Keyrðu úr Hólminum, æfingunni var aflýst og þeir teknir af löggunni á leiðinni til baka: „Þeir færðu fórnir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. desember 2020 15:01 Brynjar Þór Björnsson og Teitur Örlygsson í settinu á föstudagskvöldið. /Skjáskot Stöð 2 Sport Brynjar Þór Björnsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og núverandi leikmaður KR, segir að „nýja“ landsliðið okkar verði að vera tilbúið að færa fórnir. Brynjar var gestur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska landsliðið sem vann báða leiki sína í undankeppni EuroBasket á dögunum. Stórskyttan var hluti af hópnum sem fór í tvígang á stórmót en hann segir að strákarnir sem eru að koma inn núna þurfi að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. „Þessi hópur sem er að hverfa, sem voru í landsliðinu í tíu ár, bjuggu til kjarna sem þú býrð ekki til á einu ári,“ sagði Brynjar og sagði að einhverjir af „nýju“ leikmönnunum þurfa að sætta sig við að spila lítið. „Ægir, Elvar, Hörður Axel, Jón Axel, Martin. Það er einhver af þessum sem er ekki að fara spila mjög mikið en það er lykilatriði að þeir búi til þennan sterka kjarna. Það er sama með fótboltalandsliðið. Það þarf að leggja vinnu þetta og fórna þér fyrir land og þjóð. Þú færð engan pening fyrir að spila við íslenska landsliðið.“ Hann segir að það sé mikið stolt í að spila með íslenska landsliðinu og nefndi til að mynda Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson. „Ég var fyrir aftan Jón og Loga og fékk varla að spila. Mér fannst þetta bara svo gaman. Að vera á æfingum og reyna sanna mig. Það gekk ekkert allt of vel en...,“ sagði Brynjar léttur og tók Loga Gunnarsson sem dæmi. „Logi var átján sumur, þar sem hann fórnaði sínum tíma til þess að vera með landsliðinu. Þetta var bara stolt hans að vera með og sama með Jón. Það voru einhver átján ár. Jakob og Hlynur einnig. Það eru margar góðar sögur.“ „Til dæmis þar sem Hlynur og Siggi voru að koma úr Hólminum heilt í sumar til þess að koma á æfingar. Svo kom eitthvað upp á að æfingin datt upp fyrir og þeir keyra aftur til baka. Þeir voru teknir af löggunni og þeir þurftu að greiða það sjálfir. Það borgaði það enginn fyrir þá. Þeir færðu fórnir og gerðu það að verkum að við fórum tvisvar á EuroBasket,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar og Teitur um landsliðið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira
Brynjar var gestur í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið þar sem farið var yfir víðan völl. Þar á meðal íslenska landsliðið sem vann báða leiki sína í undankeppni EuroBasket á dögunum. Stórskyttan var hluti af hópnum sem fór í tvígang á stórmót en hann segir að strákarnir sem eru að koma inn núna þurfi að vera tilbúnir að leggja mikið á sig. „Þessi hópur sem er að hverfa, sem voru í landsliðinu í tíu ár, bjuggu til kjarna sem þú býrð ekki til á einu ári,“ sagði Brynjar og sagði að einhverjir af „nýju“ leikmönnunum þurfa að sætta sig við að spila lítið. „Ægir, Elvar, Hörður Axel, Jón Axel, Martin. Það er einhver af þessum sem er ekki að fara spila mjög mikið en það er lykilatriði að þeir búi til þennan sterka kjarna. Það er sama með fótboltalandsliðið. Það þarf að leggja vinnu þetta og fórna þér fyrir land og þjóð. Þú færð engan pening fyrir að spila við íslenska landsliðið.“ Hann segir að það sé mikið stolt í að spila með íslenska landsliðinu og nefndi til að mynda Loga Gunnarsson, Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson. „Ég var fyrir aftan Jón og Loga og fékk varla að spila. Mér fannst þetta bara svo gaman. Að vera á æfingum og reyna sanna mig. Það gekk ekkert allt of vel en...,“ sagði Brynjar léttur og tók Loga Gunnarsson sem dæmi. „Logi var átján sumur, þar sem hann fórnaði sínum tíma til þess að vera með landsliðinu. Þetta var bara stolt hans að vera með og sama með Jón. Það voru einhver átján ár. Jakob og Hlynur einnig. Það eru margar góðar sögur.“ „Til dæmis þar sem Hlynur og Siggi voru að koma úr Hólminum heilt í sumar til þess að koma á æfingar. Svo kom eitthvað upp á að æfingin datt upp fyrir og þeir keyra aftur til baka. Þeir voru teknir af löggunni og þeir þurftu að greiða það sjálfir. Það borgaði það enginn fyrir þá. Þeir færðu fórnir og gerðu það að verkum að við fórum tvisvar á EuroBasket,“ sagði Brynjar. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Brynjar og Teitur um landsliðið Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Sjá meira