeistaramóti í handbolta kk Öll stórmót sem farið hafa fram í handbolta kk Tvö stórmót í fótbolta kk Þrjú stórmót í fótbolta kvk Tvö stórmót í körfubolta kk Þetta er íþróttalíf Íslendinga í þremur stærstu hópíþróttum Íslands seinustu 12 ár. Hvað er sameiginlegt með öllum þessum liðum? Að mínu mati eru það lið sem hafa margt sameiginlegt, leggjast allir á eitt til að ná árangri. Allt leikmenn sem hafa gert allt sem þeir geta til að ná sem lengst í sinni íþrótt. Allt stoltir Íslendingar sem spila með hjartanu og oftar en ekki er fólk frá öðrum þjóðum farið að halda með Íslandi útaf samheldni liðsins, baráttu og ósérhlífni leikmanna. Hver hefur ekki heyrt sögur af Loga Gunnars í Njarðvík með Benna Gumm a morgnanna þegar hann var unglingur. Sögur af Gylfa Sig á æfingarsvæðinu lengur en allir að æfa aukaspyrnur og spyrnur frá öllum mögulegum stöðum. Óla Stef að lyfta olympiskar lyftingar á undan öðrum hópíþróttarleikmönnum til að reyna ná forskoti. Einstaklingsæfingar Helenu Sverris með Kuki sem æfði öðruvísi en tíðkaðist á þeim tíma. Það er nefnilega ekki bara keppni sem er verið að taka af íþróttarmönnum sem leitast eftir að ná langt. Það er verið að hindra að framtíðar afreksmenn, framtíðar atvinnumenn, framtíðar gleðigjafar og sameiningartákn þjóðarinnar nái sínum markmiðum og draumum. Ég get skilið að haldið er aftur af keppni, en að hafa lokað íþróttarhús fyrir öllum sem eldri eru en 15 ára er fyrir mér óskiljanlegt. Íþróttir á Íslandi í dag eru ekki áhugamannadeildir. Íþróttir eru orðin jafn mikil atvinnugrein og hver önnur. Skólar hafa skiljanlega haldist opnir sem og allar menntastofnanir þó með viðeigandi takmörkunum. Verknám í skólum hefur haldist en samt hafa íþróttir alveg lagst niður. Ég ætla ekki að fara út í forvarnirnar sem íþróttir eru enda er það óþarfi þvi það vita flestir. En með þessu erum við að minnka atvinnumöguleiki i framtíðinni hjá okkar efnilegustu leikmönnum, þar sem þau fá ekki að æfa á meðan leikmenn í öðrum löndum sem eru í samkeppni um framtíðarstörf við þessa leikmenn geta bætt sig daglega vegna þess að þar er ekkert búið að stoppa. Búðir hafa haldist opnar með takmörkunum og svæði hólfuð niður inn í búðunum, smáralind og Kringlan eru opin. Bíó eru opin með hólfunum. Hvað heldur aftur að yfirvöldum að leyfa æfingar þar sem 1-4 koma saman í rúmlega 600 fermetra húsnæði með frammúr skarandi loftræstingu? Þar sem um 30-50 metrar geta verið á milli hvers og eins, hver með sinn bolta og sína körfu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Sjá meira