Var alltaf í mikilli ofþyngd en tók málin í eigin hendur og er í dag sjónvarpsstjarna fyrir norðan Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2020 10:30 Skúli var 140 kíló þegar hann kláraði grunnskóla. Sjónvarpsmaðurinn og frumkvöðullinn Skúli Bragi Geirdal hefur gjörbreytt lífi sínu með breyttum lífsstíl og gerði það á skynsaman hátt. Hann gerði það hægt og rólega. Hann var aðeins 16 ára kominn á blóðþrýstingslyf vegna ofþyngdar og hann var einnig mjög langt niðri andlega. „Ég var alltaf í mikilli yfirþyngd og alltaf strákurinn sem var hringaður í leikfimi og var alltaf feiti strákurinn án þess að upplifa mig endilega sem feiti strákurinn,“ segir Skúli í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta ágerðist og svo var komið að því að ég var farinn að fá mikla hausverki og átti erfitt með að einbeita mér í tímum. Þá var ég sendur til læknis og settur á blóðþrýstingslækkandi lyf af því að þrýstingurinn minn var orðinn svo mikill. Þetta var svona vakning fyrir mig, að ég þyrfti nú að gera eitthvað í mínum málum.“ Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að tímabundnir kúrar sem skiluðu tímabundnum lausnum væru ekki málið. Hafði lítið fram að bjóða í þessum líkama „Lífstílsbreyting var í rauninni það eina sem væri í boði. Ég var þarna mjög feiminn strákur og heyri það oft að ég hafi verið strákurinn sem gekk með veggjum og tók ekki mikið þátt í félagslífinu. Ég hafði ekki trú á sjálfum mér og hafði því ekki trú á að neinn annar gerði það heldur. Mér fannst ég hafa mjög lítið fram að bjóða í þessum líkama.“ Þegar Skúli útskrifaðist úr grunnskóla var hann 140 kíló en nokkrum árum seinna tók hann þátt í Íslandsmóti í Fitness og Skúli öðlaðist svo mikið sjálfstraust og styrk að hann fór að vinna sem sjónvarpsmaður hjá N4 og svo er hann kominn út í frumkvöðlastarf þar sem hann framleiðir nú margverðlaunuð kaffimál úr korgi og skemmtileg spil. „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt.“ „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt,“ segir Skúli en eins og áður segir er hann í dag sjónvarpsmaður á N4. „Það að stíga fyrir framan myndavél er eitthvað sem feimni feiti Skúli hefði aldrei getað gert,“ segir hann en með auknu sjálfstrausti hefur Skúli einnig verið óhræddur við að segja frá því hvernig hann notar farða og snyrtivörur. Til að byrja með varð hann að læra að sminka sig fyrir útsendingar hjá N4 en í dag farðar Skúli sig stundum þegar hann fer fínt út að borða, til að líta betur út og skammast sín ekkert fyrir það. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi Sjá meira
„Ég var alltaf í mikilli yfirþyngd og alltaf strákurinn sem var hringaður í leikfimi og var alltaf feiti strákurinn án þess að upplifa mig endilega sem feiti strákurinn,“ segir Skúli í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta ágerðist og svo var komið að því að ég var farinn að fá mikla hausverki og átti erfitt með að einbeita mér í tímum. Þá var ég sendur til læknis og settur á blóðþrýstingslækkandi lyf af því að þrýstingurinn minn var orðinn svo mikill. Þetta var svona vakning fyrir mig, að ég þyrfti nú að gera eitthvað í mínum málum.“ Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að tímabundnir kúrar sem skiluðu tímabundnum lausnum væru ekki málið. Hafði lítið fram að bjóða í þessum líkama „Lífstílsbreyting var í rauninni það eina sem væri í boði. Ég var þarna mjög feiminn strákur og heyri það oft að ég hafi verið strákurinn sem gekk með veggjum og tók ekki mikið þátt í félagslífinu. Ég hafði ekki trú á sjálfum mér og hafði því ekki trú á að neinn annar gerði það heldur. Mér fannst ég hafa mjög lítið fram að bjóða í þessum líkama.“ Þegar Skúli útskrifaðist úr grunnskóla var hann 140 kíló en nokkrum árum seinna tók hann þátt í Íslandsmóti í Fitness og Skúli öðlaðist svo mikið sjálfstraust og styrk að hann fór að vinna sem sjónvarpsmaður hjá N4 og svo er hann kominn út í frumkvöðlastarf þar sem hann framleiðir nú margverðlaunuð kaffimál úr korgi og skemmtileg spil. „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt.“ „Það var ótrúleg tilfinning að taka þátt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Þarna þurfti andlega líðan að vera komin á þann stað að ég treysti mér hreinlega til þess að taka þátt,“ segir Skúli en eins og áður segir er hann í dag sjónvarpsmaður á N4. „Það að stíga fyrir framan myndavél er eitthvað sem feimni feiti Skúli hefði aldrei getað gert,“ segir hann en með auknu sjálfstrausti hefur Skúli einnig verið óhræddur við að segja frá því hvernig hann notar farða og snyrtivörur. Til að byrja með varð hann að læra að sminka sig fyrir útsendingar hjá N4 en í dag farðar Skúli sig stundum þegar hann fer fínt út að borða, til að líta betur út og skammast sín ekkert fyrir það. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi Sjá meira