Aron Þormar Íslandsmeistari eftir jafntefli í uppgjöri toppliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 15:00 Aron Þormar með titilinn ásamt þeim Arelíus Sveini og Ómari Frey. Stöð 2 Sport Aron Þormar Lárusson [Fylki] tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í eFótbolta. Honum dugði jafntefli gegn Alexander Aroni Hannessyni [Keflavík] til að tryggja sér titilinn. Lauk leik þeirra 1-1 og Aron Þormar Íslandsmeistari 2020. Leikir gærdagsins voru að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 E-Sport. Arelíus Sveinn Arelíusarson var þáttastjórnandi og Ómar Freyr Sævarsson lýsti leikjunum. Fyrir leiki gærdagsins var ljóst að Aron Þormar þyrfti aðeins jafntefli gegn Alexander Aron þar sem sá síðarnefndi var eini leikmaður deildarinnar sem gat náð Aroni. Úrvalsdeildin í eFótbolta er þannig sett upp að átta bestu FIFA-spilarar landsins spila innbyrðis í deildarkeppni. Sigurvegari deildarinnar er Íslandsmeistari. Leikmenn notast við Ultimate Team-liðin sín og skipt var úr FIFA 20 í FIFA 21 þegar nýi leikurinn kom út. Vísir ræddi við Aron Þormar í gær og viðurkenndi hann mikla spennu og smá stress fyrir leikjum kvöldsins. Það kom þó ekki að sök og var hann sá yfirvegaðasti í hreinum úrslitaleik gegn Alexander Aroni. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aron Þormar yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Neymar. Alexander tókst að jafna metin en allt kom fyrir ekki, lokatölur 1-1 og Aron Þormar Íslandsmeistari 2020. Hér má sjá útsendingu gærdagsins í heild sinni. Aron er svo sannarlega verðugur sigurvegari en hann tapaði ekki leik á tímabilinu. Hann endaði með 11 sigra og tvö jafntefli. Það sem meira er þá vann hann tvo leiki er hann var í einangrun heima fyrir með kórónuveiruna. Íslandsmeistari í e fotbolta 2020 Posted by Aron Þormar Lárusson on Wednesday, December 2, 2020 „Vörn vinnur titla,“ er hugtak sem a´vel við en Aron Þormar var með bestu vörn úrvalsdeildarinnar. Fékk hann aðeins á sig 17 mörk í leikjunum þrettán. Næsti maður þar á eftir var Alexander Aron með 24 mörk á sig. Þá skoraði Aron Þormar 3. flestu mörk deildarinnar eða 49 talsins. Alexander Aron skoraði 50 en Bjarki Már Sigurðsson [Víking] var markahæstur með 54 mörk. Rafíþróttir Tengdar fréttir Aron Þormar hársbreidd frá titlinum: Spilaði tvo leiki með Covid-19 Klukkan 19.15 í kvöld sýnir Stöð 2 E-Sport beint frá úrvalsdeildinni í eFótbolta. Allar líkur eru á því að Aron Þormar Lárusson í Fylki landi titlinum en hann er hársbreidd frá því. Vísir tók stöðuna á Aroni í gærkvöld. 2. desember 2020 09:31 Árangurinn framar vonum og segir góðan vin sinn ástæðu þess að hann spili í dag Alexaner Aron Hannesson er í toppbaráttunni í úrvalsdeildinni í eFótbolta þar sem keppt er í tölvuleiknum FIFA. Hann hefur þó töluvert lengur haft áhuga á fótbolta sem er spilaður á grasi og taldi sig í raun ekki nægilega góðan til að taka þátt í úrvalsdeildinni. 1. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Lauk leik þeirra 1-1 og Aron Þormar Íslandsmeistari 2020. Leikir gærdagsins voru að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 E-Sport. Arelíus Sveinn Arelíusarson var þáttastjórnandi og Ómar Freyr Sævarsson lýsti leikjunum. Fyrir leiki gærdagsins var ljóst að Aron Þormar þyrfti aðeins jafntefli gegn Alexander Aron þar sem sá síðarnefndi var eini leikmaður deildarinnar sem gat náð Aroni. Úrvalsdeildin í eFótbolta er þannig sett upp að átta bestu FIFA-spilarar landsins spila innbyrðis í deildarkeppni. Sigurvegari deildarinnar er Íslandsmeistari. Leikmenn notast við Ultimate Team-liðin sín og skipt var úr FIFA 20 í FIFA 21 þegar nýi leikurinn kom út. Vísir ræddi við Aron Þormar í gær og viðurkenndi hann mikla spennu og smá stress fyrir leikjum kvöldsins. Það kom þó ekki að sök og var hann sá yfirvegaðasti í hreinum úrslitaleik gegn Alexander Aroni. Eftir markalausan fyrri hálfleik komst Aron Þormar yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Neymar. Alexander tókst að jafna metin en allt kom fyrir ekki, lokatölur 1-1 og Aron Þormar Íslandsmeistari 2020. Hér má sjá útsendingu gærdagsins í heild sinni. Aron er svo sannarlega verðugur sigurvegari en hann tapaði ekki leik á tímabilinu. Hann endaði með 11 sigra og tvö jafntefli. Það sem meira er þá vann hann tvo leiki er hann var í einangrun heima fyrir með kórónuveiruna. Íslandsmeistari í e fotbolta 2020 Posted by Aron Þormar Lárusson on Wednesday, December 2, 2020 „Vörn vinnur titla,“ er hugtak sem a´vel við en Aron Þormar var með bestu vörn úrvalsdeildarinnar. Fékk hann aðeins á sig 17 mörk í leikjunum þrettán. Næsti maður þar á eftir var Alexander Aron með 24 mörk á sig. Þá skoraði Aron Þormar 3. flestu mörk deildarinnar eða 49 talsins. Alexander Aron skoraði 50 en Bjarki Már Sigurðsson [Víking] var markahæstur með 54 mörk.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Aron Þormar hársbreidd frá titlinum: Spilaði tvo leiki með Covid-19 Klukkan 19.15 í kvöld sýnir Stöð 2 E-Sport beint frá úrvalsdeildinni í eFótbolta. Allar líkur eru á því að Aron Þormar Lárusson í Fylki landi titlinum en hann er hársbreidd frá því. Vísir tók stöðuna á Aroni í gærkvöld. 2. desember 2020 09:31 Árangurinn framar vonum og segir góðan vin sinn ástæðu þess að hann spili í dag Alexaner Aron Hannesson er í toppbaráttunni í úrvalsdeildinni í eFótbolta þar sem keppt er í tölvuleiknum FIFA. Hann hefur þó töluvert lengur haft áhuga á fótbolta sem er spilaður á grasi og taldi sig í raun ekki nægilega góðan til að taka þátt í úrvalsdeildinni. 1. nóvember 2020 09:00 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Aron Þormar hársbreidd frá titlinum: Spilaði tvo leiki með Covid-19 Klukkan 19.15 í kvöld sýnir Stöð 2 E-Sport beint frá úrvalsdeildinni í eFótbolta. Allar líkur eru á því að Aron Þormar Lárusson í Fylki landi titlinum en hann er hársbreidd frá því. Vísir tók stöðuna á Aroni í gærkvöld. 2. desember 2020 09:31
Árangurinn framar vonum og segir góðan vin sinn ástæðu þess að hann spili í dag Alexaner Aron Hannesson er í toppbaráttunni í úrvalsdeildinni í eFótbolta þar sem keppt er í tölvuleiknum FIFA. Hann hefur þó töluvert lengur haft áhuga á fótbolta sem er spilaður á grasi og taldi sig í raun ekki nægilega góðan til að taka þátt í úrvalsdeildinni. 1. nóvember 2020 09:00