Segir lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2020 22:00 Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. Skjáskot Stefnt er á að Reykjavíkurleikarnir fari fram í febrúar á næsta ári, sem er ekki síst gott fyrir okkar besta afreksíþróttafólk sem hefur legið í dvala síðan í mars á þessu ári vegna kórónuveirunnar. Það fólk þarf nauðsynlega á mótinu að halda, sérstaklega þar sem það eru Ólympíuleikar handan við hornið. Þetta segir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Það er algjört lykilatriði að koma afreksfólkinu okkar aftur af stað í íþróttirnar í öllum íþróttagreinum. Árið 2021 er risastórt íþróttaár í heiminum, það eru Ólympíuleikar, þetta mót getur hjálpað íþróttafólkinu okkar að ná lágmörkum til að komast inn á heimsleika sem getur svo hjálpað þeim inn á Ólympíuleika,“ sagði Ingvar í viðtali fyrir Sportpakka Stöðvar 2. „Það er algert lykilatriði, við verðum að koma fólkinu okkar aftur af stað.“ Mikill áhugi erlends íþróttafólks er á leikunum í ár, rétt eins og undangengin ár. „Ekkert öruggt að það gangi upp að það komi mikið af erlendum keppendum. Það væri best, fyrir okkar íþróttafólk og mótið en það er mikill áhugi. Það er að hluta til vegna þess að Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót sem gefa íþróttamönnum stig og tækifæri til þess að komast inn á þessi stærri mót. Þess vegna eru margir sem horfa til þess að geta tekið þátt í þessu móti.“ „Íþróttafólkið okkar hefur mikla trú á sjálfu sér, sem betur fer. Það er kannski þess vegna sem við Íslendingar höfum sýnt hvað við getum náð langt á íþróttasviðinu. Fólk er almennt séð bjartsýnt, íþróttahreyfingin er bjartsýn og vill styðja við þetta. Mesta áhyggjuefnið er að ef við fáum ekki að fara út, æfa og keppa, þá getur þetta orðið mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Ingvar Sverrisson að lokum. Klippa: Lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað Sportpakkinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Sjá meira
Það fólk þarf nauðsynlega á mótinu að halda, sérstaklega þar sem það eru Ólympíuleikar handan við hornið. Þetta segir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Það er algjört lykilatriði að koma afreksfólkinu okkar aftur af stað í íþróttirnar í öllum íþróttagreinum. Árið 2021 er risastórt íþróttaár í heiminum, það eru Ólympíuleikar, þetta mót getur hjálpað íþróttafólkinu okkar að ná lágmörkum til að komast inn á heimsleika sem getur svo hjálpað þeim inn á Ólympíuleika,“ sagði Ingvar í viðtali fyrir Sportpakka Stöðvar 2. „Það er algert lykilatriði, við verðum að koma fólkinu okkar aftur af stað.“ Mikill áhugi erlends íþróttafólks er á leikunum í ár, rétt eins og undangengin ár. „Ekkert öruggt að það gangi upp að það komi mikið af erlendum keppendum. Það væri best, fyrir okkar íþróttafólk og mótið en það er mikill áhugi. Það er að hluta til vegna þess að Reykjavíkurleikarnir eru alþjóðlegt mót sem gefa íþróttamönnum stig og tækifæri til þess að komast inn á þessi stærri mót. Þess vegna eru margir sem horfa til þess að geta tekið þátt í þessu móti.“ „Íþróttafólkið okkar hefur mikla trú á sjálfu sér, sem betur fer. Það er kannski þess vegna sem við Íslendingar höfum sýnt hvað við getum náð langt á íþróttasviðinu. Fólk er almennt séð bjartsýnt, íþróttahreyfingin er bjartsýn og vill styðja við þetta. Mesta áhyggjuefnið er að ef við fáum ekki að fara út, æfa og keppa, þá getur þetta orðið mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Ingvar Sverrisson að lokum. Klippa: Lykilatriði að koma afreksíþróttafólkinu okkar aftur af stað
Sportpakkinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Sjá meira