Búnir að fara í sóttkví
Loksins, loksins eru jólasveinarnir á leið til byggða. Þeir eru búnir að fara í sóttkví og sprittaðir í bak og fyrir en hressir og kátir að vanda, jafnvel þótt það sé stundum flókið að vera jólasveinn. Stekkjastaur er orðinn háður Instagram. Ketkrókur breytti sér í Ketó krók. Bjúgnakrókur er orðinn grænmetisæta og Gáttaþefur fékk Covid-19 og finnur ekki lengur lykt.
Von er á sögum, söng og tónlist, fróðleik, gríni og gleði á hverjum degi fram að jólum frá Borgarleikhúsinu. Gluggar í Jóladagatali leikhússins eru birtir daglega hér á Vísi.