Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 23:00 Harrold-feðgarnir sjást hér til hægri á mynd í sjónvarpsviðtali um málið. Skjáskot af konunni úr umræddu myndbandi sést til vinstri. Samsett Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. Keyon Harrold er bandarískur trompetleikari sem unnið hefur til Grammy-verðlauna og spilað með tónlistarfólki á borð við Common, Jay-Z og Rihönnu. Hann og sonur hans, hinn fjórtán ára Keyon Harrold yngri, voru á leið í morgunverð á hóteli í New York þegar til orðaskipta kom milli þeirra og hvítrar konu í móttöku hótelsins. „Ég er brjálaður!!!!“ skrifar Harrold eldri í færslu sem hann birti á Instagram annan í jólum. „Konan í myndbandinu réðst á fjórtán ára son minn þegar við komum niður úr herbergi okkar á Arlo-hótelinu í Soho til að fá okkur morgunverð. Þessi kona „týndi“ símanum sínum og syni mínum hafði, að því er virtist, áskotnast hann eins og fyrir töfra, sem er hreint fráránlegt,“ skrifar Harrold. View this post on Instagram A post shared by Keyon Harrold (@keyonharrold) Hann lýsir því að konan hafi klórað hann og loks hent sér á son hans, sem hélt á sínum eigin síma, og gripið í hann. Þá gagnrýnir hann starfsmann hótelsins fyrir að hafa „skipað sér í lið“ með konunni. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. „Hugsið ykkur áfallið sem sonur minn þarf nú að burðast með […]. Svo kom Uber-bílstjóri með símann til konunnar nokkrum mínútum síðar. Engin afsökunarbeiðni frá henni til sonar míns eftir þetta áfall, ekki heldur til mín. Engin afsökunarbeiðni frá hótelinu,“ skrifar Harrold. Fjölmargir hafa lýst yfir vanþóknun og sorg vegna atviksins í athugasemdum við myndbandið og víðar á samfélagsmiðlum. Mörgum þykir þetta sýna rótgróna fordóma gagnvart svörtum; konan hafi sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Arlo-hótelkeðjan hefur beðist afsökunar á málinu í yfirlýsingu eftir að myndbandið var birt. Konan hafði ekki verið nafngreind í helstu fjölmiðlum vestanhafs í gær en mörgum þykir hún enn eitt dæmið um svokallaða „Karen“, tiltölulega nýtt hugtak yfir hvíta konu sem blinduð er af forréttindum og lætur það gjarnan bitna á minnihlutahópum. Lögregla í New York hefur málið til rannsóknar, samkvæmt frétt ABC-fréttastofunnar. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira
Keyon Harrold er bandarískur trompetleikari sem unnið hefur til Grammy-verðlauna og spilað með tónlistarfólki á borð við Common, Jay-Z og Rihönnu. Hann og sonur hans, hinn fjórtán ára Keyon Harrold yngri, voru á leið í morgunverð á hóteli í New York þegar til orðaskipta kom milli þeirra og hvítrar konu í móttöku hótelsins. „Ég er brjálaður!!!!“ skrifar Harrold eldri í færslu sem hann birti á Instagram annan í jólum. „Konan í myndbandinu réðst á fjórtán ára son minn þegar við komum niður úr herbergi okkar á Arlo-hótelinu í Soho til að fá okkur morgunverð. Þessi kona „týndi“ símanum sínum og syni mínum hafði, að því er virtist, áskotnast hann eins og fyrir töfra, sem er hreint fráránlegt,“ skrifar Harrold. View this post on Instagram A post shared by Keyon Harrold (@keyonharrold) Hann lýsir því að konan hafi klórað hann og loks hent sér á son hans, sem hélt á sínum eigin síma, og gripið í hann. Þá gagnrýnir hann starfsmann hótelsins fyrir að hafa „skipað sér í lið“ með konunni. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. „Hugsið ykkur áfallið sem sonur minn þarf nú að burðast með […]. Svo kom Uber-bílstjóri með símann til konunnar nokkrum mínútum síðar. Engin afsökunarbeiðni frá henni til sonar míns eftir þetta áfall, ekki heldur til mín. Engin afsökunarbeiðni frá hótelinu,“ skrifar Harrold. Fjölmargir hafa lýst yfir vanþóknun og sorg vegna atviksins í athugasemdum við myndbandið og víðar á samfélagsmiðlum. Mörgum þykir þetta sýna rótgróna fordóma gagnvart svörtum; konan hafi sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Arlo-hótelkeðjan hefur beðist afsökunar á málinu í yfirlýsingu eftir að myndbandið var birt. Konan hafði ekki verið nafngreind í helstu fjölmiðlum vestanhafs í gær en mörgum þykir hún enn eitt dæmið um svokallaða „Karen“, tiltölulega nýtt hugtak yfir hvíta konu sem blinduð er af forréttindum og lætur það gjarnan bitna á minnihlutahópum. Lögregla í New York hefur málið til rannsóknar, samkvæmt frétt ABC-fréttastofunnar.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Sjá meira