Hellisbúa Carpaccio að hætti BBQ kóngsins Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2020 15:30 Alfreð er algjör kóngur á grillinu. Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson er án efa mesti dellumaður landsins, tekur allt með trompi hvort sem það snýr að veiðinni, bílasprautun eða öðru. Og er nýjasta æðið hans að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill, heldur á Alfreð sex grill en Alfreð verður með tvo sérstaka jólagrillþætti á Stöð 2 í aðdraganda jólanna. Annar þátturinn var í vikunni og fór BBQ kóngurinn sjálfur um víðan völl. Þar fór Alfreð meðal annars yfir það hvernig reiðir fram það sem hann kallar Hellisbúa Carpaccio og fleira eins og sjá má hér að neðan. Þar má einnig sjá allar uppskriftirnar úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Hellisbúa Carpaccio Hellisbúa Carpaccio Hráefni: Nautalund Klettasalat Parmesan ostur Salt Truffluolía Djúpsteikt hvítlaukskurl. Einnig hægt að nota eitthvað stökkt eins og ristaðar furuhnetur Djúpsteiktir jarðskokkar (má sleppa en gefur rosa gott bragð og lítur rosa vel út á diski.) 1. Skerið jarðskokka í þunnar sneiðar og djúpsteikið í olíu þar til stökkir 2. Nautalund sett beint á harðviðarkol ca 10 sekúndur á hlið til að fá gott bragð 3. Skerið niður í eins þunnar sneiðar og þið treystið ykkur til og fletið sneiðarnar út með því að berja þær með krepptum hnefa. 4. Raðið sneiðunum á fallegan disk, saltið og stráið truffluolíu yfir 5. Klettasalati dreift yfir ásamt rifnum parmesan osti 6. Að lokum stráið þið djúpsteikta hvítlaukskurlinu og jarðskokkunum yfir Smjörpennsluð svína kóróna með grilluðu broccolini, pikkluðu rauðkáli og einföldu rauðlauks klettasalati: Hráefni: 2X svínafille með bein. Bundið saman svo það myndi kórónu. Marenering: 3 msk Oregano 3 msk Papríkuduft 1 tsk Gróft salt Tveir hvítlauksgeirar 4msk ólífuolía Kryddsmjör: 60 gr smjör 1 msk BBQ krydd - Einnig hægt að krydda smjörið með ykkar uppáhalds kryddblöndu Meðlæti: Broccolini Klettasalat Hálfur rauðlaukur SPG – kryddblanda með salti, pipar og ristuðum hvítlauk Ólífuolía Pikklað rauðkál Aðferð: 1. Hitið grillið upp í 130 gráður 2. Hrærið saman oregano, papríkudufti, grófu salti og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið 3. Stingið kjöthitamæli í kjötið og eldið það upp í 62 gráður á óbeinum hita 4. Útbúið kryddsmjörið og smyrjið kjötið reglulega á meðan eldun stendur 5. Setjið broccolini í poka og hellið ólífuolíu yfir og kryddið vel með SPG kryddblöndunni. Grillið þar til smá brennt og stökkt 6. Blandið saman klettasalati og hálfum þunnt skornum rauðlauk í skál og hellið ólífuolíu yfir og kryddið með smá SPG 7. Berið kjötið fram á fallegum viðarplatta með pikkluðu rauðkáli, rauðlauks klettasalati og broccolini Úrbeinað lambalæri með granatepla og myntu salsa ásamt einfaldri hvítlaukssósu Hráefni: Úrbeinað lambalæri Marenering: 150ml Granatepla molasses 8 myntulauf fínt skorin Safi úr hálfri sítrónu 2 tsk sykur Tveir hvítlauksgeirar fínt saxað Ólífuolía 1 msk SPG kryddblanda með salti, pipa rog grófum ristuðum hvítlauk. Granatepla salsa: 1/3 af mareneringunni 6 myntulauf fínt skorin 100 gr granatepla fræ Lítil agúrka skorin í sömu stærð og fræin úr granateplinu Safi úr hálfri sítrónu Ofur einföld hvítlaukssósa: 4 msk sýrður rjómi 2 msk majónes 1 tsk hunang eða eftir smekk Fínt skorin hvítlauksgeiri Smakkið til með SPG Aðferð: 1. Hitið grillið í 250 gráður 2. Blandið saman granatepla molasses, fínt söxuðum myntulaufum, safa úr sítrónu, sykri, hvítlauk og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið. Látið standa í 20 mínútur eða yfir nótt. Gætið þess að geyma 1/3 af mareneringunni fyrir salsa sósuna 3. Brúnið kjötið vel og snúið nokkrum sinnum. Færið það yfir í óbeinan hita og eldið þar til kjötið nær 62 gráðum í kjarnhita. Þar sem það er mikill sykur í mareneringunni þá brennur kjötið auðveldlega en mér finnst það bara gefa betra bragð 4. Blandið saman 1/3 af mareneringunni, myntulaufum, granatepla fræjum, agúrku og safa úr sítrónu í skál. 5. Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi, hvítlauknum, hunangi og SPG í skál 6. Berið fram lærið á fallegum viðarplatta og setjið salsað yfir ásamt hvítlaukssósunni Blaut súkkulaði kaka á steypujárnspönnu með kaffilíkjörsrjóma 150 gr. bráðið smjör 3 dl sykur 1 dl kakó 2 tsk vanillusykur 2 egg 2 dl hveiti Flórsykur til skreytingar Kaffilíkjörsrjómi Þeyttur rjómi Smakkið til með kaffilíkjör Aðferð 1.Hitið grillið upp í 200 gráður 2.Setjið smjörið á steypujárnspönnu og bræðið á grillinu 3.Blandið saman öllum þurrefnum nema hveitinu ásamt einu eggi 4.Hrærið vel og bætið svo öðru eggi út í og hrærið vel. Bætið svo hveitinu út í og veltið smjörinu vel um á pönnunni svo kakan festist síður við pönnuna. Hellið smjörinu út í degið en passið að smjörið sé ekki of heitt. 5.Blandið vel saman og hellið deiginu í smurða steypujárnspönnuna og dreifið vel úr 6.Bakið kökuna á 200 gráðu heitu grillinu við óbeinan hita í 10-15 mínútur. Fylgist vel með kökunni og gætið þess að kakan sé mjúk í miðjunni. BBQ kóngurinn Matur Uppskriftir Jól Carpaccio Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Og er nýjasta æðið hans að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill, heldur á Alfreð sex grill en Alfreð verður með tvo sérstaka jólagrillþætti á Stöð 2 í aðdraganda jólanna. Annar þátturinn var í vikunni og fór BBQ kóngurinn sjálfur um víðan völl. Þar fór Alfreð meðal annars yfir það hvernig reiðir fram það sem hann kallar Hellisbúa Carpaccio og fleira eins og sjá má hér að neðan. Þar má einnig sjá allar uppskriftirnar úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Hellisbúa Carpaccio Hellisbúa Carpaccio Hráefni: Nautalund Klettasalat Parmesan ostur Salt Truffluolía Djúpsteikt hvítlaukskurl. Einnig hægt að nota eitthvað stökkt eins og ristaðar furuhnetur Djúpsteiktir jarðskokkar (má sleppa en gefur rosa gott bragð og lítur rosa vel út á diski.) 1. Skerið jarðskokka í þunnar sneiðar og djúpsteikið í olíu þar til stökkir 2. Nautalund sett beint á harðviðarkol ca 10 sekúndur á hlið til að fá gott bragð 3. Skerið niður í eins þunnar sneiðar og þið treystið ykkur til og fletið sneiðarnar út með því að berja þær með krepptum hnefa. 4. Raðið sneiðunum á fallegan disk, saltið og stráið truffluolíu yfir 5. Klettasalati dreift yfir ásamt rifnum parmesan osti 6. Að lokum stráið þið djúpsteikta hvítlaukskurlinu og jarðskokkunum yfir Smjörpennsluð svína kóróna með grilluðu broccolini, pikkluðu rauðkáli og einföldu rauðlauks klettasalati: Hráefni: 2X svínafille með bein. Bundið saman svo það myndi kórónu. Marenering: 3 msk Oregano 3 msk Papríkuduft 1 tsk Gróft salt Tveir hvítlauksgeirar 4msk ólífuolía Kryddsmjör: 60 gr smjör 1 msk BBQ krydd - Einnig hægt að krydda smjörið með ykkar uppáhalds kryddblöndu Meðlæti: Broccolini Klettasalat Hálfur rauðlaukur SPG – kryddblanda með salti, pipar og ristuðum hvítlauk Ólífuolía Pikklað rauðkál Aðferð: 1. Hitið grillið upp í 130 gráður 2. Hrærið saman oregano, papríkudufti, grófu salti og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið 3. Stingið kjöthitamæli í kjötið og eldið það upp í 62 gráður á óbeinum hita 4. Útbúið kryddsmjörið og smyrjið kjötið reglulega á meðan eldun stendur 5. Setjið broccolini í poka og hellið ólífuolíu yfir og kryddið vel með SPG kryddblöndunni. Grillið þar til smá brennt og stökkt 6. Blandið saman klettasalati og hálfum þunnt skornum rauðlauk í skál og hellið ólífuolíu yfir og kryddið með smá SPG 7. Berið kjötið fram á fallegum viðarplatta með pikkluðu rauðkáli, rauðlauks klettasalati og broccolini Úrbeinað lambalæri með granatepla og myntu salsa ásamt einfaldri hvítlaukssósu Hráefni: Úrbeinað lambalæri Marenering: 150ml Granatepla molasses 8 myntulauf fínt skorin Safi úr hálfri sítrónu 2 tsk sykur Tveir hvítlauksgeirar fínt saxað Ólífuolía 1 msk SPG kryddblanda með salti, pipa rog grófum ristuðum hvítlauk. Granatepla salsa: 1/3 af mareneringunni 6 myntulauf fínt skorin 100 gr granatepla fræ Lítil agúrka skorin í sömu stærð og fræin úr granateplinu Safi úr hálfri sítrónu Ofur einföld hvítlaukssósa: 4 msk sýrður rjómi 2 msk majónes 1 tsk hunang eða eftir smekk Fínt skorin hvítlauksgeiri Smakkið til með SPG Aðferð: 1. Hitið grillið í 250 gráður 2. Blandið saman granatepla molasses, fínt söxuðum myntulaufum, safa úr sítrónu, sykri, hvítlauk og ólífuolíu í skál og smyrjið á kjötið. Látið standa í 20 mínútur eða yfir nótt. Gætið þess að geyma 1/3 af mareneringunni fyrir salsa sósuna 3. Brúnið kjötið vel og snúið nokkrum sinnum. Færið það yfir í óbeinan hita og eldið þar til kjötið nær 62 gráðum í kjarnhita. Þar sem það er mikill sykur í mareneringunni þá brennur kjötið auðveldlega en mér finnst það bara gefa betra bragð 4. Blandið saman 1/3 af mareneringunni, myntulaufum, granatepla fræjum, agúrku og safa úr sítrónu í skál. 5. Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi, hvítlauknum, hunangi og SPG í skál 6. Berið fram lærið á fallegum viðarplatta og setjið salsað yfir ásamt hvítlaukssósunni Blaut súkkulaði kaka á steypujárnspönnu með kaffilíkjörsrjóma 150 gr. bráðið smjör 3 dl sykur 1 dl kakó 2 tsk vanillusykur 2 egg 2 dl hveiti Flórsykur til skreytingar Kaffilíkjörsrjómi Þeyttur rjómi Smakkið til með kaffilíkjör Aðferð 1.Hitið grillið upp í 200 gráður 2.Setjið smjörið á steypujárnspönnu og bræðið á grillinu 3.Blandið saman öllum þurrefnum nema hveitinu ásamt einu eggi 4.Hrærið vel og bætið svo öðru eggi út í og hrærið vel. Bætið svo hveitinu út í og veltið smjörinu vel um á pönnunni svo kakan festist síður við pönnuna. Hellið smjörinu út í degið en passið að smjörið sé ekki of heitt. 5.Blandið vel saman og hellið deiginu í smurða steypujárnspönnuna og dreifið vel úr 6.Bakið kökuna á 200 gráðu heitu grillinu við óbeinan hita í 10-15 mínútur. Fylgist vel með kökunni og gætið þess að kakan sé mjúk í miðjunni.
BBQ kóngurinn Matur Uppskriftir Jól Carpaccio Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira