Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Stefán Árni Pálsson skrifar 23. desember 2020 12:31 Anna Björk er með jafninginn á hreinu. Í þáttunum Lífið er ljúffengt á Vísi og Stöð 2 Maraþon deila nokkrir af helstu ástríðukokkum landsins litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin. Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í lokaþættinum fer Anna Björk yfir það hvernig maður reiðir fram fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi. Klippa: Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Kartöflur í hvítum jafningi Fyrir 4-5 1 kg. rauðar kartöflur, skornar í 2-4 bita, ef þær eru stórar 70 gr. smjör 70 gr. hveiti 7 ½ dl mjólk (ekki léttmjólk) 1 - 1 ½ dl vatn ½ tsk. salt 3 tsk. sykur ¼ tsk. hvítur pipar Rifin múskathneta Kartöflurnar eru, þvegnar, soðnar og skrældar. Smjörið er brætt á lágum hita í meðalstórum potti. Hveitinu er hellt út í smjörið og hrært stöðugt í á meðan, með písk. Smjörbollan er látin sjóða í smástund á lágum hita. Þriðjungi af mjólkinni er hellt út í pottinn og hrært stöðugt í á meðan, svo hveitið jafnist vel út, restinni af mjólkinni er hellt varlega út í og þeytt vel í pottinum á meðan. Suðan er látin koma upp, hrært í reglulega á meðan, til að passa að jafningurinn þykkni ekki of hratt og verði kekkjóttur. 1 dl af vatni er síðan hrært út í hann til að þynna hann aðeins, hugsanlega svolítið meira, ef þú vilt hafa hann þynnri. Kryddað með salti, sykri og pipar, síðan er smávegis af múskathnetunni rifin á fínu rifjárni yfir jafninginn og hrært vel í og smakkað til með meira kryddi og vatni eftir smekk. Kartöflunum er bætt út í og hitað að suðu og hrært í við og við á meðan. Borinn á borð með hangikjöti, rauðkáli og grænum baunum. Það er hægt að búa jafninginn til nokkru áður en á að bera hann á borð, en þá er hann hitaður á lágum hita og ágætt að smakka hann til með kryddi og vatni eða mjólk. Uppskriftir Jól Matur Lífið er ljúffengt Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Allt frá klassískum uppstúf, sykurbrúnuðum kartöflum og gljáa á hrygginn yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, Ketó jól, 12 tíma graflax og fleira. Áherslan er sett á stóru smáatriðin sem fullkomna matinn um hátíðirnar. Í lokaþættinum fer Anna Björk yfir það hvernig maður reiðir fram fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi. Klippa: Svona gerir maður fullkomnar kartöflur í hvítum jafningi Kartöflur í hvítum jafningi Fyrir 4-5 1 kg. rauðar kartöflur, skornar í 2-4 bita, ef þær eru stórar 70 gr. smjör 70 gr. hveiti 7 ½ dl mjólk (ekki léttmjólk) 1 - 1 ½ dl vatn ½ tsk. salt 3 tsk. sykur ¼ tsk. hvítur pipar Rifin múskathneta Kartöflurnar eru, þvegnar, soðnar og skrældar. Smjörið er brætt á lágum hita í meðalstórum potti. Hveitinu er hellt út í smjörið og hrært stöðugt í á meðan, með písk. Smjörbollan er látin sjóða í smástund á lágum hita. Þriðjungi af mjólkinni er hellt út í pottinn og hrært stöðugt í á meðan, svo hveitið jafnist vel út, restinni af mjólkinni er hellt varlega út í og þeytt vel í pottinum á meðan. Suðan er látin koma upp, hrært í reglulega á meðan, til að passa að jafningurinn þykkni ekki of hratt og verði kekkjóttur. 1 dl af vatni er síðan hrært út í hann til að þynna hann aðeins, hugsanlega svolítið meira, ef þú vilt hafa hann þynnri. Kryddað með salti, sykri og pipar, síðan er smávegis af múskathnetunni rifin á fínu rifjárni yfir jafninginn og hrært vel í og smakkað til með meira kryddi og vatni eftir smekk. Kartöflunum er bætt út í og hitað að suðu og hrært í við og við á meðan. Borinn á borð með hangikjöti, rauðkáli og grænum baunum. Það er hægt að búa jafninginn til nokkru áður en á að bera hann á borð, en þá er hann hitaður á lágum hita og ágætt að smakka hann til með kryddi og vatni eða mjólk.
Uppskriftir Jól Matur Lífið er ljúffengt Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira