„Leið betur þegar ég drakk og notaði áfengi til að deyfa kvíða og vanlíðan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2020 13:31 Geir Ólafs talar um kvíðann í samtali við Sölva Tryggvason. Söngvarinn Geir Ólafsson hefur í mörg ár barist við mikinn kvíða allt síðan hann var lítið barn. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Geir segist hafa fengið sín fyrstu kvíðaköstin án þess að gera sér grein fyrir því hvað væri að hrjá hann. „Ég er mikill kvíðasjúklingur og hef í raun verið það alveg síðan ég var 6 ára gamall. Það má segja að ég sé í meistaradeildinni í kvíðaröskun. Ég man eftir fyrstu kvíðaköstunum mínum strax þegar ég var sex ára og þá fékk ég líklega ekki þá hjálp sem ég hefði þurft. Að fá kvíðakast er eitt það óþægilegasta sem maður getur upplifað og maður ruglast í rýminu við að upplifa svona sem barn. En ég er mjög þakklátur fyrir það hvar ég er staddur í dag miðað við það hve slæmt þetta var orðið á tímabili. Mitt stærsta verkefni er að vera ekki hræddur við þetta þegar það kemur. En ég er búinn að sætta mig við að þurfa reglulega að leita mér læknishjálpar út af þessu,” segir Geir og bætir við að eitt af því sem hafi lagað ástandið mikið hafi verið að hætta að drekka. „Mér leið betur þegar ég drakk og notaði áfengi til að deyfa kvíða og vanlíðan, en svo var mér farið að líða jafnilla á meðan ég var fullur og enn þá verr þegar rann af mér. Ég drakk alltaf Bacardi í kók og ég man að ég hringdi einu sinni í umboðið til að kvarta undan verðinu á Bacardi og þá var mér vinsamlegast sagt að ég yrði að leita mér hjálpar. Sem betur fer tókst mér að þiggja aðstoð og hætta að drekka. Það gjörbreytti lífi mínu til hins betra.” Eiginkona Geirs er frá Kólumbíu og Geir hefur því verið talsvert í höfuðborginni Bogota. Í þættinum segir hann sögu af því þegar hann var fenginn til að syngja á tónleikum sem voru sýndir beint í ríkissjónvarpi Kólumbíu. Sendur beint á spítala „Það endaði með því að ég var sendur á spítala með háfjallaveiki eftir að hafa tekið háa C-ið í þunna loftinu. Ég var bara nýkominn til Bogota, sem er vel á þriðja þúsund metra yfir sjávarmáli og það tekur líkamann yfirleitt nokkra daga að aðlagast. Þetta var mikið og stórt tækifæri fyrir mig, sem heppnaðist mjög vel, en þegar maður reynir svona mikið á sig getur það tekið toll og eftir tónleikana var ég sendur beint á spítala. Ég gat bara ekki andað og var mjög máttlaus með höfuðverki og sjóntruflanir, en reynslan af því að fara á spítala í Kólumbíu var frábær. Ég var látinn vera þar í tæpa sólarhringa og þjónustan sem ég fékk var eiginlega bara mögnuð. Það var gegnið úr skugga um allt saman og ég var rannsakaður í bak og fyrir og ég þurfti ekki einu sinni að borga nema mjög lítið.” Geir segir reynslu sína af Kólumbíu frábæra, en auðvitað finni hann á köflum fyrir fátæktinni á ákveðnum svæðum. „Kólumbíumenn eru ofboðslega gott fólk og það er tekið frábærlega á móti manni alls staðar. En maður sér auðvitað sums staðar hluti þarna sem myndu þykja mjög óeðlilegir hjá okkur. Það kemur reglulega fyrir á ákveðnum stöðum þegar maður er að keyra að maður sér látið fólk í vegkantinum sem á eftir að sækja og svo sér maður á milli akreina á ákveðnum stöðum garða þar sem fólk býr í pappakössum með allt sitt hafurtask í svörtum plastpokum af því að það er mikil fátækt á ákveðnum stöðum.” Söng fyrir Vladimir Putin fyrir innan tugi læstra dyra Geir hefur sungið um allan heim og í þættinum segir Geir einnig sögu af því þegar hann var fenginn til að spila fyrir Vladimir Putin og fleiri valdamenn í höll í Moskvu. „Ég held að ég hafi gengið í gegnum svona 50 dyr og mér var alveg hætt að lítast á blikuna þegar ég var búinn að fara í gegnum helminginn af dyrunum. Sérstaklega af því að hverjum einustu dyrum var lokað og læst eftir að ég var kominn í gegn, þannig að ímyndunaraflið fór á fullt og ég fékk svakalega innilokunarkennd. En ég náði að halda ró minni af því að ég var með fleiri Íslendingum þarna. Ég er nógu kvíðinn fyrir, en hjartslátturinn rauk upp þegar ég var að fara að byrja að syngja og horfði á Putin og félaga hans fyrir framan mig þunga á brún. En svo fór ég að syngja My Way og þá byrjaði brosið að koma á varirnar og það létti yfir hópnum. Eftir á að hyggja var þetta mjög skemmtileg reynsla og ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að koma svona víða fram sem söngvari.” Geir kom inn á svið íslenskrar tónlistar svo eftir var tekið. Í fyrstu voru ekki allir sáttir við hann, en með mikilli elju, góðu hugarfari og náungakærleik er í dag erfitt að finna manneskju sem ekki þykir vænt um Geir, sem stressar sig ekki mikið á slæmu umtali. „Þeir aðilar sem eru að tjá sig um mann án þess að þekkja mann eru í raun bestu markaðsmenn sem til eru og ég hræðist ekki það sem fólk segir um mig. Ef maður kemur vel fram við náungann og talar ekki illa um fólk endar það á að ná í gegn." Í þættinum ræða Sölvi og Geir um tengingarnar við Kólumbíu, söng fyrir Pútín Rússlandsforseta, ofsjónir eftir mikla drykkju og fleira og fleira Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
„Ég er mikill kvíðasjúklingur og hef í raun verið það alveg síðan ég var 6 ára gamall. Það má segja að ég sé í meistaradeildinni í kvíðaröskun. Ég man eftir fyrstu kvíðaköstunum mínum strax þegar ég var sex ára og þá fékk ég líklega ekki þá hjálp sem ég hefði þurft. Að fá kvíðakast er eitt það óþægilegasta sem maður getur upplifað og maður ruglast í rýminu við að upplifa svona sem barn. En ég er mjög þakklátur fyrir það hvar ég er staddur í dag miðað við það hve slæmt þetta var orðið á tímabili. Mitt stærsta verkefni er að vera ekki hræddur við þetta þegar það kemur. En ég er búinn að sætta mig við að þurfa reglulega að leita mér læknishjálpar út af þessu,” segir Geir og bætir við að eitt af því sem hafi lagað ástandið mikið hafi verið að hætta að drekka. „Mér leið betur þegar ég drakk og notaði áfengi til að deyfa kvíða og vanlíðan, en svo var mér farið að líða jafnilla á meðan ég var fullur og enn þá verr þegar rann af mér. Ég drakk alltaf Bacardi í kók og ég man að ég hringdi einu sinni í umboðið til að kvarta undan verðinu á Bacardi og þá var mér vinsamlegast sagt að ég yrði að leita mér hjálpar. Sem betur fer tókst mér að þiggja aðstoð og hætta að drekka. Það gjörbreytti lífi mínu til hins betra.” Eiginkona Geirs er frá Kólumbíu og Geir hefur því verið talsvert í höfuðborginni Bogota. Í þættinum segir hann sögu af því þegar hann var fenginn til að syngja á tónleikum sem voru sýndir beint í ríkissjónvarpi Kólumbíu. Sendur beint á spítala „Það endaði með því að ég var sendur á spítala með háfjallaveiki eftir að hafa tekið háa C-ið í þunna loftinu. Ég var bara nýkominn til Bogota, sem er vel á þriðja þúsund metra yfir sjávarmáli og það tekur líkamann yfirleitt nokkra daga að aðlagast. Þetta var mikið og stórt tækifæri fyrir mig, sem heppnaðist mjög vel, en þegar maður reynir svona mikið á sig getur það tekið toll og eftir tónleikana var ég sendur beint á spítala. Ég gat bara ekki andað og var mjög máttlaus með höfuðverki og sjóntruflanir, en reynslan af því að fara á spítala í Kólumbíu var frábær. Ég var látinn vera þar í tæpa sólarhringa og þjónustan sem ég fékk var eiginlega bara mögnuð. Það var gegnið úr skugga um allt saman og ég var rannsakaður í bak og fyrir og ég þurfti ekki einu sinni að borga nema mjög lítið.” Geir segir reynslu sína af Kólumbíu frábæra, en auðvitað finni hann á köflum fyrir fátæktinni á ákveðnum svæðum. „Kólumbíumenn eru ofboðslega gott fólk og það er tekið frábærlega á móti manni alls staðar. En maður sér auðvitað sums staðar hluti þarna sem myndu þykja mjög óeðlilegir hjá okkur. Það kemur reglulega fyrir á ákveðnum stöðum þegar maður er að keyra að maður sér látið fólk í vegkantinum sem á eftir að sækja og svo sér maður á milli akreina á ákveðnum stöðum garða þar sem fólk býr í pappakössum með allt sitt hafurtask í svörtum plastpokum af því að það er mikil fátækt á ákveðnum stöðum.” Söng fyrir Vladimir Putin fyrir innan tugi læstra dyra Geir hefur sungið um allan heim og í þættinum segir Geir einnig sögu af því þegar hann var fenginn til að spila fyrir Vladimir Putin og fleiri valdamenn í höll í Moskvu. „Ég held að ég hafi gengið í gegnum svona 50 dyr og mér var alveg hætt að lítast á blikuna þegar ég var búinn að fara í gegnum helminginn af dyrunum. Sérstaklega af því að hverjum einustu dyrum var lokað og læst eftir að ég var kominn í gegn, þannig að ímyndunaraflið fór á fullt og ég fékk svakalega innilokunarkennd. En ég náði að halda ró minni af því að ég var með fleiri Íslendingum þarna. Ég er nógu kvíðinn fyrir, en hjartslátturinn rauk upp þegar ég var að fara að byrja að syngja og horfði á Putin og félaga hans fyrir framan mig þunga á brún. En svo fór ég að syngja My Way og þá byrjaði brosið að koma á varirnar og það létti yfir hópnum. Eftir á að hyggja var þetta mjög skemmtileg reynsla og ég er svo þakklátur fyrir að hafa fengið að koma svona víða fram sem söngvari.” Geir kom inn á svið íslenskrar tónlistar svo eftir var tekið. Í fyrstu voru ekki allir sáttir við hann, en með mikilli elju, góðu hugarfari og náungakærleik er í dag erfitt að finna manneskju sem ekki þykir vænt um Geir, sem stressar sig ekki mikið á slæmu umtali. „Þeir aðilar sem eru að tjá sig um mann án þess að þekkja mann eru í raun bestu markaðsmenn sem til eru og ég hræðist ekki það sem fólk segir um mig. Ef maður kemur vel fram við náungann og talar ekki illa um fólk endar það á að ná í gegn." Í þættinum ræða Sölvi og Geir um tengingarnar við Kólumbíu, söng fyrir Pútín Rússlandsforseta, ofsjónir eftir mikla drykkju og fleira og fleira Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira