Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni. „Ég mætti fjórum bílum og sá tvo menn þar sem venjulega er allt troðfullt af fólki í hringferð sem tók tvo daga. Það var eins og að vera einn í heiminum. Hvar eru allir sem eiga heima á jörðinni? En ballið var rétt að byrja, það kemur í næstu seríum,“ segir RAX um hringferðina sem hann fór í þegar faraldurinn var að hefja útbreiðslu sína á Íslandi. Myndirnar hér fyrir neðan frá þessu sérstaka ferðalagi sýna fyrstu bylgjuna, þegar allt stöðvaðist og enginn vissi hvernig framhaldið yrði eða hvernig þessi vágestur ætti eftir að þróast. RAX segir að það hafi verið svolítið eins og það væri verið að gera árás á Ísland, þar sem brimið skellur á ströndinni við Dyrhólaey. Myndin var tekin þegar fyrstu Covid-19 smitin höfðu greinst hér á landi.Vísir/RAX Áhyggjufullt andlit við gluggann. Óvissan mikil.Vísir/RAX Fuglarnir eru svolítið eins og í Hitchcock mynd, Tákn um ákveðna ógn sem liggur í loftinu.Vísir/RAX Einn af fyrstu blaðamannafundunum, fáir gerðu sér grein fyrir því þá hvað þeir áttu eftir að verða margir.Vísir/RAX Skimun vegna Covid-19. Vísir/RAX Flugvélarnar allar stopp og samfélagið skyndilega breytt.Vísir/RAX Vísir/RAX Tíminn stendur nánast í stað.Vísir/RAX Enginn á ferð, táknrænt fyrir samkomubannið, þar sem fólk var hvatt til að fara ekki í ferðalög að ástæðulausu.Vísir/RAX Snjóugir úti í haga.Vísir/RAX Hestarnir í haganum höfðu litlar áhyggjur af Covid-19.Vísir/RAX Selur á ísnum. Flestir sem RAX hitti á hringferð sinni komu úr dýraríkinu enda fáir á ferli.Vísir/RAX Vísir/RAX vísir/Rax Vísir/RAX Vegir í öræfunum auðir. Bílljósin í fjarska voru frá síðasta bílnum sem RAX mætti á hringferðinni.Vísir/RAX Einn bíll á ferð um Reykjavík. Hvert fóru allir? Vísir/RAX En það birtir alltaf aftur til.Vísir/RAX Alla sunnud aga birtist nýr þáttur af RAX Augnablik hér á Vísi. Í þáttunum fer ljósmyndarinn yfir sögurnar á bakvið myndirnar sem hann hefur tekið á ferlinum, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Hægt er að sjá alla þættina á Stöð 2 Maraþon og hér á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi RAX Ljósmyndun Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið
„Ég mætti fjórum bílum og sá tvo menn þar sem venjulega er allt troðfullt af fólki í hringferð sem tók tvo daga. Það var eins og að vera einn í heiminum. Hvar eru allir sem eiga heima á jörðinni? En ballið var rétt að byrja, það kemur í næstu seríum,“ segir RAX um hringferðina sem hann fór í þegar faraldurinn var að hefja útbreiðslu sína á Íslandi. Myndirnar hér fyrir neðan frá þessu sérstaka ferðalagi sýna fyrstu bylgjuna, þegar allt stöðvaðist og enginn vissi hvernig framhaldið yrði eða hvernig þessi vágestur ætti eftir að þróast. RAX segir að það hafi verið svolítið eins og það væri verið að gera árás á Ísland, þar sem brimið skellur á ströndinni við Dyrhólaey. Myndin var tekin þegar fyrstu Covid-19 smitin höfðu greinst hér á landi.Vísir/RAX Áhyggjufullt andlit við gluggann. Óvissan mikil.Vísir/RAX Fuglarnir eru svolítið eins og í Hitchcock mynd, Tákn um ákveðna ógn sem liggur í loftinu.Vísir/RAX Einn af fyrstu blaðamannafundunum, fáir gerðu sér grein fyrir því þá hvað þeir áttu eftir að verða margir.Vísir/RAX Skimun vegna Covid-19. Vísir/RAX Flugvélarnar allar stopp og samfélagið skyndilega breytt.Vísir/RAX Vísir/RAX Tíminn stendur nánast í stað.Vísir/RAX Enginn á ferð, táknrænt fyrir samkomubannið, þar sem fólk var hvatt til að fara ekki í ferðalög að ástæðulausu.Vísir/RAX Snjóugir úti í haga.Vísir/RAX Hestarnir í haganum höfðu litlar áhyggjur af Covid-19.Vísir/RAX Selur á ísnum. Flestir sem RAX hitti á hringferð sinni komu úr dýraríkinu enda fáir á ferli.Vísir/RAX Vísir/RAX vísir/Rax Vísir/RAX Vegir í öræfunum auðir. Bílljósin í fjarska voru frá síðasta bílnum sem RAX mætti á hringferðinni.Vísir/RAX Einn bíll á ferð um Reykjavík. Hvert fóru allir? Vísir/RAX En það birtir alltaf aftur til.Vísir/RAX Alla sunnud aga birtist nýr þáttur af RAX Augnablik hér á Vísi. Í þáttunum fer ljósmyndarinn yfir sögurnar á bakvið myndirnar sem hann hefur tekið á ferlinum, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Hægt er að sjá alla þættina á Stöð 2 Maraþon og hér á Vísi.