Linda Ben: „Hann fær mig alltaf til að hlæja og líða vel sama hvað gengur á“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. desember 2020 20:00 Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben segir ástina ekki einungis vera tilfinningu heldur það sem maður gerir. Aðsend mynd „Það er svo gaman að upplifa mat og kökur með þeim sem maður elskar, smakka eitthvað nýtt og skapa minningar. Einnig er í miklu uppáhaldi hjá okkur fjölskyldunni að baka og elda saman í eldhúsinu, þar eigum við okkar bestu stundir,“ segir Linda Ben matarbloggari og áhrifavaldur í viðtalsliðnum Ást er. Linda gaf út matreiðslubókina Kökur núna fyrir jólin og er bókin hennar fyrsta matreiðslubók. Hingað til hefur hún deilt uppskriftum á heimasíðu sinni og á samfélagsmiðlum. Viðtökurnar segir hún hafa farið fram úr hennar björtustu vonum og að hún sé full þakklætis. Bókin hefur verið hugarfóstur hennar í mörg ár. „Það er búið að vera alveg ótrúlega gaman að deila loksins mínum uppáhalds uppskriftum sem ég er búin að vera geyma í öll þessi ár.“ Manstu eftir því fyrsta sem þú eldaðir eða bakaðir fyrir manninn þinn? „Ójá og því mun ég aldrei gleyma, við vorum tvítug og nýbyrjuð saman. Við ákváðum sem sagt að elda humarsúpu saman og eiga notalega kvöldstund. Súpan bragðaðist mjög vel, kraftmikil og góð. Eftir smá stund þá fannst okkur súpan full þung í maga en héldum samt áfram að borða til að vera kurteis, enda með okkar fyrstu deitum. Eftir máltíðina vorum við gjörsamlega afvelta og mjög bumbult svo við ákváðum að lesa yfir uppskriftina aftur, þá áttuðum við okkur á því að við höfðum gleymt því að setja vatnið í súpuna.“ Að upplifa mat og kökur með þeim sem maður elskar segir Linda vera mjög gaman og mikilvægur partur af ástinni. Mynd - Íris Dögg Einarsdóttir Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Fyrsti kossinn: Var vandræðalegur, haha! Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Ekki beint ballaða en Call Your Girlfriend með Robyn kemur strax upp í hugann. Lagið „okkar“ er: Lagið Flugvélar með Nýdönsk. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Við tvö að spjalla saman í ró og næði, aðstæður eru algjört aukaatriði og geta verið hvernig sem er. Uppáhaldsmaturinn minn: Ég er alltaf til í humar í hvítlauskssmjöri borinn fram á súrdeigs baguette. Uppáhaldsmaturinn sem maðurinn minn eldar fyrir mig er: Samlokur. Hann er snillingur í að gera samlokur. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Það er mjög krúttleg saga og svolítið lýsandi fyrir okkur. Við byrjuðum sem sagt saman formlega 19. desember sem þýddi að við þurftum að sjálfsögðu að gefa hvort öðru jólagjöf. Eftir mjög mikla umhugsun ákvað ég að gefa honum trefil, fannst það hvorki vera of mikið né of lítið. Mér fannst það svona passleg „við erum nýbyrjuð saman“ gjöf. Hann hefur greinilega hugsað það nákvæmlega sama því hann gaf mér einmitt líka trefil. Það að við gáfum hvoru öðru það sama í gjöf lýsir okkur svo vel og hversu svipað við hugsum. Það sem lýsir okkur einnig vel er að ég á ennþá trefilinn og nota hann reglulega, en hann týndi sínum eftir mánuð. Ég elska að: Eyða tíma með fjölskyldunni minni. Fjölskyldan saman í eldhúsinu. Linda og maðurinn hennar Ragnar Einarsson ásamt börnum þeirra Róberti sjö ára og Birtu eins árs. Aðsend mynd Maðurinn minn er: Hann fær mig alltaf til að hlæja og líða vel sama hvað gengur á. Hann hugsar alveg svakalega vel um okkur fjölskylduna. Rómantískasti staður á landinu er: Heima. Ást er: Ekki einungis það sem þú finnur heldur einnig það sem þú gerir. Linda gaf út sína fyrstu uppskriftabók, bókina Kökur, núna fyrir jólin. Mynd - Íris Dögg Einarsdóttir Ástin og lífið Matur Tengdar fréttir Linda Ben gefur út sína fyrstu uppskriftabók Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. 11. september 2020 13:20 Sykurpúðasmákökur Lindu Ben Linda Ben var að gefa út sína fyrstu uppskiptabók sem nefnist einfaldlega Kökur. Bókin er full af mörgum af vinsælustu uppskriftum matarbloggarans auk spennandi nýjunga. 10. desember 2020 16:31 Hvít klessukaka að hætti Lindu Ben „Þessi hvíta klessukaka er í stuttu máli alveg tryllt og ein af mínum uppáhalds uppskriftum. Kantarnir eru stökkir en miðjan silkimjúk og klessuleg. Sítrónan og hindberin skapa síðan dásamlega ferskan blæ,“ segir kökusnillingurinn Linda Ben. 14. desember 2020 09:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Sætasti gaur sem ég þekki“ Makamál Segir stripp aðeins niðurlægjandi ef manneskja er neydd til þess Makamál Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Linda gaf út matreiðslubókina Kökur núna fyrir jólin og er bókin hennar fyrsta matreiðslubók. Hingað til hefur hún deilt uppskriftum á heimasíðu sinni og á samfélagsmiðlum. Viðtökurnar segir hún hafa farið fram úr hennar björtustu vonum og að hún sé full þakklætis. Bókin hefur verið hugarfóstur hennar í mörg ár. „Það er búið að vera alveg ótrúlega gaman að deila loksins mínum uppáhalds uppskriftum sem ég er búin að vera geyma í öll þessi ár.“ Manstu eftir því fyrsta sem þú eldaðir eða bakaðir fyrir manninn þinn? „Ójá og því mun ég aldrei gleyma, við vorum tvítug og nýbyrjuð saman. Við ákváðum sem sagt að elda humarsúpu saman og eiga notalega kvöldstund. Súpan bragðaðist mjög vel, kraftmikil og góð. Eftir smá stund þá fannst okkur súpan full þung í maga en héldum samt áfram að borða til að vera kurteis, enda með okkar fyrstu deitum. Eftir máltíðina vorum við gjörsamlega afvelta og mjög bumbult svo við ákváðum að lesa yfir uppskriftina aftur, þá áttuðum við okkur á því að við höfðum gleymt því að setja vatnið í súpuna.“ Að upplifa mat og kökur með þeim sem maður elskar segir Linda vera mjög gaman og mikilvægur partur af ástinni. Mynd - Íris Dögg Einarsdóttir Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Fyrsti kossinn: Var vandræðalegur, haha! Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Ekki beint ballaða en Call Your Girlfriend með Robyn kemur strax upp í hugann. Lagið „okkar“ er: Lagið Flugvélar með Nýdönsk. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Við tvö að spjalla saman í ró og næði, aðstæður eru algjört aukaatriði og geta verið hvernig sem er. Uppáhaldsmaturinn minn: Ég er alltaf til í humar í hvítlauskssmjöri borinn fram á súrdeigs baguette. Uppáhaldsmaturinn sem maðurinn minn eldar fyrir mig er: Samlokur. Hann er snillingur í að gera samlokur. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Það er mjög krúttleg saga og svolítið lýsandi fyrir okkur. Við byrjuðum sem sagt saman formlega 19. desember sem þýddi að við þurftum að sjálfsögðu að gefa hvort öðru jólagjöf. Eftir mjög mikla umhugsun ákvað ég að gefa honum trefil, fannst það hvorki vera of mikið né of lítið. Mér fannst það svona passleg „við erum nýbyrjuð saman“ gjöf. Hann hefur greinilega hugsað það nákvæmlega sama því hann gaf mér einmitt líka trefil. Það að við gáfum hvoru öðru það sama í gjöf lýsir okkur svo vel og hversu svipað við hugsum. Það sem lýsir okkur einnig vel er að ég á ennþá trefilinn og nota hann reglulega, en hann týndi sínum eftir mánuð. Ég elska að: Eyða tíma með fjölskyldunni minni. Fjölskyldan saman í eldhúsinu. Linda og maðurinn hennar Ragnar Einarsson ásamt börnum þeirra Róberti sjö ára og Birtu eins árs. Aðsend mynd Maðurinn minn er: Hann fær mig alltaf til að hlæja og líða vel sama hvað gengur á. Hann hugsar alveg svakalega vel um okkur fjölskylduna. Rómantískasti staður á landinu er: Heima. Ást er: Ekki einungis það sem þú finnur heldur einnig það sem þú gerir. Linda gaf út sína fyrstu uppskriftabók, bókina Kökur, núna fyrir jólin. Mynd - Íris Dögg Einarsdóttir
Ástin og lífið Matur Tengdar fréttir Linda Ben gefur út sína fyrstu uppskriftabók Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. 11. september 2020 13:20 Sykurpúðasmákökur Lindu Ben Linda Ben var að gefa út sína fyrstu uppskiptabók sem nefnist einfaldlega Kökur. Bókin er full af mörgum af vinsælustu uppskriftum matarbloggarans auk spennandi nýjunga. 10. desember 2020 16:31 Hvít klessukaka að hætti Lindu Ben „Þessi hvíta klessukaka er í stuttu máli alveg tryllt og ein af mínum uppáhalds uppskriftum. Kantarnir eru stökkir en miðjan silkimjúk og klessuleg. Sítrónan og hindberin skapa síðan dásamlega ferskan blæ,“ segir kökusnillingurinn Linda Ben. 14. desember 2020 09:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál „Sætasti gaur sem ég þekki“ Makamál Segir stripp aðeins niðurlægjandi ef manneskja er neydd til þess Makamál Gréta Karen leitar að íbúð og kærasta Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Linda Ben gefur út sína fyrstu uppskriftabók Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. 11. september 2020 13:20
Sykurpúðasmákökur Lindu Ben Linda Ben var að gefa út sína fyrstu uppskiptabók sem nefnist einfaldlega Kökur. Bókin er full af mörgum af vinsælustu uppskriftum matarbloggarans auk spennandi nýjunga. 10. desember 2020 16:31
Hvít klessukaka að hætti Lindu Ben „Þessi hvíta klessukaka er í stuttu máli alveg tryllt og ein af mínum uppáhalds uppskriftum. Kantarnir eru stökkir en miðjan silkimjúk og klessuleg. Sítrónan og hindberin skapa síðan dásamlega ferskan blæ,“ segir kökusnillingurinn Linda Ben. 14. desember 2020 09:00