„Þakklát fyrir það í dag að hafa lent á þessum vegg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. desember 2020 07:00 Eva Laufey Kjaran keyrði sig út og lenti á vegg. vísir/vilhelm Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er matarbloggari, sjónvarpskokkur, útvarpskona, samfélagsmiðlastjarna og margt annað en hún ræddi við Snæbjörn Ragnarsson og allt á milli himins og jarðar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eva segist hafa spennt bogann of hátt á sínum ferli í fjölmiðlum og magalent eftir ofálag. Síðan stóð hún upp aftur, sterkari en nokkru sinni og með planið á hreinu. Eva er af Skaganum og alin upp af tveimur elskandi foreldrum þótt faðir hennar væri ekki blóðtengdur henni. Hún vissi alla tíð hver hinn faðir hennar var en kynntist honum þó ekki af alvöru fyrr en undir fullorðinsár. Sá maður var Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, sem síðan lét lífið fyrir aldur fram sorglega stuttu eftir að þau Eva náðu að treysta böndin. Í þættinum segir Eva Laufey frá því þegar hún fékk taugaáfall vegna álags. „Í fyrra var ég eiginlega komin á endastöð sem er nokkuð dramatískt að segja en ég sagði upp á Stöð 2. Ég held að ég hafi verið nálægt því að fá einhverskonar taugaáfall. Ég var allavega komin upp á spítala og hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Ég fór í margar rannsóknir en það var ekkert að og þá kom í ljós að ég væri búin að vinna svolítið yfir mig,“ segir Eva Laufey í viðtalinu við Snæbjörn. Samfélagsmiðlarnir tóku yfir „Ég hef verið að keyra mig áfram að vera í föstu starfi á Stöð 2, vera að framleiða efni, vera í Íslandi í dag og í útvarpinu og fengið að þróast í starfi. Þetta er ótrúlega skemmtilegt starf og gefur mér rosalega mikið. Ég er búin að eiga góða yfirmenn sem styðja mig í öllu sem ég geri sem er ekki sjálfsagt og er ég rosalega þakklát fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið þar. En svo fóru samfélagsmiðlarnir að fara taka rosalega stóran part úr mínu lífi og það eru svo margir sem hafa skoðanir á því hvernig ég eigi að haga mínum málum. Þú þarft að gera hlutina svona, þetta er mikið betra fyrir þig. Það fer bara eitthvað af stað hjá manni og maður tekur að sér allskonar verkefni og drekkir sér í vinnu. Maður er að vinna til fjögur, nær í stelpurnar og þá er einhvern veginn annar heill vinnudagur eftir sem er á samfélagsmiðlum.“ Snæbjörn og Eva ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. Hún segist hafa á þessum tíma samið við fimm til sex fyrirtæki í hverri og viku og samið um að birta ákveðið margar færslur. „Maður fer bara fram úr sér og segir bara já við öllu og þetta sé bara tækifæri og gaman. En svo bara lendir maður á einhverjum vegg. Auk þess var ég að gefa út bók, reyna vera góð eiginkona, dugleg í ræktinni, var með námskeið með systur minni um framkomu út um allt og var bara að reyna gera allt, því mig langar að gera svo margt. En ég lærði það þá að líkaminn getur bara sagt stopp við mann. Ég átti mjög erfitt með að trúa því þegar læknirinn sagði við mig, Eva þú ert ekki að fá hjartaáfall og það er ekkert að gerast í líkama þínum. Í miðjum tökum á Ísskápastríðinu, þættir sem ég elska mjög mikið, var ég að anda í poka til að ná andanum og enginn veit af því.“ Allir ættu að hitta sálfræðing Hún segir að samstarfsmenn hennar á Stöð 2 hafi tekið utan um hana og stutt við bakið á sér. „Ég fór að hitta sálfræðinginn minn sem ég hef verið að hitta í nokkur ár og það er það besta sem ég geri fyrir sjálfan mig og ég vildi að allir myndu gera það. Þá tók bara við svona atferlismeðferð að koma skipulaginu í lag, því eitthvað varð ég að gera til að komast út úr þessu. Þannig að ég ákvað að segja upp og tók mig í raun út úr öllu sem ég var að gera. Ætlaði bara að vinna sjálfstætt og taka að mér verkefni en ég hélt áfram að vinna í þessa þrjá mánuði sem uppsagnarfresturinn minn segir til um og skráði mig á matreiðslunámskeið í London og fór í fyrsta sinn að einblína á það sem mig langaði til að gera. Ég fékk svo góðan stuðning frá yfirmönnunum mínum til að fá að gera þetta, þrátt fyrir að þeir vissu að ég væri að hætta en ég held að þau vissu hvað væri að gerast með mig og ég þurfti á þessu að halda og ég hætti því ekkert. Ég er þakklát fyrir það í dag að hafa lent á þessum vegg.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Eva Laufey Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Eva segist hafa spennt bogann of hátt á sínum ferli í fjölmiðlum og magalent eftir ofálag. Síðan stóð hún upp aftur, sterkari en nokkru sinni og með planið á hreinu. Eva er af Skaganum og alin upp af tveimur elskandi foreldrum þótt faðir hennar væri ekki blóðtengdur henni. Hún vissi alla tíð hver hinn faðir hennar var en kynntist honum þó ekki af alvöru fyrr en undir fullorðinsár. Sá maður var Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, sem síðan lét lífið fyrir aldur fram sorglega stuttu eftir að þau Eva náðu að treysta böndin. Í þættinum segir Eva Laufey frá því þegar hún fékk taugaáfall vegna álags. „Í fyrra var ég eiginlega komin á endastöð sem er nokkuð dramatískt að segja en ég sagði upp á Stöð 2. Ég held að ég hafi verið nálægt því að fá einhverskonar taugaáfall. Ég var allavega komin upp á spítala og hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Ég fór í margar rannsóknir en það var ekkert að og þá kom í ljós að ég væri búin að vinna svolítið yfir mig,“ segir Eva Laufey í viðtalinu við Snæbjörn. Samfélagsmiðlarnir tóku yfir „Ég hef verið að keyra mig áfram að vera í föstu starfi á Stöð 2, vera að framleiða efni, vera í Íslandi í dag og í útvarpinu og fengið að þróast í starfi. Þetta er ótrúlega skemmtilegt starf og gefur mér rosalega mikið. Ég er búin að eiga góða yfirmenn sem styðja mig í öllu sem ég geri sem er ekki sjálfsagt og er ég rosalega þakklát fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið þar. En svo fóru samfélagsmiðlarnir að fara taka rosalega stóran part úr mínu lífi og það eru svo margir sem hafa skoðanir á því hvernig ég eigi að haga mínum málum. Þú þarft að gera hlutina svona, þetta er mikið betra fyrir þig. Það fer bara eitthvað af stað hjá manni og maður tekur að sér allskonar verkefni og drekkir sér í vinnu. Maður er að vinna til fjögur, nær í stelpurnar og þá er einhvern veginn annar heill vinnudagur eftir sem er á samfélagsmiðlum.“ Snæbjörn og Eva ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. Hún segist hafa á þessum tíma samið við fimm til sex fyrirtæki í hverri og viku og samið um að birta ákveðið margar færslur. „Maður fer bara fram úr sér og segir bara já við öllu og þetta sé bara tækifæri og gaman. En svo bara lendir maður á einhverjum vegg. Auk þess var ég að gefa út bók, reyna vera góð eiginkona, dugleg í ræktinni, var með námskeið með systur minni um framkomu út um allt og var bara að reyna gera allt, því mig langar að gera svo margt. En ég lærði það þá að líkaminn getur bara sagt stopp við mann. Ég átti mjög erfitt með að trúa því þegar læknirinn sagði við mig, Eva þú ert ekki að fá hjartaáfall og það er ekkert að gerast í líkama þínum. Í miðjum tökum á Ísskápastríðinu, þættir sem ég elska mjög mikið, var ég að anda í poka til að ná andanum og enginn veit af því.“ Allir ættu að hitta sálfræðing Hún segir að samstarfsmenn hennar á Stöð 2 hafi tekið utan um hana og stutt við bakið á sér. „Ég fór að hitta sálfræðinginn minn sem ég hef verið að hitta í nokkur ár og það er það besta sem ég geri fyrir sjálfan mig og ég vildi að allir myndu gera það. Þá tók bara við svona atferlismeðferð að koma skipulaginu í lag, því eitthvað varð ég að gera til að komast út úr þessu. Þannig að ég ákvað að segja upp og tók mig í raun út úr öllu sem ég var að gera. Ætlaði bara að vinna sjálfstætt og taka að mér verkefni en ég hélt áfram að vinna í þessa þrjá mánuði sem uppsagnarfresturinn minn segir til um og skráði mig á matreiðslunámskeið í London og fór í fyrsta sinn að einblína á það sem mig langaði til að gera. Ég fékk svo góðan stuðning frá yfirmönnunum mínum til að fá að gera þetta, þrátt fyrir að þeir vissu að ég væri að hætta en ég held að þau vissu hvað væri að gerast með mig og ég þurfti á þessu að halda og ég hætti því ekkert. Ég er þakklát fyrir það í dag að hafa lent á þessum vegg.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Eva Laufey Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira