Hugljúfur flutningur Jóhönnu Guðrúnar á ódauðlegu jólalagi Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2020 20:25 Davíð Sigurgeirsson og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir taka lagið í Hellisgerði í kvöld. Vísir/Egill Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona flutti hið klassíska jólalag Have Yourself a Merry Little Christmas ásamt eiginmanni sínum Davíð Sigurgeirssyni í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flutningurinn, sem finna má neðst í fréttinni, tónaði vel við jólaljósin í miðbæ Hafnarfjarðar, sem eru einkar vegleg í ár. Fram kom í kvöldfréttum að miðbærinn hefði verið skreyttur sérstaklega þetta árið, nú þegar skemmtanir og önnur hátíðahöld eru af skornari skammti en oftast áður. Í Hellisgerði, almenningsgarði í miðbæ Hafnarfjarðar, hafði svo sannarlega verið tekið til hendinni og jólaljós prýddu nær hvert einasta tré þegar Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður leit þar við í beinni útsendingu í kvöld. Ljósadýrð í Hellisgerði í kvöld.Vísir/Egill Til að auka enn frekar á jólastemninguna voru Hafnfirðingarnir Jóhanna Guðrún og Davíð fengnir til að flytja lagið Have Yourself a Merry Little Christmas, sem hin goðsagnakennda Judy Garland frumflutti í kvikmyndinni Meet Me in St. Lous árið 1944. Lagið hefur síðan orðið eitt vinsælasta jólalag hins vestræna heims og fjölmargir tónlistarmenn tekið það upp á sína arma. Þar má nefna Frank Sinatra, Sam Smith og jólalagakónginn Michael Bublé. Flutning Jóhönnu Guðrúnar og Davíðs úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa og hlýða á í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Jól Hafnarfjörður Jólalög Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Flutningurinn, sem finna má neðst í fréttinni, tónaði vel við jólaljósin í miðbæ Hafnarfjarðar, sem eru einkar vegleg í ár. Fram kom í kvöldfréttum að miðbærinn hefði verið skreyttur sérstaklega þetta árið, nú þegar skemmtanir og önnur hátíðahöld eru af skornari skammti en oftast áður. Í Hellisgerði, almenningsgarði í miðbæ Hafnarfjarðar, hafði svo sannarlega verið tekið til hendinni og jólaljós prýddu nær hvert einasta tré þegar Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður leit þar við í beinni útsendingu í kvöld. Ljósadýrð í Hellisgerði í kvöld.Vísir/Egill Til að auka enn frekar á jólastemninguna voru Hafnfirðingarnir Jóhanna Guðrún og Davíð fengnir til að flytja lagið Have Yourself a Merry Little Christmas, sem hin goðsagnakennda Judy Garland frumflutti í kvikmyndinni Meet Me in St. Lous árið 1944. Lagið hefur síðan orðið eitt vinsælasta jólalag hins vestræna heims og fjölmargir tónlistarmenn tekið það upp á sína arma. Þar má nefna Frank Sinatra, Sam Smith og jólalagakónginn Michael Bublé. Flutning Jóhönnu Guðrúnar og Davíðs úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa og hlýða á í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Jól Hafnarfjörður Jólalög Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira