Fiskikóngurinn látinn taka vörur úr sölu: „Viljum við að þessar aldargömlu hefðir lognist útaf?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2020 09:37 „Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. Vísir/Vilhelm Tveir fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins heimsóttu Fiskikónginn í gær og skipuðu honum að taka nokkrar vörur úr sölu, þeirra á meðal harðfisk, hnoðmör, reyktan lunda og hákarl. Umræddar vörur kaupir Fiskikóngurinn frá einstaklingum sem eru ekki með leyfi frá MAST til að verka og selja vörurnar en Kristján Berg Ásgeirsson, kóngurinn sjálfur, segist á Facebook velta því fyrir sér hvort fólk vilji að aldargamlar hefðir lognist út af. Kristján segist hafa verið andvaka eftir heimsóknina, þótt hann fagni eftirlitinu almennt. Á þeim tíma sem hann hafi selt fisk og aðra matvöru hafi fiskbúðir meðal annars þurft að hætta að selja hrefnukjöt, svartfugl og sel. Kristjáni Berg Ásgeirssyni virðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um málið á Facebook í nótt. „Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér. Reykti lundinn var ekki með límmiða, framleiðandi, síðasti söludagur og þess hátta. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Hann sendi mér lúðurikkling, sem var ekki merktur framleiðsludegi og þess háttar. ...en það var ekki hægt að rekja söguna hans frá dánardegi fram til þess að hann lenti uppá fiskborðinu mínu,“ segir Kristján. Í framhaldinu veltir hann því sér hvort gamlar aðferðir tilheyri fortíðinni. Hann biður um góðan enda á ömurlegu ári. „Árið 2020 hefur verið ömurlegt fyrir flest alla. Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum. Eða væri hægt að bíða með þessar aðgerðir og fara í þetta strax eftir áramót. -Leyfa okkur að njóta jólanna í smá friði. -Leyfa okkur að njóta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem við gæðum okkur þessum á ramm íslenska mat. .......síðasta máltíðin. Ég bið ekki um meira. Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. „Mér finnst eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“ Matur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Umræddar vörur kaupir Fiskikóngurinn frá einstaklingum sem eru ekki með leyfi frá MAST til að verka og selja vörurnar en Kristján Berg Ásgeirsson, kóngurinn sjálfur, segist á Facebook velta því fyrir sér hvort fólk vilji að aldargamlar hefðir lognist út af. Kristján segist hafa verið andvaka eftir heimsóknina, þótt hann fagni eftirlitinu almennt. Á þeim tíma sem hann hafi selt fisk og aðra matvöru hafi fiskbúðir meðal annars þurft að hætta að selja hrefnukjöt, svartfugl og sel. Kristjáni Berg Ásgeirssyni virðist hafa verið mikið niðri fyrir þegar hann tjáði sig um málið á Facebook í nótt. „Hnoðmörina hef ég alltaf keypt af sömu konunni á Vestfjörðum frá því ég man eftir mér. Reykti lundinn var ekki með límmiða, framleiðandi, síðasti söludagur og þess hátta. Hákarlinn er líka frá einum sem ég hef keypt af í tugi ára. Hann verkar þetta meðfram öðru starfi og er sennilega ekki með leyfi frá MAST til þess að verka hákarlinn. Harðfiskurinn er frá Valla í Stykkishólmi. Hann sendi mér lúðurikkling, sem var ekki merktur framleiðsludegi og þess háttar. ...en það var ekki hægt að rekja söguna hans frá dánardegi fram til þess að hann lenti uppá fiskborðinu mínu,“ segir Kristján. Í framhaldinu veltir hann því sér hvort gamlar aðferðir tilheyri fortíðinni. Hann biður um góðan enda á ömurlegu ári. „Árið 2020 hefur verið ömurlegt fyrir flest alla. Er kannski best að klára þetta með stæl og fjarlægja þetta allt saman úr öllum hillum. Eða væri hægt að bíða með þessar aðgerðir og fara í þetta strax eftir áramót. -Leyfa okkur að njóta jólanna í smá friði. -Leyfa okkur að njóta síðustu kvöldmáltíðarinnar, þar sem við gæðum okkur þessum á ramm íslenska mat. .......síðasta máltíðin. Ég bið ekki um meira. Hugtakið veljum íslenskt, borðum íslenskt. Þetta hugtak er að hverfa úr íslenskri menningu,“ segir Fiskikóngurinn. „Mér finnst eins og það sé verið að rífa úr mér hjartað og sálina á sama tíma.“
Matur Matvælaframleiðsla Verslun Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira