Lífið

Ís­lendingar á loka­metrunum í jóla­gjafa­kaupum og sumir stressaðir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumir klárir fyrir jólin, aðrir ekki.
Sumir klárir fyrir jólin, aðrir ekki.

Hvernig gengur jólaundirbúningurinn hjá Íslendingum og eru jólin öðruvísi í ár? Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld hitti Sindri Sindrason bæði glatt og spennt fólk sem er á síðustu metrunum að undirbúa eina skemmtilegustu hátíð ársins.

Sumir voru í raun búnir að kaupa allar jólagjafir og áttu kannski eftir að ná í eina. Aðrir voru í töluverðu stressi að reyna klára verkefnið.

Sindri hitti meðal annars áhrifavaldinn og rithöfundinn Lindu Ben sem segir að erfiðast hafi verið að finna gjöf fyrir maka sinn. Hún gefur út bókina Kökur fyrir jólin og líklega verður það nokkuð algeng gjöf frá henni til hennar nánustu.

Sindri leit einnig við hjá kaffistofu Samhjálpar en hópurinn sem hefur þurft að leita þangað hefur fjölgað milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.