Hanna getur ekki verið með sínum nánustu yfir hátíðirnar en allir fá góða jólagjöf Stefán Árni Pálsson skrifar 4. desember 2020 16:30 Mynd/Cat Gundry Beck Íslensk-sænska tónlistarkonan Hanna Mia Brekkan sendir frá sér jólaplötu í dag sem ber nafnið Winter Songs. Þar flytur hún lög eftir konur í folk-tónlistarbúningi. Ásamt Hönnu Miu, leikur enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay á hljóðfæri á plötunni. Þá er platan hljóðblönduð af hinum færeyska Sakaris Emil Joensen, sem hún kynntist þegar þau voru bæði í námi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Persónuleg gjöf Hanna Mia er ein þeirra fjölmörgu sem ekki geta verið með ættingjum sínum um jólin vegna heimsfaraldursins, en fjölskylda hennar er búsett í Svíþjóð. Hún ákvað því að setja saman plötuna sem einskonar jólagjöf til sinna nánustu. Lokalag plötunnar, Nu Tändas Tusen Juleljus, er til að mynda sænskt jólalag sem er eftirlætis jólalag ömmu Hönnu Miu. „Amma mín, Marianne Jonstam, er 92 ára og býr í Enköping í Svíþjóð. Ég hringdi í hana og spurði hana hvað væri uppáhalds lagið hennar,“ segir Hanna. Hanna Mia tengist laginu einnig í gegnum systur sína, Emily Reise, en hún er einnig búsett á Íslandi og þær syngja saman á upptökunni. Þær hafa sungið lagið saman síðan þær voru litlar stelpur og því við hæfi að þær leiði saman hesta sína hér. „Þetta er lag sem við sungum alltaf í Svíþjóð, síðasta dag fyrir jólafrí.“ Starfar með Airbnb Hanna Mia hefur gefið út nokkrar plötur en þetta er fyrsta jólaplatan. Líkt og aðrir tónlistarmenn hefur hún þurft að finna nýjar leiðir til að nálgast listina en hún hefur síðustu mánuði meðal annars staðið fyrir reglulegum streymistónleikum í tengslum við Airbnb, auk þess að halda smærri tónleika fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hún á listina ekki langt að sækja en hún er dóttir Helgu Brekkan, kvikmyndagerðarkonu og Mats Jonstam sem er leikstjóri og dagskrárgerðarmaður hjá Sænska ríkissjónvarpinu. Foreldrar hennar eru skilin og því heldur hún jólin á milli tveggja, og stundum þriggja landa. Hún segir jólahaldið fjölbreytilegt milli ára. Alþjóðleg æskujól Hún lýsir sínum eftirlætis jólaminningum frá sameiginlegu húsi stórfjölskyldunnar í Svíþjóð þar sem amma hennar hefur haldið jól síðustu 92 ár. „Hún kemur alltaf og fær vonandi að halda jólin aftur þetta árið,“ segir hún. „Þegar ég var krakki voru alltaf bestu jólin þar. Þá kom fjölskyldan saman og við héldum klassísk sænsk jól. Allir að borða saman jólaskinkuna, kjötbollur og litlar pylsur,“ segir Hanna og hlær. Hún segir að íslensku jólin hafi líka verið yndisleg, á heimili íslensku afa og ömmu. „Á Íslandi um jólin var alltaf mikil tónlist hjá afa og ömmu,“ segir Hanna en íslensku afi og amma voru læknahjónin Ásmundur og Ólöf Helga Brekkan. Jól Tónlist Svíþjóð Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Ásamt Hönnu Miu, leikur enski tónlistarmaðurinn Tom Hannay á hljóðfæri á plötunni. Þá er platan hljóðblönduð af hinum færeyska Sakaris Emil Joensen, sem hún kynntist þegar þau voru bæði í námi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Persónuleg gjöf Hanna Mia er ein þeirra fjölmörgu sem ekki geta verið með ættingjum sínum um jólin vegna heimsfaraldursins, en fjölskylda hennar er búsett í Svíþjóð. Hún ákvað því að setja saman plötuna sem einskonar jólagjöf til sinna nánustu. Lokalag plötunnar, Nu Tändas Tusen Juleljus, er til að mynda sænskt jólalag sem er eftirlætis jólalag ömmu Hönnu Miu. „Amma mín, Marianne Jonstam, er 92 ára og býr í Enköping í Svíþjóð. Ég hringdi í hana og spurði hana hvað væri uppáhalds lagið hennar,“ segir Hanna. Hanna Mia tengist laginu einnig í gegnum systur sína, Emily Reise, en hún er einnig búsett á Íslandi og þær syngja saman á upptökunni. Þær hafa sungið lagið saman síðan þær voru litlar stelpur og því við hæfi að þær leiði saman hesta sína hér. „Þetta er lag sem við sungum alltaf í Svíþjóð, síðasta dag fyrir jólafrí.“ Starfar með Airbnb Hanna Mia hefur gefið út nokkrar plötur en þetta er fyrsta jólaplatan. Líkt og aðrir tónlistarmenn hefur hún þurft að finna nýjar leiðir til að nálgast listina en hún hefur síðustu mánuði meðal annars staðið fyrir reglulegum streymistónleikum í tengslum við Airbnb, auk þess að halda smærri tónleika fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hún á listina ekki langt að sækja en hún er dóttir Helgu Brekkan, kvikmyndagerðarkonu og Mats Jonstam sem er leikstjóri og dagskrárgerðarmaður hjá Sænska ríkissjónvarpinu. Foreldrar hennar eru skilin og því heldur hún jólin á milli tveggja, og stundum þriggja landa. Hún segir jólahaldið fjölbreytilegt milli ára. Alþjóðleg æskujól Hún lýsir sínum eftirlætis jólaminningum frá sameiginlegu húsi stórfjölskyldunnar í Svíþjóð þar sem amma hennar hefur haldið jól síðustu 92 ár. „Hún kemur alltaf og fær vonandi að halda jólin aftur þetta árið,“ segir hún. „Þegar ég var krakki voru alltaf bestu jólin þar. Þá kom fjölskyldan saman og við héldum klassísk sænsk jól. Allir að borða saman jólaskinkuna, kjötbollur og litlar pylsur,“ segir Hanna og hlær. Hún segir að íslensku jólin hafi líka verið yndisleg, á heimili íslensku afa og ömmu. „Á Íslandi um jólin var alltaf mikil tónlist hjá afa og ömmu,“ segir Hanna en íslensku afi og amma voru læknahjónin Ásmundur og Ólöf Helga Brekkan.
Jól Tónlist Svíþjóð Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira