Bíó í janúar: Hryllingurinn býr í snjallsímanum þínum Heiðar Sumarliðason skrifar 27. desember 2020 14:50 Gillian Jacobs er ofsótt af skrímsli úr símanum sínum. Í janúar reka á fjörur okkar hér á Íslandi oftast myndir sem munu verða aðsópsmiklar á Óskarsverðlaunahátíðinni, við fáum eina slíka í bíó. Svo eru nokkrar aðrar sem gætu verið áhugaverðar. Hér er það helsta. Freaky. Sam-, Laugarás- og Smárabíó. 1.janúar Raðmorðingi tekur yfir líkama unglingsstúlku. Freaky kom nokkuð á óvart þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum í nóvember sl. Þetta er gamansöm hryllingsmynd sem fjallar um unglingsstúlku sem skiptir um líkama við raðmorðingja og hefur sólarhring til að snúa því við, en eftir það verða skiptin varanleg. Dómarnir sem myndin hlaut voru betri en gengur og gerist með myndir af þessu tagi og lofar hún því góðu. Með aðalhlutverk fara Vince Vaughn og Kathryn Newton. Höfundur og leikstjóri er Christopher Landon, sem m.a. gerði hrollvekjuna Happy Death Day. Honest Thief. Sam-, Laugarás- og Smárabíó. 8.janúar Skammbyssan er sjaldnast langt undan þegar Neeson er annars vegar. Liam Neeson var eitt sinn bjargvætturinn Oscar Schindler, en nú er hann mest megnis í hlutverki manna með skammbyssur í hefndarhug. Hér leikur hann þjóf sem ætlar sér að verða heiðarlegur, en er svikinn af FBI-mönnum og ætlar sér sjálfsagt að leita hefnda. Þetta er önnur kvikmynd Mark Williams, sem hefur aðallega getið sér góðs orð sem framleiðandi Ozark-þáttanna á Netflix og Ben Affleck-myndarinnar The Accountant. Come Play. Sambíóin. 8. janúar. Snjalltækin geta verið stórhættuleg. Come Play er hrollvekja um skrímslið Larry sem birtist í gegnum snjallsíma. Jacob Chase skrifar og leikstýrir, en Come Play byggir á stuttmynd hans Larry, frá árinu 2017. Gillian Jacobs fer með aðalhlutverkið, en hún er áhorfendum að góðu kunn úr sjónvarpsþáttunum Community og Love. Nomadland. Smára- og Sambíó. 15. janúar Frances McDormand stendur ávallt fyrir sínu. Nomadland var frumsýnd á RIFF en kemur nú í almennar sýningar. Miðað við viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda er hér um að ræða einn af gullmolum ársins. Meðaleinkunn hennar hjá helstu gagnrýnendum á Metascore er 96, sem er einkunn sem vart sést. Myndin fjallar um þann stóra hóp Bandaríkjamanna sem missti heimili sín í kjölfar efnahagshrunsins 2008, fólk sem hefur aldrei náð sér aftur á strik og býr því í húsbílum. Hin kínverska Cholé Zhao leikstýrir. Hún ólst upp í Peking, en flutti til London sem unglingur, svo til Los Angeles í kjölfarið og er nú orðin heitasta nafnið í Hollywood. Marvel voru ekki lengi að bera kennsl á hæfileika hennar og fengu hana til að leikstýra The Eternals, sem kemur út í nóvember 2021. Shadow in the Cloud. Smárabíó. 15. janúar Háloftahryllingur. Shadow in the Cloud fékk áhorfendaverðlaun þegar hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto sl. haust. Hún fjallar um flugmann í heimsstyrjöldinni síðari sem flytur leynileg skjöl en uppgötvar yfirnáttúrulega illsku um borð B-17 flugvélinni sem hún flýgur. Það er leikkonan frábæra Chloë Grace Moretz sem er fer með hlutverk flugmannsins. Rosanne Liang, annar kvenkyns leikstjóri af kínverskum ættum, fer fyrir Shadow in the Cloud. Hún skrifaði handritið ásamt Max Landis, og sér sjálf um leikstjórn. Croods: A New Age. Smára- og Laugarásbíó. 22. janúar Croods snúa aftur. Hér er á ferðinni framhald hinnar vinsælu Croods frá árinu 2013, sem fjallaði um þegar hellisbúafjölskylda fer á flakk eftir að hellirinn þeirra eyðileggst. Það voru Kirk DeMicco og Chris Sanders sem voru allt í öllu í fyrri myndinni, skrifuðu og leikstýrðu. Í New Age eiga þeir söguna, en handritshöfundar eru aðrir og leikstjóri er Joel Crawford. Í þessari nýju Croods-mynd er fjölskyldan skoruð á hólm af annarri fjölskyldu sem segist vera betri og þróaðri. The Truth. Bíó Paradís. 29. janúar Denevue er ein helsta leikkona Frakka. Það er einskonar asískt þema í janúar, því Japaninn Hirokazu Koreeda hefur fært út kvíarnar og er kominn út fyrir heimlandið og farinn að leikstýra á öðrum tungumálum. Bíó Paradís frumsýnir hana í lok mánaðar. Hann er hér búinn að sanka að sér frönskum og bandarískum stjörnum, m.a. Juliette Binoch, Ethan Hawke og Cathrine Denevue. Myndin fjallar um stormasamt samband handritshöfundar og móður hennar sem er þekkt leikkona. Myndin er byggð á smásögu Ken Liu, en Koreeda skrifaði handritið. Þekktasta mynd hans er Shoplifters, sem Bíó Paradís sýndi einnig. Stjörnubíó Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Freaky. Sam-, Laugarás- og Smárabíó. 1.janúar Raðmorðingi tekur yfir líkama unglingsstúlku. Freaky kom nokkuð á óvart þegar hún var frumsýnd í Bandaríkjunum í nóvember sl. Þetta er gamansöm hryllingsmynd sem fjallar um unglingsstúlku sem skiptir um líkama við raðmorðingja og hefur sólarhring til að snúa því við, en eftir það verða skiptin varanleg. Dómarnir sem myndin hlaut voru betri en gengur og gerist með myndir af þessu tagi og lofar hún því góðu. Með aðalhlutverk fara Vince Vaughn og Kathryn Newton. Höfundur og leikstjóri er Christopher Landon, sem m.a. gerði hrollvekjuna Happy Death Day. Honest Thief. Sam-, Laugarás- og Smárabíó. 8.janúar Skammbyssan er sjaldnast langt undan þegar Neeson er annars vegar. Liam Neeson var eitt sinn bjargvætturinn Oscar Schindler, en nú er hann mest megnis í hlutverki manna með skammbyssur í hefndarhug. Hér leikur hann þjóf sem ætlar sér að verða heiðarlegur, en er svikinn af FBI-mönnum og ætlar sér sjálfsagt að leita hefnda. Þetta er önnur kvikmynd Mark Williams, sem hefur aðallega getið sér góðs orð sem framleiðandi Ozark-þáttanna á Netflix og Ben Affleck-myndarinnar The Accountant. Come Play. Sambíóin. 8. janúar. Snjalltækin geta verið stórhættuleg. Come Play er hrollvekja um skrímslið Larry sem birtist í gegnum snjallsíma. Jacob Chase skrifar og leikstýrir, en Come Play byggir á stuttmynd hans Larry, frá árinu 2017. Gillian Jacobs fer með aðalhlutverkið, en hún er áhorfendum að góðu kunn úr sjónvarpsþáttunum Community og Love. Nomadland. Smára- og Sambíó. 15. janúar Frances McDormand stendur ávallt fyrir sínu. Nomadland var frumsýnd á RIFF en kemur nú í almennar sýningar. Miðað við viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda er hér um að ræða einn af gullmolum ársins. Meðaleinkunn hennar hjá helstu gagnrýnendum á Metascore er 96, sem er einkunn sem vart sést. Myndin fjallar um þann stóra hóp Bandaríkjamanna sem missti heimili sín í kjölfar efnahagshrunsins 2008, fólk sem hefur aldrei náð sér aftur á strik og býr því í húsbílum. Hin kínverska Cholé Zhao leikstýrir. Hún ólst upp í Peking, en flutti til London sem unglingur, svo til Los Angeles í kjölfarið og er nú orðin heitasta nafnið í Hollywood. Marvel voru ekki lengi að bera kennsl á hæfileika hennar og fengu hana til að leikstýra The Eternals, sem kemur út í nóvember 2021. Shadow in the Cloud. Smárabíó. 15. janúar Háloftahryllingur. Shadow in the Cloud fékk áhorfendaverðlaun þegar hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto sl. haust. Hún fjallar um flugmann í heimsstyrjöldinni síðari sem flytur leynileg skjöl en uppgötvar yfirnáttúrulega illsku um borð B-17 flugvélinni sem hún flýgur. Það er leikkonan frábæra Chloë Grace Moretz sem er fer með hlutverk flugmannsins. Rosanne Liang, annar kvenkyns leikstjóri af kínverskum ættum, fer fyrir Shadow in the Cloud. Hún skrifaði handritið ásamt Max Landis, og sér sjálf um leikstjórn. Croods: A New Age. Smára- og Laugarásbíó. 22. janúar Croods snúa aftur. Hér er á ferðinni framhald hinnar vinsælu Croods frá árinu 2013, sem fjallaði um þegar hellisbúafjölskylda fer á flakk eftir að hellirinn þeirra eyðileggst. Það voru Kirk DeMicco og Chris Sanders sem voru allt í öllu í fyrri myndinni, skrifuðu og leikstýrðu. Í New Age eiga þeir söguna, en handritshöfundar eru aðrir og leikstjóri er Joel Crawford. Í þessari nýju Croods-mynd er fjölskyldan skoruð á hólm af annarri fjölskyldu sem segist vera betri og þróaðri. The Truth. Bíó Paradís. 29. janúar Denevue er ein helsta leikkona Frakka. Það er einskonar asískt þema í janúar, því Japaninn Hirokazu Koreeda hefur fært út kvíarnar og er kominn út fyrir heimlandið og farinn að leikstýra á öðrum tungumálum. Bíó Paradís frumsýnir hana í lok mánaðar. Hann er hér búinn að sanka að sér frönskum og bandarískum stjörnum, m.a. Juliette Binoch, Ethan Hawke og Cathrine Denevue. Myndin fjallar um stormasamt samband handritshöfundar og móður hennar sem er þekkt leikkona. Myndin er byggð á smásögu Ken Liu, en Koreeda skrifaði handritið. Þekktasta mynd hans er Shoplifters, sem Bíó Paradís sýndi einnig.
Stjörnubíó Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira