Kerfisvandamál en ekki tölvuárás Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 20:24 Bilunin náði til fleiri kerfa hjá forritum Facebook. Getty/Hakan Nural Bilun í skilaboðaforritum Facebook í morgun er ekki vegna tölvuárásar. Þetta segir Atli Stefán Yngvason hjá tæknivarpinu, sem ræddi þessa umtöluðu bilun í Reykjavík síðdegis í dag. Það fór ekki fram hjá mörgum þegar Facebook Messenger lá niðri í morgun. Notendur gátu ekki sent skilaboð sín á milli og virtist sem internetið lægi niðri. Bilunin náði þó ekki einungis til Facebook Messenger, heldur var hún einnig í skilaboðum Instagram og Whatsapp. „Það hefur ekki komið neitt opinbert frá Facebook, en það er vitað að Facebook er að vinna að því innanhúss að sameina undirliggjandi kerfi fyrir skilaboðakerfin sín, sem eru ekki bara Facebook Messenger. Það var ekki bara Facebook Messenger sem datt niður í morgun upp úr 9:30, heldur voru það líka Instagram og Whatsapp skilaboðin sem lentu öll í vandræðum,“ segir Atli Stefán. „Tilgátan í mínum geira er að það sé vegna þessarar sameiningar, að það sé verið að sameina þjónustuna í eitt kerfi í staðinn fyrir að vera með mörg kerfi.“ Hann segir ljóst að ekki sé um árás að ræða, enda væri slíkt atvik tilkynningarskylt. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook og þó fátt sé um skýringar sé greinilegt að mikil vinna sé í gangi í kerfum fyrirtækisins. „Það er búið að vera slatti af útföllum núna í tvær vikur þannig það er greinilega einhver þung vinna í gangi sem hefur áhrif á öll kerfin,“ segir Atli Stefán. „Þetta er einungis kerfisvandamál.“ Hlusta má á viðtalið við Atla Stefán hér að neðan. Samfélagsmiðlar Facebook Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira
Það fór ekki fram hjá mörgum þegar Facebook Messenger lá niðri í morgun. Notendur gátu ekki sent skilaboð sín á milli og virtist sem internetið lægi niðri. Bilunin náði þó ekki einungis til Facebook Messenger, heldur var hún einnig í skilaboðum Instagram og Whatsapp. „Það hefur ekki komið neitt opinbert frá Facebook, en það er vitað að Facebook er að vinna að því innanhúss að sameina undirliggjandi kerfi fyrir skilaboðakerfin sín, sem eru ekki bara Facebook Messenger. Það var ekki bara Facebook Messenger sem datt niður í morgun upp úr 9:30, heldur voru það líka Instagram og Whatsapp skilaboðin sem lentu öll í vandræðum,“ segir Atli Stefán. „Tilgátan í mínum geira er að það sé vegna þessarar sameiningar, að það sé verið að sameina þjónustuna í eitt kerfi í staðinn fyrir að vera með mörg kerfi.“ Hann segir ljóst að ekki sé um árás að ræða, enda væri slíkt atvik tilkynningarskylt. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook og þó fátt sé um skýringar sé greinilegt að mikil vinna sé í gangi í kerfum fyrirtækisins. „Það er búið að vera slatti af útföllum núna í tvær vikur þannig það er greinilega einhver þung vinna í gangi sem hefur áhrif á öll kerfin,“ segir Atli Stefán. „Þetta er einungis kerfisvandamál.“ Hlusta má á viðtalið við Atla Stefán hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Facebook Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira
Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18