Firmino hetjan í stórleiknum og Haller skoraði með hjólhestaspyrnu Anton Ingi Leifsson skrifar 16. desember 2020 21:53 Roberto Firmino fagnar sigurmarkinu. Peter Powell/Getty Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Tottenham er liðin mættust í stórleik umferðarinnar í enska boltanum. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Liverpool réði ferðinni í fyrri hálfleik og rúmlega það. Þeir komust verðskuldað yfir á 25. mínútu er Mohamed Salah skoraði. Skot hans fór í varnarmann Tottenham og sveif í stöng og inn. No player has scored more Premier League goals this season than Mohamed Salah (11).One-season-after-another, game-after-game wonder. pic.twitter.com/epTcGkTZt1— Squawka Football (@Squawka) December 16, 2020 Úr fyrsta skoti Tottenham í leiknum, jöfnuðu þeir metin. Giovani Lo Celso stakk boltanum inn fyrir á Heung-Min Son sem skoraði. Rangstöðulykt var af markinu en eftir skoðun í VARsjánni var markið dæmt gott og til. Liverpool reyndi hvað þeir gátu til að komast aftur fyrir hlé en allt kom fyrir ekki og 1-1 í leikhléi. Bæði lið fengu sín færi í síðari hálfleik. Þau skutu meðal annars bæði í markstangirnar; Salah í slá og Bergwijn í stöng. Sigurmarkið kom hins vegar á 90. mínútu. Hornspyrna Andrew Robertson fór beint á ennið á Roberto Firmino sem stangaði boltann í netið. Lokatölur 2-1. DWWWDDWWDDDWWWDWWWWDWWWWDWWWWWWWDWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWDWWWWWWWWLet's talk about (sixty) six, baby. pic.twitter.com/oOobcHTJrk— Squawka Football (@Squawka) December 16, 2020 Liverpool er með 28 stig á toppi deildarinnar, Tottenham er í því öðru með 25 stig en Southampton og Leicester eru í þriðja og fjórða sætinu með 24 stig. Fulham og Brighton gerðu markalaust jafntefli. Fulham er í sautjánda sætinu með níu stig en Brighton er sæti ofar með tveimur stigum meira. West Ham og Crystal Palace gerðu einnig jafntefli. Christian Benteke kom Palace yfir á 34. mínútu en Sebastian Haller jafnaði með stórkostlegu hjólhestuspyrnumarki á 55. mínútu. 7 - West Ham s Sébastien Haller scored his seventh goal of the season in all competitions, three more than any teammate. Acrobatic. pic.twitter.com/flBo1qhKZO— OptaJoe (@OptaJoe) December 16, 2020 Ekki skánaði ástandið fyrir Palace er markaskorarinn Christian Benteke fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 70. mínútu. West Ham er í sjöunda sætinu með 21 stig en Palace í tólfta sætinu með átján. Enski boltinn
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á Tottenham er liðin mættust í stórleik umferðarinnar í enska boltanum. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Liverpool réði ferðinni í fyrri hálfleik og rúmlega það. Þeir komust verðskuldað yfir á 25. mínútu er Mohamed Salah skoraði. Skot hans fór í varnarmann Tottenham og sveif í stöng og inn. No player has scored more Premier League goals this season than Mohamed Salah (11).One-season-after-another, game-after-game wonder. pic.twitter.com/epTcGkTZt1— Squawka Football (@Squawka) December 16, 2020 Úr fyrsta skoti Tottenham í leiknum, jöfnuðu þeir metin. Giovani Lo Celso stakk boltanum inn fyrir á Heung-Min Son sem skoraði. Rangstöðulykt var af markinu en eftir skoðun í VARsjánni var markið dæmt gott og til. Liverpool reyndi hvað þeir gátu til að komast aftur fyrir hlé en allt kom fyrir ekki og 1-1 í leikhléi. Bæði lið fengu sín færi í síðari hálfleik. Þau skutu meðal annars bæði í markstangirnar; Salah í slá og Bergwijn í stöng. Sigurmarkið kom hins vegar á 90. mínútu. Hornspyrna Andrew Robertson fór beint á ennið á Roberto Firmino sem stangaði boltann í netið. Lokatölur 2-1. DWWWDDWWDDDWWWDWWWWDWWWWDWWWWWWWDWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWDWWWWWWWWLet's talk about (sixty) six, baby. pic.twitter.com/oOobcHTJrk— Squawka Football (@Squawka) December 16, 2020 Liverpool er með 28 stig á toppi deildarinnar, Tottenham er í því öðru með 25 stig en Southampton og Leicester eru í þriðja og fjórða sætinu með 24 stig. Fulham og Brighton gerðu markalaust jafntefli. Fulham er í sautjánda sætinu með níu stig en Brighton er sæti ofar með tveimur stigum meira. West Ham og Crystal Palace gerðu einnig jafntefli. Christian Benteke kom Palace yfir á 34. mínútu en Sebastian Haller jafnaði með stórkostlegu hjólhestuspyrnumarki á 55. mínútu. 7 - West Ham s Sébastien Haller scored his seventh goal of the season in all competitions, three more than any teammate. Acrobatic. pic.twitter.com/flBo1qhKZO— OptaJoe (@OptaJoe) December 16, 2020 Ekki skánaði ástandið fyrir Palace er markaskorarinn Christian Benteke fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 70. mínútu. West Ham er í sjöunda sætinu með 21 stig en Palace í tólfta sætinu með átján.