„Það opnast alltaf einhverjar nýjar dyr“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2020 08:00 Sigga Beinteins söngkona heldur jólatónleika sína með breyttu sniði í ár vegna heimsfaraldursins. Hún er bæði spennt og bjartsýn. Vísir/Vilhelm „Það er bara allt að verða klárt“ segir söngkonan Sigga Beinteins, sem undirbýr nú jólatónleikana sína. Viðburðurinn verður með óhefðbundnu sniði í ár, en vegna heimsfaraldursins verða engir áhorfendur í Hörpu og geta Íslendingar horft á tónleikana í sjónvarpi sínu eða í gegnum streymi á föstudagskvöldið. Sigga var fljót að stökkva á tækifærið til að halda tónleikana á þennan hátt, þó að það sé alltaf smá stressandi að taka slíka áhættu. „Ég var búin að aflýsa tónleikunum mínum. Ég er búin að vera með þessa tónleika í tíu ár og þetta er ellefta skiptið. Það var mjög sérstakt að þurfa að segja öllum að þetta yrði ekki í ár út af þessar veiru. En síðan kom fólkið í Hörpu að máli við mig og spurði hvort þetta væri ekki ein leið að fara, að vera með þá í streymi.“ Sigga segir að hún hafi strax farið í það að skoða málið og setja upp kostnaðarplan og annað. „Þetta gerðist eiginlega allt mjög hratt, ég tók ákvörðun á tveimur eða þremur dögum. Ég held að þetta verði mjög þakklátt eins og tímarnir eru núna, að reyna að fá fólk til að hugsa aðeins fram hjá því sem er að gerast og fara að huga að jólunum. Gleyma þessu aðeins. Það eru margir sem eru orðnir jafnvel þunglyndir yfir öllu þessu veseni sem er í gangi.“ Ákvað að taka sénsinn Hálfum mánuði síðan er allt að verða klárt fyrir stóru stundina í Hörpu. „Ég er líka búin að vera tekjulaus allt þetta ár, eða síðan í mars, þetta eru að verða níu mánuðir. Ég hugsaði með mér, kannski get ég búið mér til einhverjar tekjur með þessu. Plús það að ég held að það sé hátt í 40 manna teymi sem kemur að tónleikunum og þetta fólk sem hefur ekki haft neina vinnu síðan í mars. Svo ég hugsaði bara að ég ætti að taka sénsinn á þessu, ákvað bara að kýla á þetta. Fólkið sem er með mér í þessu, bæði tónlistarmenn og aðrir, eru í raun að taka áhættuna með mér í þessu, ég er náttúrulega ein í þessu og það er mjög kostnaðarsamt að fara út í þetta.“ Sigga segir að kostnaðurinn við þessa tónleika sé svipaður fyrir hana og venjulega. Tónleikarnir kallast Á hátíðlegum nótum heima með þér. „Maður þarf að leigja kvikmyndatökufyrirtæki, allt tækniliðið í kringum það og leikstjóra sem þessu er sjónvarpað. Ég er bara bjartsýn og treysti á að fólk nýti sér þetta og komist svona aðeins í jólastemningu með því að versla þetta.“ Þeir sem ekki eru með myndlykil og/eða kjósa frekar að horfa á streymi í vafra í tölvu eða öðrum snjalltækjum geta gert það í gegnum Tix.is miðasöluna og má þar finna sérstakan hlekk fyrir tónleikana. „Síðan verður þetta í Síminn bíó bara eins og þegar þú leigir mynd og inni á Vodafone viðburðir. Þetta er bara ótrúlega einfalt. Svo hef ég verið að fá mikið af fyrirspurnum varðandi linkinn hvernig eigi að gera þetta. Ég prófaði þetta nú bara sjálf því ég er ekki svona rosaleg tæknifrík, en fyrst ég gat þetta þá geta þetta allir,“ segir Sigga og hlær. „Ef maður er með smartsjónvarp þá bara fer maður inn á vafrann í sjónvarpinu og setur Tix.is þar inn og þar kemur bara forsíðan. Þar fer maður bara með bendilinn niður, ýtir og þá ertu kominn inn á stillimyndina.“ Jólahefð hjá mörgum Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 föstudaginn 4. desember en hægt verður að kaupa aðgang áður. Sigga segir að fólk eigi algjörlega ekki að mikla þetta fyrirkomulag fyrir sér, þetta sé alls ekki mikið mál. „Ég held að þetta sé klárlega eitthvað sem er komið til að vera og maður getur nýtt sér í framtíðinni. Til dæmis eins og Íslendingar erlendis. Það er mikið af fólki sem að núna kemst ekki heim, þarf að fara í sóttkví þegar það kemur og aftur þegar það kemur heim. Svo er fólk sem getur það ekki vegna vinnu og öðru þess háttar.“ Sigga segir að það hafi verið ástæðan fyrir því að hún valdi þá leið að vera með link líka, svo fólk gæti horft hvar sem er í heiminum. Þó að fólk geti ekki safnast saman í stórum hópum að horfa á tónleikana, sé hægt að eiga notalega stund heima með sínum nánustu fyrir framan skjáinn. „Það er orðin mikil hefð hjá mörgum að fara á tónleika og nú er búið að kippa þessari hefð út og kippa öllum viðburðum út. Það var því þess vegna sem ég gerði þetta, nú færir maður bara tónleikana heim til fólks. Það er rosalega gaman að þessu.“ Sigga á tónleikum Bylgjunnar á Menningarnótt árið 2018. Hún hefur mikið saknað þess að komast ekki á svið að skemmta fólki síðustu mánuði. Vísir/Vilhelm Streymið komið til að vera Tónleikar heima í stofu opni líka á möguleika fyrir fólk sem annars hefði ekki endilega komist á jólatónleika, eins og einstaklinga í viðkvæmum hópum, fólk með lítil börn og svo framvegis. „Þetta er örugglega framtíðin og á næsta ári getur maður jafnvel verið með þetta streymi líka. Sérstaklega fyrir þá sem búa þá erlendis. Það opnast alltaf einhverjar nýjar dyr þegar einverjar lokast, sem betur fer.“ Sigga viðurkennir að 2020 hafi verið sérstakt. Það hafi ekkert verið æðislegt að þurfa allt í einu að hætta að koma fram með tilheyrandi tekjumissi, líka raddarinnar vegna sem þurfi sífellt að halda í formi. „Síðasta giggið okkar var fjórða eða fimmta mars, svo var bara öllu aflýst. Öllum árshátíðum og hefur ekkert slíkt verið. Stjórnin náði að spila einhver fimm skipti í sumar þegar opnaðist þarna smá glufa en síðan höfum við eiginlega ekkert verið að spila.“ Almenningur þyrstur Hljómsveitin náði þó að koma saman á sviði einu sinni fyrir norðan í október þegar þar máttu koma saman hundrað einstaklingar. Síðan þá hafa þau ekki náð að stíga á svið. „Þetta fer að verða komið gott, en svo er maður alltaf með jákvæða hugsun. Maður verður bara að komast í gegnum þetta og klára þetta og við gerum það. Fólk verður bara að sýna samstöðu svolítið lengur, fólk er orðið þreytt en við verðum bara að sýna samstöðu og klára þetta. Bóluefnið er alveg við dyrnar. En ég sé ekki fram á að ég sé að fara í vinnu janúar, febrúar eða mars hugsa ég. Það verður örugglega í fyrsta lagi í apríl eða maí sem ég get farið að hugsa um það að byrja að vinna aftur.“ Sigga hefur sungið í nokkrum streymum undanfarið og segir að það hafi verið erfitt að koma sér af stað í það eftir svona langa pásu, þó að auðvitað hafi verið gaman þegar hún var byrjuð. „Þá finnur maður akkúrat bara vá, þetta er ógeðslega gaman, þetta er það sem mig langar að vera að gera. Þá finnur maður það og þess vegna vill maður fá hlutina í gang og ég held að almenningur sé líka orðinn þyrstur í að fá að fara út, jafnvel á tónleika eða í leikhús eða eitthvað slíkt. Þetta eru mjög skrítnir og erfiðir tímar.“ Sigga ætlar að jólaskreyta allt sviðið fyrir áhorfendur heima í stofu.Vísir/Vilhelm Gott að fá hlé Þó að 2020 hafi verið erfitt á margan hátt, var þetta ár líka kærkomin hvíld fyrir söngkonuna. „Þetta var búið að vera svo annarsamur tími.“ Jólatónleikar og endurkoma Stjórnarinnar í tilefni af 30 ára afmæli hljómsveitarinnar spiluðu þar stórt hlutverk. „Ég var í rauninni, ef ég á að vera alveg heiðarleg, þá fannst mér rosalega gott að fá þetta hlé. Maður var orðinn svo langþreyttur. Þetta var svo mikið alveg síðustu tvö ár. Síðan geng ég í gegnum skilnað líka, þannig að þetta var búið að vera erfitt ár í fyrra. Ég var bara nokkuð fegin þegar þetta kom, þessi smá hvíld og ég var alveg sátt fram á vor. Ég hef alveg haft nóg að gera og ég er þannig týpa að mér leiðist aldrei og ég er alltaf að gera eitthvað. Svo er ég með krakkana mína aðra hverja viku.“ Það sé þó aldrei gott þegar það fer bara út af reikningnum og ekkert kemur inn. „Þannig að maður hefur bara verið á atvinnuleysisbótum en ég er alltaf bjartsýn.“ Magnaðar týpur Sigga viðurkennir að þegar hægðist á þjóðfélaginu í mars, hafi það verið í fyrsta sinn eftir skilnaðinn sem hún náði að stoppa og melta allt saman. Það hafi samt alveg tekið tíma. „Þegar maður er búinn að vera í svona keyrslu þá tekur það mann rosa tíma að bremsa sig niður.“ Hausinn á fullu og allt á fleygiferð og því taki það tíma að komast á núllið. „Það var ekki fyrr en í maí eða júní sem maður var farinn að slaka. En þetta er voða skrítið.“ 2020 hafi verið skrítið ár, þá sérstaklega að geta ekki hitt allt fólkið sitt og vinina. „Það eina sem maður gerir er að fara út í búð að versla í matinn og svo er maður bara heima. Maður er farinn að sakna þess svolítið, að geta ekki hitt vini sína. Ég er með aldraðan föður þannig að ég er að passa hann fyrir öllum þessum smitum.“ Sigga segir að hún sé heppin og hafi sem betur fer ekki fengið þessa veiru. Hún segir að börnin sín hafi verið mjög fljót að aðlagast að þessum breytingum og reglunum þó að það hafi verið erfitt fyrir þau að geta ekki alltaf hitt vini í vor, enda miklar félagsverur. „Það er alveg merkilegt með krakka hvað þau eru fljót að aðlagast hlutum, þau eru alveg magnaðar týpur.“ Alveg á hvolfi Söngkonan er spennt fyrir jólahátíðinni og ætlar að slaka á njóta með sínum nánustu eftir tónleikana. „Ég er ekki með börnin mín í ár á jólunum sjálfum þannig að ég verð nú örugglega bara með pabba minn. Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður ennþá, maður er ekki alveg farinn að hugsa þangað. En nú er svo mikið stúss í kringum jólatónleikana, búin að vera alveg á hvolfi, þannig að ég verð eiginlega þakklát fyrir að vera róleg í hvíld. Klára árið í húsinu mínu og svo flyt ég í janúar.“ Hún flytur samt bara innan hverfis og mun það því ekki raska heimilislífinu mikið. „Ég elska jólin og jólin eru auðvitað hátíð barnanna og auðvitað á ég eftir að sakna þess að vera ekki með þau ef ég á að segja eins og er. En ég verð með þau um áramótin þannig að ég held gleði þá. Ég tek þau örugglega yfir á jóladag og fæ að halda jól með þeim þá, þetta færist aðeins um dagsetningu þannig að ég held að það verði bara yndislegt.“ Tómur salur Hún hefur alls ekki látið sér leiðast síðustu mánuði og hefur meðal nýtt tímann í hugmyndavinnu, samverustundir með fólkinu sínu og svo að pakka búslóðinni fyrir flutninga í janúar á næsta ári. „Í þessu öllu saman þá er maður auðvitað að vinna þó að maður sé ekki úti að syngja þá er maður að finna hugmyndir og hugsa hvað maður geti farið af stað með. Ég vona til dæmis að jólatónleikarnir mínir á næsta ári verði fyrir fullum sal og allt verði komið í samt lag þá. Því það er náttúrulega ótrúlega skrítið að standa fyrir tómum sal. Af því að tónleikarnir mínir hafa alltaf verið svolítið heimilislegir og ég hef alltaf talað við fólk eins og við séum í einu góðu partýi. Það er svolítið skrítið þegar maður fær ekkert „feedback“ og það er enginn sem klappar eða neitt og maður veit ekkert.“ Tónleikarnir fara fram í beinni útsendingu í Hörpu á föstudag en það verður ekki einn áhorfandi í salnum, aðeins þeir sem að eru að vinna við þessa tónleika. Mikið skipulag fór í að tryggja að öllum reglum væri fylgt og er sviðinu skipt upp í sóttvarnarhólf. Hóparnir blandast ekki og nota ekki sama inngang og svo framvegis. „Það er farið eftir ströngustu reglum og það mega aldrei vera fleiri en tíu á sviðinu, sem verður skipt upp í sóttvarnarsvæði. Hljómsveitin verður alveg sér og við megum ekki fara inn á þeirra svæði og þau mega ekki koma inn á okkar svæði.“ Sigga segir að það verði skrítið að hafa þetta svona aðskilið og geta ekki einu sinni hitt tæknifólkið, nema í síma. „Maður hlýðir þessu öllu, því við erum auðvitað öll að passa hvort annað.“ Tveir leynigestir í ár Með Siggu á sviði verða margir góðir gestir eins og Ragnheiður Gröndal, Diddú, Friðrik Ómar og Jógvan. „Það má eiginlega segja að það séu tveir leynigestir,“ segir Sigga spennt. Hún segist hafa lagt mikið í að setja saman dagskrá sem væri fjölskylduvæn þar sem fólk væri að horfa heima hjá sér. „Ég er sú fyrsta sem ríð á vaðið í þessu og er frumraunin, prufan í þessu öllu saman. Svo maður er svolítið að krossa putta að þetta gangi upp af því að þetta er ótrúlega kostnaðarsamt og það eru komnar fleiri fleiri milljónir í þetta nú þegar,“ segir Sigga. Fleiri tónlistarmenn hafa valið að fara þessa leið í ár svo nokkrir aðrir tónleikar verða í boði í streymi síðar í mánuðinum. „Ég vona bara það besta og vona að fólk taki vel í þetta. Einn aðgangur sem þú getur horft á með fjölskyldunni er ekki nema 3.900, það er ekki einu sinni ódýrasta sætið í Hörpu.“ Sigga segir að hún hafi viljað halda verðinu eins lágu og mögulegt væri svo fleiri geti notið, ekki allir hafi jafn mikil peningaráð. „Mig langar að allir fái að njóta.“ Þó að áhorfendur séu heima í stofu en ekki í Hörpu, þá ætlar Sigga að tjalda öllu til eins og venjulega. „Ég er með alla sviðsmyndina uppi, ég er með LED skjái. Sviðið er alveg skreytt eins og ég hef alltaf gert þetta. Rosaleg sviðsmynd og kjólar og allt eins og venjulega. Þetta er alveg nákvæmlega eins og ég er vön að gera þetta nema þetta er heima í stofu.“ Tónlist Helgarviðtal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Sigga var fljót að stökkva á tækifærið til að halda tónleikana á þennan hátt, þó að það sé alltaf smá stressandi að taka slíka áhættu. „Ég var búin að aflýsa tónleikunum mínum. Ég er búin að vera með þessa tónleika í tíu ár og þetta er ellefta skiptið. Það var mjög sérstakt að þurfa að segja öllum að þetta yrði ekki í ár út af þessar veiru. En síðan kom fólkið í Hörpu að máli við mig og spurði hvort þetta væri ekki ein leið að fara, að vera með þá í streymi.“ Sigga segir að hún hafi strax farið í það að skoða málið og setja upp kostnaðarplan og annað. „Þetta gerðist eiginlega allt mjög hratt, ég tók ákvörðun á tveimur eða þremur dögum. Ég held að þetta verði mjög þakklátt eins og tímarnir eru núna, að reyna að fá fólk til að hugsa aðeins fram hjá því sem er að gerast og fara að huga að jólunum. Gleyma þessu aðeins. Það eru margir sem eru orðnir jafnvel þunglyndir yfir öllu þessu veseni sem er í gangi.“ Ákvað að taka sénsinn Hálfum mánuði síðan er allt að verða klárt fyrir stóru stundina í Hörpu. „Ég er líka búin að vera tekjulaus allt þetta ár, eða síðan í mars, þetta eru að verða níu mánuðir. Ég hugsaði með mér, kannski get ég búið mér til einhverjar tekjur með þessu. Plús það að ég held að það sé hátt í 40 manna teymi sem kemur að tónleikunum og þetta fólk sem hefur ekki haft neina vinnu síðan í mars. Svo ég hugsaði bara að ég ætti að taka sénsinn á þessu, ákvað bara að kýla á þetta. Fólkið sem er með mér í þessu, bæði tónlistarmenn og aðrir, eru í raun að taka áhættuna með mér í þessu, ég er náttúrulega ein í þessu og það er mjög kostnaðarsamt að fara út í þetta.“ Sigga segir að kostnaðurinn við þessa tónleika sé svipaður fyrir hana og venjulega. Tónleikarnir kallast Á hátíðlegum nótum heima með þér. „Maður þarf að leigja kvikmyndatökufyrirtæki, allt tækniliðið í kringum það og leikstjóra sem þessu er sjónvarpað. Ég er bara bjartsýn og treysti á að fólk nýti sér þetta og komist svona aðeins í jólastemningu með því að versla þetta.“ Þeir sem ekki eru með myndlykil og/eða kjósa frekar að horfa á streymi í vafra í tölvu eða öðrum snjalltækjum geta gert það í gegnum Tix.is miðasöluna og má þar finna sérstakan hlekk fyrir tónleikana. „Síðan verður þetta í Síminn bíó bara eins og þegar þú leigir mynd og inni á Vodafone viðburðir. Þetta er bara ótrúlega einfalt. Svo hef ég verið að fá mikið af fyrirspurnum varðandi linkinn hvernig eigi að gera þetta. Ég prófaði þetta nú bara sjálf því ég er ekki svona rosaleg tæknifrík, en fyrst ég gat þetta þá geta þetta allir,“ segir Sigga og hlær. „Ef maður er með smartsjónvarp þá bara fer maður inn á vafrann í sjónvarpinu og setur Tix.is þar inn og þar kemur bara forsíðan. Þar fer maður bara með bendilinn niður, ýtir og þá ertu kominn inn á stillimyndina.“ Jólahefð hjá mörgum Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 föstudaginn 4. desember en hægt verður að kaupa aðgang áður. Sigga segir að fólk eigi algjörlega ekki að mikla þetta fyrirkomulag fyrir sér, þetta sé alls ekki mikið mál. „Ég held að þetta sé klárlega eitthvað sem er komið til að vera og maður getur nýtt sér í framtíðinni. Til dæmis eins og Íslendingar erlendis. Það er mikið af fólki sem að núna kemst ekki heim, þarf að fara í sóttkví þegar það kemur og aftur þegar það kemur heim. Svo er fólk sem getur það ekki vegna vinnu og öðru þess háttar.“ Sigga segir að það hafi verið ástæðan fyrir því að hún valdi þá leið að vera með link líka, svo fólk gæti horft hvar sem er í heiminum. Þó að fólk geti ekki safnast saman í stórum hópum að horfa á tónleikana, sé hægt að eiga notalega stund heima með sínum nánustu fyrir framan skjáinn. „Það er orðin mikil hefð hjá mörgum að fara á tónleika og nú er búið að kippa þessari hefð út og kippa öllum viðburðum út. Það var því þess vegna sem ég gerði þetta, nú færir maður bara tónleikana heim til fólks. Það er rosalega gaman að þessu.“ Sigga á tónleikum Bylgjunnar á Menningarnótt árið 2018. Hún hefur mikið saknað þess að komast ekki á svið að skemmta fólki síðustu mánuði. Vísir/Vilhelm Streymið komið til að vera Tónleikar heima í stofu opni líka á möguleika fyrir fólk sem annars hefði ekki endilega komist á jólatónleika, eins og einstaklinga í viðkvæmum hópum, fólk með lítil börn og svo framvegis. „Þetta er örugglega framtíðin og á næsta ári getur maður jafnvel verið með þetta streymi líka. Sérstaklega fyrir þá sem búa þá erlendis. Það opnast alltaf einhverjar nýjar dyr þegar einverjar lokast, sem betur fer.“ Sigga viðurkennir að 2020 hafi verið sérstakt. Það hafi ekkert verið æðislegt að þurfa allt í einu að hætta að koma fram með tilheyrandi tekjumissi, líka raddarinnar vegna sem þurfi sífellt að halda í formi. „Síðasta giggið okkar var fjórða eða fimmta mars, svo var bara öllu aflýst. Öllum árshátíðum og hefur ekkert slíkt verið. Stjórnin náði að spila einhver fimm skipti í sumar þegar opnaðist þarna smá glufa en síðan höfum við eiginlega ekkert verið að spila.“ Almenningur þyrstur Hljómsveitin náði þó að koma saman á sviði einu sinni fyrir norðan í október þegar þar máttu koma saman hundrað einstaklingar. Síðan þá hafa þau ekki náð að stíga á svið. „Þetta fer að verða komið gott, en svo er maður alltaf með jákvæða hugsun. Maður verður bara að komast í gegnum þetta og klára þetta og við gerum það. Fólk verður bara að sýna samstöðu svolítið lengur, fólk er orðið þreytt en við verðum bara að sýna samstöðu og klára þetta. Bóluefnið er alveg við dyrnar. En ég sé ekki fram á að ég sé að fara í vinnu janúar, febrúar eða mars hugsa ég. Það verður örugglega í fyrsta lagi í apríl eða maí sem ég get farið að hugsa um það að byrja að vinna aftur.“ Sigga hefur sungið í nokkrum streymum undanfarið og segir að það hafi verið erfitt að koma sér af stað í það eftir svona langa pásu, þó að auðvitað hafi verið gaman þegar hún var byrjuð. „Þá finnur maður akkúrat bara vá, þetta er ógeðslega gaman, þetta er það sem mig langar að vera að gera. Þá finnur maður það og þess vegna vill maður fá hlutina í gang og ég held að almenningur sé líka orðinn þyrstur í að fá að fara út, jafnvel á tónleika eða í leikhús eða eitthvað slíkt. Þetta eru mjög skrítnir og erfiðir tímar.“ Sigga ætlar að jólaskreyta allt sviðið fyrir áhorfendur heima í stofu.Vísir/Vilhelm Gott að fá hlé Þó að 2020 hafi verið erfitt á margan hátt, var þetta ár líka kærkomin hvíld fyrir söngkonuna. „Þetta var búið að vera svo annarsamur tími.“ Jólatónleikar og endurkoma Stjórnarinnar í tilefni af 30 ára afmæli hljómsveitarinnar spiluðu þar stórt hlutverk. „Ég var í rauninni, ef ég á að vera alveg heiðarleg, þá fannst mér rosalega gott að fá þetta hlé. Maður var orðinn svo langþreyttur. Þetta var svo mikið alveg síðustu tvö ár. Síðan geng ég í gegnum skilnað líka, þannig að þetta var búið að vera erfitt ár í fyrra. Ég var bara nokkuð fegin þegar þetta kom, þessi smá hvíld og ég var alveg sátt fram á vor. Ég hef alveg haft nóg að gera og ég er þannig týpa að mér leiðist aldrei og ég er alltaf að gera eitthvað. Svo er ég með krakkana mína aðra hverja viku.“ Það sé þó aldrei gott þegar það fer bara út af reikningnum og ekkert kemur inn. „Þannig að maður hefur bara verið á atvinnuleysisbótum en ég er alltaf bjartsýn.“ Magnaðar týpur Sigga viðurkennir að þegar hægðist á þjóðfélaginu í mars, hafi það verið í fyrsta sinn eftir skilnaðinn sem hún náði að stoppa og melta allt saman. Það hafi samt alveg tekið tíma. „Þegar maður er búinn að vera í svona keyrslu þá tekur það mann rosa tíma að bremsa sig niður.“ Hausinn á fullu og allt á fleygiferð og því taki það tíma að komast á núllið. „Það var ekki fyrr en í maí eða júní sem maður var farinn að slaka. En þetta er voða skrítið.“ 2020 hafi verið skrítið ár, þá sérstaklega að geta ekki hitt allt fólkið sitt og vinina. „Það eina sem maður gerir er að fara út í búð að versla í matinn og svo er maður bara heima. Maður er farinn að sakna þess svolítið, að geta ekki hitt vini sína. Ég er með aldraðan föður þannig að ég er að passa hann fyrir öllum þessum smitum.“ Sigga segir að hún sé heppin og hafi sem betur fer ekki fengið þessa veiru. Hún segir að börnin sín hafi verið mjög fljót að aðlagast að þessum breytingum og reglunum þó að það hafi verið erfitt fyrir þau að geta ekki alltaf hitt vini í vor, enda miklar félagsverur. „Það er alveg merkilegt með krakka hvað þau eru fljót að aðlagast hlutum, þau eru alveg magnaðar týpur.“ Alveg á hvolfi Söngkonan er spennt fyrir jólahátíðinni og ætlar að slaka á njóta með sínum nánustu eftir tónleikana. „Ég er ekki með börnin mín í ár á jólunum sjálfum þannig að ég verð nú örugglega bara með pabba minn. Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður ennþá, maður er ekki alveg farinn að hugsa þangað. En nú er svo mikið stúss í kringum jólatónleikana, búin að vera alveg á hvolfi, þannig að ég verð eiginlega þakklát fyrir að vera róleg í hvíld. Klára árið í húsinu mínu og svo flyt ég í janúar.“ Hún flytur samt bara innan hverfis og mun það því ekki raska heimilislífinu mikið. „Ég elska jólin og jólin eru auðvitað hátíð barnanna og auðvitað á ég eftir að sakna þess að vera ekki með þau ef ég á að segja eins og er. En ég verð með þau um áramótin þannig að ég held gleði þá. Ég tek þau örugglega yfir á jóladag og fæ að halda jól með þeim þá, þetta færist aðeins um dagsetningu þannig að ég held að það verði bara yndislegt.“ Tómur salur Hún hefur alls ekki látið sér leiðast síðustu mánuði og hefur meðal nýtt tímann í hugmyndavinnu, samverustundir með fólkinu sínu og svo að pakka búslóðinni fyrir flutninga í janúar á næsta ári. „Í þessu öllu saman þá er maður auðvitað að vinna þó að maður sé ekki úti að syngja þá er maður að finna hugmyndir og hugsa hvað maður geti farið af stað með. Ég vona til dæmis að jólatónleikarnir mínir á næsta ári verði fyrir fullum sal og allt verði komið í samt lag þá. Því það er náttúrulega ótrúlega skrítið að standa fyrir tómum sal. Af því að tónleikarnir mínir hafa alltaf verið svolítið heimilislegir og ég hef alltaf talað við fólk eins og við séum í einu góðu partýi. Það er svolítið skrítið þegar maður fær ekkert „feedback“ og það er enginn sem klappar eða neitt og maður veit ekkert.“ Tónleikarnir fara fram í beinni útsendingu í Hörpu á föstudag en það verður ekki einn áhorfandi í salnum, aðeins þeir sem að eru að vinna við þessa tónleika. Mikið skipulag fór í að tryggja að öllum reglum væri fylgt og er sviðinu skipt upp í sóttvarnarhólf. Hóparnir blandast ekki og nota ekki sama inngang og svo framvegis. „Það er farið eftir ströngustu reglum og það mega aldrei vera fleiri en tíu á sviðinu, sem verður skipt upp í sóttvarnarsvæði. Hljómsveitin verður alveg sér og við megum ekki fara inn á þeirra svæði og þau mega ekki koma inn á okkar svæði.“ Sigga segir að það verði skrítið að hafa þetta svona aðskilið og geta ekki einu sinni hitt tæknifólkið, nema í síma. „Maður hlýðir þessu öllu, því við erum auðvitað öll að passa hvort annað.“ Tveir leynigestir í ár Með Siggu á sviði verða margir góðir gestir eins og Ragnheiður Gröndal, Diddú, Friðrik Ómar og Jógvan. „Það má eiginlega segja að það séu tveir leynigestir,“ segir Sigga spennt. Hún segist hafa lagt mikið í að setja saman dagskrá sem væri fjölskylduvæn þar sem fólk væri að horfa heima hjá sér. „Ég er sú fyrsta sem ríð á vaðið í þessu og er frumraunin, prufan í þessu öllu saman. Svo maður er svolítið að krossa putta að þetta gangi upp af því að þetta er ótrúlega kostnaðarsamt og það eru komnar fleiri fleiri milljónir í þetta nú þegar,“ segir Sigga. Fleiri tónlistarmenn hafa valið að fara þessa leið í ár svo nokkrir aðrir tónleikar verða í boði í streymi síðar í mánuðinum. „Ég vona bara það besta og vona að fólk taki vel í þetta. Einn aðgangur sem þú getur horft á með fjölskyldunni er ekki nema 3.900, það er ekki einu sinni ódýrasta sætið í Hörpu.“ Sigga segir að hún hafi viljað halda verðinu eins lágu og mögulegt væri svo fleiri geti notið, ekki allir hafi jafn mikil peningaráð. „Mig langar að allir fái að njóta.“ Þó að áhorfendur séu heima í stofu en ekki í Hörpu, þá ætlar Sigga að tjalda öllu til eins og venjulega. „Ég er með alla sviðsmyndina uppi, ég er með LED skjái. Sviðið er alveg skreytt eins og ég hef alltaf gert þetta. Rosaleg sviðsmynd og kjólar og allt eins og venjulega. Þetta er alveg nákvæmlega eins og ég er vön að gera þetta nema þetta er heima í stofu.“
Tónlist Helgarviðtal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira