Cyberpunk 2077: Átta ára bið lokið en fjölmargir gallar koma niður á annars geggjuðum leik Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2020 08:32 Night City getur verið einkar heillandi borg. Hún er mjög stór og þar leynast áhugaverðar persónur og sögur. Vísir/CDPR Þrátt fyrir vandræðaútgáfu og fjölmarga bögga er Cyberpunk 2077 líklega einn af skemmtilegustu leikjum sem ég hef spilað. Geggjað andrúmsloft, áhugaverðar persónur og góð sögusköpun gerir gífurlega mikið fyrir leikinn og það sama má segja um hratt, fjölbreytt og á köflum strembið bardagakerfi. Þó framleiðendur leiksins, CD Projekt Red hafi ekki framleitt marga leiki í gegnum tíðina, eru fáir framleiðendur, ef einhverjir, sem ég myndi treysta meira til að girða sig í brók. Það traust byggir á framleiðslusögu Witcher 3, sem er einn besti leikur alheimsins, og áframhaldandi þróunar hans eftir útgáfu. Það er helst tvennt sem ég veit um Cyberpunk 2077 eftir að hafa spilað leikinn í rúmar 40 klukkustundir. Það fyrsta er að leikurinn er verulega ókláraður. Þó hann hafi upprunalega átt að koma út í apríl og hafi verið frestað nokkrum sinnum til 10. desember, hefði hann haft gott af nokkrum mánuðum til viðbótar. Leikurinn er löðrandi í svokölluðum böggum, smáum sem stórum, og þeir geta reynst ansi pirrandi. Ég spilaði CP2077 á PS5 og einnig PC, þar sem ég hef spilað leikinn mest, og komst þannig hjá verstu útlitsgöllunum, en þar sem ég er ekki búinn að vera í helli síðustu dagana, veit ég vel af vandamálum þeirra sem hafa verið að spila leikinn á PS4 og Xbox One. Fjölmiðlar fengu ekki aðgang að leiknum í PS4 og Obox One og því hafði ekki litið dagsins ljós hvernig hann leit út. Hann lítur ekki vel út. Það verður að segjast eins og er. Mikið er um útlits- og spilunargalla í þessum útgáfum leiksins. Brandararnir hafa heldur ekki farið fram hjá manni. Vandinn er svo mikill að CD Projekt Red baðst afsökunar og hefur boðið þeim sem keyptu leikinn að fá endurgreiðslu, samt ekki. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast staðráðnir í að byggja upp traust þeirra við spilara aftur. Þá standi til að gefa út svokallaða plástra, sem eigi að laga leikinn, á næstu vikum. Forsvarsmenn CDPR hafa gefið í skyn að til standi að bæta fjölspilun við leikinn í framtíðinni og einnig viðbótum og aukapökkum, spilurum að kostnaðarlausu. Það þykir mér spennandi og spilarar sjálfir munu án efa sömuleiðis bæta við leikinn með moddum á næstu árum. Mun koma niður á jólunum Hitt sem ég veit er að þrátt fyrir þessi vandræði CDPR og það að ég sé þegar búinn að spila leikinn í nokkra tugi klukkustunda, mun Cyberpunk 2077 koma verulega niður á samverustundum mínum með fjölskyldu minni um hátíðirnar. Þau munu halda upp á jólin en ef ég verð vakandi og ekki að vinna, þá verð ég klárlega í Night City. Ég er í rauninni búinn að bíða eftir þessum leik í, jesús, átta ár. Frá því fyrsti tíserinn leit dagsins ljós. Cyberpunk 2077 byggir í mjög stuttu máli á hlutverkaspili, svipuðu og Dungeons and Dragons. Í þessum söguheimi fór allt í fokk, eins og gengur og gerist í leikjum sem þessum. Stærðarinnar fyrirtæki stjórna öllu og tæknin hefur gert mönnum það kleift að skipta út heilu líffærunum fyrir tæki, tól og vopn. Spilarar setja sig í spor V, sem lendir í miklum vandræðum og eignast mjög svo öfluga óvini. V þarf að takast á við fjölmörg gengi Night City, fyrirtæki og önnur ráðandi öfl til að bjarga lífi sínu og jafnvel sálu. Fyrst þarf maður að búa til sinn V og velja typpastærð, ef það á við, sem er fáránlega fyndið trend í tölvuleikjum. Hægt er að velja þrjá mismunandi uppruna fyrir V, sem hafa áhrif á framgang leiksins og svarmöguleika V í samtölum við persónur leiksins. Maður getur í raun spilað leikinn á fjölmarga vegu. Í minni spilun er V einstaklega góður með skammbyssur og árásarrifla og með stærðarinnar sverð sem skjótast út úr handleggjunum á honum, sem ég nota til að búta óvini V í sundur. Það er einnig hægt að spila sem hakkari, sem getur beitt tölvuárásum gegn óvinum sínum og jafnvel þvingað þá til að skjóta sjálfa sig. Þá er sömuleiðis hægt að spila sem górilla. Það er sem stór gaur með stórar vélhendur til að berja fólk í mauk. Þetta, mismunandi uppruni, spilunarleiðir og mismunandi útkomur í söguþræðinum, gefur leiknum mikið endurspilunargildi. Ég hlakka eiginlega smá til að byrja upp á nýtt. Næst verður V hakkari og ninja. Sögusköpun CDPR í CB2077 er geggjuð og ég kolféll fyrir Night City við fyrstu sýn. Leikarinn Keanu Reeves leikur stórt hlutverk í leiknum og er óhætt að segja að hann skili af sér góðu starfi. Hann leikur Johnny Silverhand. Rokkara, hryðjuverkamann og elskhuga, en það er erfitt að fara mikið nánar út í hlutverk hans án þess að skemma smá fyrir. Night City er stór og mikil borg sem reist var í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þar er mikil mannmergð og eymd sömuleiðis. Mannslíf er oft ekki metið mikils. Á köflum virðast borgarar Night City mjög líflegir og mikið líf í borginni. Það er þó yfirleitt þegar maður er á fleygiferð um borgina en þegar maður nemur við og virðir umhverfið nánar fyrir sér er ljóst að dýpt mannlífsins er í raun ekki svo mikil. Sumt er flott og annað ekki. Maður heyrir þó nokkrar góðar línur á götum Night City og verður vitni að litlum smásögum í dimmum húsasundum borgarinnar þar sem maður sér vesældina og eymdina, en líka fegurð og von. Ég ætti að vera einhvers konar skáld. Gallinn er samt að þessar sögur eru ekkert nema yfirborðið og endurtaka sig oft. Þá hverfa þessir mörgu íbúar Night City reglulega út eins og fyrir galdra. Það eru fjölmargar leiðir í boði til að drepa óvini V í Night City, og alla aðra.Vísir/CDPR Ég staðnæmdist einu sinni á ferð minni um borgina og fylgdist með manni sitja á bekk. Það var í raun fáránlega ómerkilegt og mér finnst hálf skrítið að vera að segja frá þessu. Þetta var bara tölvupersóna að sitja á bekk en samt svo mikið meira. Bekkurinn sneri þó vegg og var nánast upp við vegginn. Gaurinn sat þarna og var með nefið bókstaflega fimm sentímetra frá steyptum vegg en virtist bara vera að horfa á mannlífið á meðan hann var að bíða eftir framtíðarstrætó. Svo tók ég eftir því að fjölmargir íbúar borgarinnar reyndu að setjast við hlið mannsins. Þeir komu hver á fætur öðrum og þegar þeir nálguðust bekkinn hurfu þeir eins og dögg fyrir sólu. Það er oft sem Night City stenst ekki naflaskoðun. Á móti kemur að borgin inniheldur fjölmargar stærri sögur þar sem V fær verkefni til að leysa. Hægt er að ramba á þær á götum borgarinnar, eins og til dæmis tiltölulega snemma í leiknum þegar ég rambaði á mann sem hafði keypt sér ákveðið hjálpartæki á svarta markaðinum. Mörg þessara verkefna varpa ljósi á sögu borgarinnar og dýpka söguheiminn. Börn eru drullusokkar Börn eru svo sér kafli út af fyrir sig. Börn í Night City eru mega drullusokkar. Ég reyni að spjalla við þau við hvert tækifæri sem gefst og ég hef enn ekki rekist á krakka sem drullar ekki yfir mig. Ofan á það bætist svo það að það má ekki einu sinni skjóta þau. Sama hverju maður reynir að miða á þau þá leyfir leikurinn það ekki. Maður má ekki slá þau eða neitt. Samt mega þau rífa kjaft eins og þeim sýnist. Sumir óvinir V eru ljótari en aðrir.Vísir/CDPR Geggjað bardagakerfi Bardagakerfi Cyberpunk þykir mér sérstaklega skemmtilegt. Ég hafði séð myndbönd sem mér leist ekki nógu vel á en mér þykir hafa ræst verulega úr bardagakerfinu. Eins og áður segir er hæfileikakerfi leiksins nokkuð fjölbreytilegt og hægt að gera V sérhæfðan í mismunandi bardagaaðferðum. Maður safnar reynslustigum fyrir að drepa fólk, leysa verkefni og ýmislegt annað, og þar að auki safnar maður reynslustigum í sérstökum hæfileikum eftir því hve mikið maður notar þá. Einnig er hægt að sérhæfa V í að beita mismunandi vopnum eins og skammbyssum, rifflum og haglabyssum. Ofan á þetta getur maður keypt mismunandi uppfærslur fyrir V. Sverð í handleggina, örgjörva í heilann til að beita tölvuárásum, pumpur í fæturna til að hoppa hærra og svo mætti lengi telja. Þetta býður upp á mikla fjölbreytni og mér finnst sérstaklega gaman að blanda saman bardagaðferðum. Að laumast um, drepa einhvern með sverði, láta einn skjóta sig í hausinn og stökkva svo upp á þak í felur. Þaðan getur maður svo skotið óvinina sem eru eftir eða fallið á þá af himnum ofan. Rosalega mikið um að vera og mjög erfitt að halda sönsum. Það er kannski hæpið að gagnrýna leik eins og þennan, sem gerist í opnum heimi, fyrir að hafa of mikið að gera. Enda vill ég ekkert gera það. Mér finnst það frábært, en það getur samt verið pirrandi og sérstaklega þegar einhver drullusokkur er að reyna að selja mér bíl. Tölvukunnátta er mjög mikilvæg í söguheimi Cyberpunk.Vísir/CDPR Illa gerð farartæki Þar komum við að einu sem ég hef sérstaklega út á að setja. Allt sem snýr að bílum og umferð er ekki gott í Cyberpunk 2077. Það er ekki gott að keyra bílum og mótorhjólum. Manni er ekki boðið upp á handbremsu eða neitt slíkt. Bara það að gefa í, bremsa og beygja. Þá er það sérstaklega slæmt að sitja í farþegasætinu, sem maður gerir margoft í gegnum sögu leiksins. Varðandi hina fjölmörgu bögga CP2077 virðast margir þeirra snúa að náttúrulögmálum heimsins og þá sérstaklega þyngdaraflinu. V hefur margsinnis dáið hjá mér við það að ganga niður litlar brekkur og það að labba utan í ruslapoka, sem eru út um allt, getur verið stórhættulegt. Þá eiga þeir það til að skjótast í V og drepa hann. Án gríns, þá er mögulegt að ég hafi í spilun minni oftast dáið vegna ruslapoka. Maður heyrir og sér flöskur brota við ekki neitt og fólk jafnvel springa í tætlur við það að falla í götuna. Einu sinni tók ég óvin hálstaki og svæfði hann, lagði hann rólega niður í götuna og þar sprakk höfuð hans í tætlur. Hlutir festast inn í öðrum hlutum og ef þú drepur einhvern í runna getur þú gleymt því að fá að taka upp byssuna hans. V hefur einnig oft staðið upp á mótorhjóli sínu, allsber í T-pósu, þegar ég er að keyra um Night City. Skilaboð festast á skjánum og ég hef ekki getað skipt um vopn án þess að loada aftur í tímann. Þetta er nánast endalaust. Leikurinn er stútfullur af böggum sem þessum. Böggum sem eru kannski smávægilegir einir og sér en það er ansi mikið af þeim og það er mjög pirrandi að deyja út af engu. Samantekt-ish Þrátt fyrir að ég sé búinn að kvarta yfir fullt af göllum og leiðindum, finnst mér þessi leikur hreint æði. Gallarnir geta verið pirrandi en ég upplifði sem betur fer ekki sömu vandræði og margir sem hafa spilað leikinn á PS4 og Xbox ONe. Sagan og sögusvið Cyberpunk 2077, auk bardagakerfisins, þykir mér standa upp úr. Ég hef sjaldan sokkið jafn djúpt í söguheim og persónusköpunin í leiknum er frábær. Það fer eiginlega smá í taugarnar á mér að þó ég sé rétt svo farinn að sjá fyrir endann á fyrstu spilun minni, hlakki ég til að byrja upp á nýtt og spila mig öðruvísi í gegnum leikinn. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Þó framleiðendur leiksins, CD Projekt Red hafi ekki framleitt marga leiki í gegnum tíðina, eru fáir framleiðendur, ef einhverjir, sem ég myndi treysta meira til að girða sig í brók. Það traust byggir á framleiðslusögu Witcher 3, sem er einn besti leikur alheimsins, og áframhaldandi þróunar hans eftir útgáfu. Það er helst tvennt sem ég veit um Cyberpunk 2077 eftir að hafa spilað leikinn í rúmar 40 klukkustundir. Það fyrsta er að leikurinn er verulega ókláraður. Þó hann hafi upprunalega átt að koma út í apríl og hafi verið frestað nokkrum sinnum til 10. desember, hefði hann haft gott af nokkrum mánuðum til viðbótar. Leikurinn er löðrandi í svokölluðum böggum, smáum sem stórum, og þeir geta reynst ansi pirrandi. Ég spilaði CP2077 á PS5 og einnig PC, þar sem ég hef spilað leikinn mest, og komst þannig hjá verstu útlitsgöllunum, en þar sem ég er ekki búinn að vera í helli síðustu dagana, veit ég vel af vandamálum þeirra sem hafa verið að spila leikinn á PS4 og Xbox One. Fjölmiðlar fengu ekki aðgang að leiknum í PS4 og Obox One og því hafði ekki litið dagsins ljós hvernig hann leit út. Hann lítur ekki vel út. Það verður að segjast eins og er. Mikið er um útlits- og spilunargalla í þessum útgáfum leiksins. Brandararnir hafa heldur ekki farið fram hjá manni. Vandinn er svo mikill að CD Projekt Red baðst afsökunar og hefur boðið þeim sem keyptu leikinn að fá endurgreiðslu, samt ekki. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast staðráðnir í að byggja upp traust þeirra við spilara aftur. Þá standi til að gefa út svokallaða plástra, sem eigi að laga leikinn, á næstu vikum. Forsvarsmenn CDPR hafa gefið í skyn að til standi að bæta fjölspilun við leikinn í framtíðinni og einnig viðbótum og aukapökkum, spilurum að kostnaðarlausu. Það þykir mér spennandi og spilarar sjálfir munu án efa sömuleiðis bæta við leikinn með moddum á næstu árum. Mun koma niður á jólunum Hitt sem ég veit er að þrátt fyrir þessi vandræði CDPR og það að ég sé þegar búinn að spila leikinn í nokkra tugi klukkustunda, mun Cyberpunk 2077 koma verulega niður á samverustundum mínum með fjölskyldu minni um hátíðirnar. Þau munu halda upp á jólin en ef ég verð vakandi og ekki að vinna, þá verð ég klárlega í Night City. Ég er í rauninni búinn að bíða eftir þessum leik í, jesús, átta ár. Frá því fyrsti tíserinn leit dagsins ljós. Cyberpunk 2077 byggir í mjög stuttu máli á hlutverkaspili, svipuðu og Dungeons and Dragons. Í þessum söguheimi fór allt í fokk, eins og gengur og gerist í leikjum sem þessum. Stærðarinnar fyrirtæki stjórna öllu og tæknin hefur gert mönnum það kleift að skipta út heilu líffærunum fyrir tæki, tól og vopn. Spilarar setja sig í spor V, sem lendir í miklum vandræðum og eignast mjög svo öfluga óvini. V þarf að takast á við fjölmörg gengi Night City, fyrirtæki og önnur ráðandi öfl til að bjarga lífi sínu og jafnvel sálu. Fyrst þarf maður að búa til sinn V og velja typpastærð, ef það á við, sem er fáránlega fyndið trend í tölvuleikjum. Hægt er að velja þrjá mismunandi uppruna fyrir V, sem hafa áhrif á framgang leiksins og svarmöguleika V í samtölum við persónur leiksins. Maður getur í raun spilað leikinn á fjölmarga vegu. Í minni spilun er V einstaklega góður með skammbyssur og árásarrifla og með stærðarinnar sverð sem skjótast út úr handleggjunum á honum, sem ég nota til að búta óvini V í sundur. Það er einnig hægt að spila sem hakkari, sem getur beitt tölvuárásum gegn óvinum sínum og jafnvel þvingað þá til að skjóta sjálfa sig. Þá er sömuleiðis hægt að spila sem górilla. Það er sem stór gaur með stórar vélhendur til að berja fólk í mauk. Þetta, mismunandi uppruni, spilunarleiðir og mismunandi útkomur í söguþræðinum, gefur leiknum mikið endurspilunargildi. Ég hlakka eiginlega smá til að byrja upp á nýtt. Næst verður V hakkari og ninja. Sögusköpun CDPR í CB2077 er geggjuð og ég kolféll fyrir Night City við fyrstu sýn. Leikarinn Keanu Reeves leikur stórt hlutverk í leiknum og er óhætt að segja að hann skili af sér góðu starfi. Hann leikur Johnny Silverhand. Rokkara, hryðjuverkamann og elskhuga, en það er erfitt að fara mikið nánar út í hlutverk hans án þess að skemma smá fyrir. Night City er stór og mikil borg sem reist var í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þar er mikil mannmergð og eymd sömuleiðis. Mannslíf er oft ekki metið mikils. Á köflum virðast borgarar Night City mjög líflegir og mikið líf í borginni. Það er þó yfirleitt þegar maður er á fleygiferð um borgina en þegar maður nemur við og virðir umhverfið nánar fyrir sér er ljóst að dýpt mannlífsins er í raun ekki svo mikil. Sumt er flott og annað ekki. Maður heyrir þó nokkrar góðar línur á götum Night City og verður vitni að litlum smásögum í dimmum húsasundum borgarinnar þar sem maður sér vesældina og eymdina, en líka fegurð og von. Ég ætti að vera einhvers konar skáld. Gallinn er samt að þessar sögur eru ekkert nema yfirborðið og endurtaka sig oft. Þá hverfa þessir mörgu íbúar Night City reglulega út eins og fyrir galdra. Það eru fjölmargar leiðir í boði til að drepa óvini V í Night City, og alla aðra.Vísir/CDPR Ég staðnæmdist einu sinni á ferð minni um borgina og fylgdist með manni sitja á bekk. Það var í raun fáránlega ómerkilegt og mér finnst hálf skrítið að vera að segja frá þessu. Þetta var bara tölvupersóna að sitja á bekk en samt svo mikið meira. Bekkurinn sneri þó vegg og var nánast upp við vegginn. Gaurinn sat þarna og var með nefið bókstaflega fimm sentímetra frá steyptum vegg en virtist bara vera að horfa á mannlífið á meðan hann var að bíða eftir framtíðarstrætó. Svo tók ég eftir því að fjölmargir íbúar borgarinnar reyndu að setjast við hlið mannsins. Þeir komu hver á fætur öðrum og þegar þeir nálguðust bekkinn hurfu þeir eins og dögg fyrir sólu. Það er oft sem Night City stenst ekki naflaskoðun. Á móti kemur að borgin inniheldur fjölmargar stærri sögur þar sem V fær verkefni til að leysa. Hægt er að ramba á þær á götum borgarinnar, eins og til dæmis tiltölulega snemma í leiknum þegar ég rambaði á mann sem hafði keypt sér ákveðið hjálpartæki á svarta markaðinum. Mörg þessara verkefna varpa ljósi á sögu borgarinnar og dýpka söguheiminn. Börn eru drullusokkar Börn eru svo sér kafli út af fyrir sig. Börn í Night City eru mega drullusokkar. Ég reyni að spjalla við þau við hvert tækifæri sem gefst og ég hef enn ekki rekist á krakka sem drullar ekki yfir mig. Ofan á það bætist svo það að það má ekki einu sinni skjóta þau. Sama hverju maður reynir að miða á þau þá leyfir leikurinn það ekki. Maður má ekki slá þau eða neitt. Samt mega þau rífa kjaft eins og þeim sýnist. Sumir óvinir V eru ljótari en aðrir.Vísir/CDPR Geggjað bardagakerfi Bardagakerfi Cyberpunk þykir mér sérstaklega skemmtilegt. Ég hafði séð myndbönd sem mér leist ekki nógu vel á en mér þykir hafa ræst verulega úr bardagakerfinu. Eins og áður segir er hæfileikakerfi leiksins nokkuð fjölbreytilegt og hægt að gera V sérhæfðan í mismunandi bardagaaðferðum. Maður safnar reynslustigum fyrir að drepa fólk, leysa verkefni og ýmislegt annað, og þar að auki safnar maður reynslustigum í sérstökum hæfileikum eftir því hve mikið maður notar þá. Einnig er hægt að sérhæfa V í að beita mismunandi vopnum eins og skammbyssum, rifflum og haglabyssum. Ofan á þetta getur maður keypt mismunandi uppfærslur fyrir V. Sverð í handleggina, örgjörva í heilann til að beita tölvuárásum, pumpur í fæturna til að hoppa hærra og svo mætti lengi telja. Þetta býður upp á mikla fjölbreytni og mér finnst sérstaklega gaman að blanda saman bardagaðferðum. Að laumast um, drepa einhvern með sverði, láta einn skjóta sig í hausinn og stökkva svo upp á þak í felur. Þaðan getur maður svo skotið óvinina sem eru eftir eða fallið á þá af himnum ofan. Rosalega mikið um að vera og mjög erfitt að halda sönsum. Það er kannski hæpið að gagnrýna leik eins og þennan, sem gerist í opnum heimi, fyrir að hafa of mikið að gera. Enda vill ég ekkert gera það. Mér finnst það frábært, en það getur samt verið pirrandi og sérstaklega þegar einhver drullusokkur er að reyna að selja mér bíl. Tölvukunnátta er mjög mikilvæg í söguheimi Cyberpunk.Vísir/CDPR Illa gerð farartæki Þar komum við að einu sem ég hef sérstaklega út á að setja. Allt sem snýr að bílum og umferð er ekki gott í Cyberpunk 2077. Það er ekki gott að keyra bílum og mótorhjólum. Manni er ekki boðið upp á handbremsu eða neitt slíkt. Bara það að gefa í, bremsa og beygja. Þá er það sérstaklega slæmt að sitja í farþegasætinu, sem maður gerir margoft í gegnum sögu leiksins. Varðandi hina fjölmörgu bögga CP2077 virðast margir þeirra snúa að náttúrulögmálum heimsins og þá sérstaklega þyngdaraflinu. V hefur margsinnis dáið hjá mér við það að ganga niður litlar brekkur og það að labba utan í ruslapoka, sem eru út um allt, getur verið stórhættulegt. Þá eiga þeir það til að skjótast í V og drepa hann. Án gríns, þá er mögulegt að ég hafi í spilun minni oftast dáið vegna ruslapoka. Maður heyrir og sér flöskur brota við ekki neitt og fólk jafnvel springa í tætlur við það að falla í götuna. Einu sinni tók ég óvin hálstaki og svæfði hann, lagði hann rólega niður í götuna og þar sprakk höfuð hans í tætlur. Hlutir festast inn í öðrum hlutum og ef þú drepur einhvern í runna getur þú gleymt því að fá að taka upp byssuna hans. V hefur einnig oft staðið upp á mótorhjóli sínu, allsber í T-pósu, þegar ég er að keyra um Night City. Skilaboð festast á skjánum og ég hef ekki getað skipt um vopn án þess að loada aftur í tímann. Þetta er nánast endalaust. Leikurinn er stútfullur af böggum sem þessum. Böggum sem eru kannski smávægilegir einir og sér en það er ansi mikið af þeim og það er mjög pirrandi að deyja út af engu. Samantekt-ish Þrátt fyrir að ég sé búinn að kvarta yfir fullt af göllum og leiðindum, finnst mér þessi leikur hreint æði. Gallarnir geta verið pirrandi en ég upplifði sem betur fer ekki sömu vandræði og margir sem hafa spilað leikinn á PS4 og Xbox ONe. Sagan og sögusvið Cyberpunk 2077, auk bardagakerfisins, þykir mér standa upp úr. Ég hef sjaldan sokkið jafn djúpt í söguheim og persónusköpunin í leiknum er frábær. Það fer eiginlega smá í taugarnar á mér að þó ég sé rétt svo farinn að sjá fyrir endann á fyrstu spilun minni, hlakki ég til að byrja upp á nýtt og spila mig öðruvísi í gegnum leikinn.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira