Valgeir, sem er nítján ára, sló í gegn með Val á síðasta tímabili. Hann lék fimmtán af átján leikjum Valsmanna í Pepsi Max-deildinni og skoraði þrjú mörk. Valur varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum. Eftir tímabilið var Valgeir svo valinn besti ungi leikmaður Pepsi Max-deildarinnar.
Valgeir vann sér einnig sæti í U-21 árs landsliðinu og lék einn leik með því í undankeppni EM 2021.
Á síðasta tímabili endaði Häcken í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og náði þar með Evrópusæti.
Valgeir er uppalinn hjá Fjölni en gekk í raðir Vals vorið 2019. Hann lék einn deildarleik með Valsmönnum í fyrra en var svo fastamaður í liði þeirra í ár.
Valgeir Lunddal Friðriksson til BK Hacken. Valgeir Lunddal Friðriksson leikmaður Vals hefur verið seldur til BK Hacken....
Posted by Valur Fótbolti on Monday, December 28, 2020