Áhorfendur Stöðvar 2 fá tækifæri til að fylgjast með smalamennskunni í þættinum Um land allt. Að sögn Kristins er mikil ásókn í að fá að taka þátt í leitunum hvert haust og komast færri að en vilja. Athygli vekur hvað hlutur kvenna er orðinn stór en þær voru álíka margar og karlar að þessu sinni.
Landmannaafréttur er norðaustan Heklu, afmarkast af Tungnaá og Torfajökli, og er víðast hvar í yfir sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Talið er að bændur í Rangárvallasýslu hafi rekið fé þangað til sumarbeitar allt frá landnámsöld. Göngurnar gætu þannig verið einhver elsti þáttur í þjóðmenningu Íslendinga.
„Þessi fjallferð er klárlega mesti menningarviðburður sveitarinnar,“ segir Erlendur Ingvarsson, bóndi í Skarði í Landsveit.
Blikur eru á lofti um framtíð upprekstrar á hálendið. Kröfur hafa komið fram um bann við lausagöngu búfjár og friðun afrétta og hefur Landmannaafréttur meðal annars verið nefndur í því sambandi.
Þátturinn er á dagskrá í kvöld, mánudagskvöld, kl. 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: