Viðskipti erlent

YouTube, Gmail og Google Drive liggja niðri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Íslendingar komast ekki inn á YouTube sem stendur frekar en fjölmargir Evrópubúar.
Íslendingar komast ekki inn á YouTube sem stendur frekar en fjölmargir Evrópubúar.

Notendur víða um heim, þar á meðal á Íslandi, finna fyrir því þessa stundina að YouTube, Gmail og Google Drive virka ekki sem skyldi. Á vefsíðunni Downdetector má sjá tugþúsundir manna um heim allan tilkynna að þeir geta ekki notað YouTube. 

Áætlað er að um tveir milljarðar notenda noti YouTube í hverjum mánuði. YouTube er í eigu Google. Á annað hundrað þúsund manns hafa tilkynnt bilunina á vefsíðunni Downdetector.

Bilunin í dag kemur í framhaldi af bilun hjá Facebook varðandi Messenger samskiptaforritið fimmtudaginn 10. desember. Talið er að um hafi verið að ræða kerfisbilun en ekki tölvuárás eins og ýmsum datt í hug.

Eins og sést á þessu korti Downdetector.com hafa langflestar tilkynningar um bilun YouTube borist frá Evrópu.Downdetector.com

Uppfært klukkan 12:35: YouTube og önnur forrit Google virðast vera farin að virka á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Kerfis­vanda­mál en ekki tölvu­á­rás

Bilun í skilaboðaforritum Facebook í morgun er ekki vegna tölvuárásar. Þetta segir Atli Stefán Yngvason hjá tæknivarpinu, sem ræddi þessa umtöluðu bilun í Reykjavík síðdegis í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×