Sú besta í CrossFit heiminum hefur sett stefnuna á Vetrarólympíuleikana 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 12:00 Tia-Clair Toomey með eiginmanni sínum og þjálfara xxx sem og heimsmeistaranum í karlaflokki, Mathew Fraser. Instagram/@tiaclair1 Tia-Clair Toomey hefur unnið síðustu fjóra heimsmeistaratitla í CrossFit en það er önnur íþrótt sem mun eiga hug hennar á næstu mánuðum. Langbesta CrossFit kona heimsins undanfarin ár er að leita upp í ný ævintýri og það í nýrri íþrótt. Tia-Clair Toomey mun hlaða CrossFit batteríin sín með sérstökum hætti fyrir komandi tímabil. Toomey er nú kominn til Suður-Kóreu og til móts við bobsleðalandslið Ástralíu sem er þar í æfingabúðum. Hún staðfesti komu sína til Kóreu á Instagram reikningi sínum í gær. Markmiðið er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar. Toomey mun eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Suður-Kóreu áður en byrjar nýtt CrossFit tímabil. Tímabilið byrjar í febrúar með opna hlutanum sem er greinilega ekki í forgangi hjá heimsmeistaranum. Tia-Clair hefur ekki lagt mikla áherslu á The Open og er þar sjaldan í hópi efstu kvenna. Hún toppar hins vegar alltaf á heimsleikunum þar sem enginn hefur átt möguleika í hana undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) Toomey ætlar sér sem sagt að vinna sér sæti í Ólympíuliði Ástralíu sem liðsmaður bobsleðalandsliðsins. Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína frá 4. til 20. febrúar 2022. „Markmiðið er auðvitað að vinna tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði Tia-Clair Toomey í hlaðvarpsþættinum Big Idea Big Moves. „Ég hef enga hugmynd um hvað bíður mín og veit ekki hvað ég er að fara út í. Þetta var samt tækifæri sem mér fannst vera mjög, mjög svalt,“ sagði Toomey. Það vita það kannski ekki allir að Tia-Clair Toomey hefur keppt á Ólympíuleikum áður. Hún keppti í kraftlyftingum á Sumarólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð þá í fjórtánda sæti í 58 kílóa flokknum. Hún yrði auðvitað fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn til að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum. Eins og sést hér fyrir ofan þá þarf Toomey nú að fara í sóttkví í fjórtán daga á hóteli með eiginmanni sínum og þjálfara áður en hún fær að fara út meðal fólks í Suður-Kóreu. Eftir það mun hún síðan hefja æfingarnar með ástralska bobsleðalandsliðinu sem æfir auðvitað ekki á ís í heimalandinu enda er þar mitt sumar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Ólympíuleikar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Langbesta CrossFit kona heimsins undanfarin ár er að leita upp í ný ævintýri og það í nýrri íþrótt. Tia-Clair Toomey mun hlaða CrossFit batteríin sín með sérstökum hætti fyrir komandi tímabil. Toomey er nú kominn til Suður-Kóreu og til móts við bobsleðalandslið Ástralíu sem er þar í æfingabúðum. Hún staðfesti komu sína til Kóreu á Instagram reikningi sínum í gær. Markmiðið er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar. Toomey mun eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Suður-Kóreu áður en byrjar nýtt CrossFit tímabil. Tímabilið byrjar í febrúar með opna hlutanum sem er greinilega ekki í forgangi hjá heimsmeistaranum. Tia-Clair hefur ekki lagt mikla áherslu á The Open og er þar sjaldan í hópi efstu kvenna. Hún toppar hins vegar alltaf á heimsleikunum þar sem enginn hefur átt möguleika í hana undanfarin ár. View this post on Instagram A post shared by Tia-Clair Toomey (@tiaclair1) Toomey ætlar sér sem sagt að vinna sér sæti í Ólympíuliði Ástralíu sem liðsmaður bobsleðalandsliðsins. Næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína frá 4. til 20. febrúar 2022. „Markmiðið er auðvitað að vinna tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum,“ sagði Tia-Clair Toomey í hlaðvarpsþættinum Big Idea Big Moves. „Ég hef enga hugmynd um hvað bíður mín og veit ekki hvað ég er að fara út í. Þetta var samt tækifæri sem mér fannst vera mjög, mjög svalt,“ sagði Toomey. Það vita það kannski ekki allir að Tia-Clair Toomey hefur keppt á Ólympíuleikum áður. Hún keppti í kraftlyftingum á Sumarólympíuleikunum í Ríó árið 2016 og varð þá í fjórtánda sæti í 58 kílóa flokknum. Hún yrði auðvitað fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn til að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum. Eins og sést hér fyrir ofan þá þarf Toomey nú að fara í sóttkví í fjórtán daga á hóteli með eiginmanni sínum og þjálfara áður en hún fær að fara út meðal fólks í Suður-Kóreu. Eftir það mun hún síðan hefja æfingarnar með ástralska bobsleðalandsliðinu sem æfir auðvitað ekki á ís í heimalandinu enda er þar mitt sumar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Ólympíuleikar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira