Lífið

Fauci bólu­setti jóla­sveininn

Sylvía Hall skrifar
Anthony Fauci bjargaði jólum margra barna.
Anthony Fauci bjargaði jólum margra barna. Getty/Win McNamee

Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirufaraldrinum, sló á áhyggjur barna um að kórónuveirufaraldurinn gæti sett strik í reikninginn hvað varðar komu jólasveinsins. Sagðist hann hafa farið til Norðurpólsins og bólusett jólasveininn sjálfur.

„Ég verð að segja ykkur að ég sá um þetta fyrir ykkur því ég hafði áhyggjur af því að þið yrðuð leið,“ sagði Fauci í viðtali við CNN þar sem börn fengu að spyrja sérfræðinginn.

„Fyrir svolitlu síðan fór ég til Norðurpólsins og bólusetti hann sjálfur. Ég lét gera mótefnamælingu og hann er klár í slaginn. Hann getur farið niður skorsteininn, hann má skilja eftir gjafirnar og fara og þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur.“

Mikið hefur mætt á Fauci í faraldrinum, enda Bandaríkin það land sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. Sjálfur fagnar hann þó áttræðisafmæli sínu á aðfangadag og aldrei að vita nema jólasveinninn kíki við og þakki fyrir bólusetninguna.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Fauci.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.