Lífið

Frægir fundu ástina á árinu 2020

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ástin blómstraði víða á árinu 2020.
Ástin blómstraði víða á árinu 2020.

Á hverju ári greinir Vísir ávallt frá nýjum pörum og þá sérstaklega kemur að íslensku stjörnunum.

Fjölmargar fréttir birtast á ári hverju í tengslum við tilhugalíf þessara einstaklinga.  Hér að neðan má sjá yfirferð Vísis um ástarsamböndin sem blómstruðu á árinu 2020, í það minnsta um tíma en sum samböndin gengu ekki upp.

Söngkonan Svala Björgvinsdóttirbyrjaði í sambandi með Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. Svala var áður í tveggja ára sambandi sem lauk síðasta í sumar.

Kristján er sjómaður á ungu stúlku úr fyrra sambandi. 

Plötusnúðurinn og tískudrottningin Dóra Júlíafann ástina. Sú heppna heitir Bára Guðmundsdóttir.

Dóra Júlía er einn vinsælasti plötusnúður landsins og þekkt fyrir fallega og líflega framkomu og lítríkan fatastíl.

Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík og tón­list­armaður, fann einnig ást­ina en sú heppna heit­ir Ástríður Jós­efína Ólafs­dótt­ir, mynd­list­armaður. Smartland greindi frá. 

Parið býr sam­an í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur.

Áhrifavaldurinn Brynjólfur Löve og íþróttakonan Edda Falak eru nýtt par. 

Brynjólfur, betur þekktur sem Binni Löve, er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins og er Edda Falak ein efnilegasta CrossFit stjarna landsins. DV greindi frá. 

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir byrjuðu saman í sumar. 

Jóhanna er formaður Tannlæknafélags Íslands og sú yngsta sem hefur gengt þeirri stöðu.

Ágúst birti þessa mynd af nýja parinu á Facebook í sumar.

Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, fann ástina í örmum Stefanie Estherar Egilsdóttur laganema í sumar og var allt í blóma í sambandinu til að byrja með. 

Samkvæmt heimildum Vísis er sambandinu lokið í dag. 

Söngkonan Bríet Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, eru nýtt par. Sambandið hófst í sumar. 

Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins en Rubin Pollock hefur verið gítarleikari í vinsælu sveitinni Kaleo undanfarin ár. Kaleo hefur náð heimsfrægð síðustu ár en meðlimir bandsins eru í fríi á Íslandi sem stendur.

Lína Birgitta nældi sér í hnykkjara en sá heppni heitir Guðmundur Birkir Pálmason og er einn vinsælasti hnykkjari landsins.

Leikarinn Gunnar Hansson og Hiroko Ara eru trúlofuð en parið greindi frá því á Facebook. Parið hóf samband sitt á árinu og gekk það greinilega vel.

Gunnar Hansson er landsþekktur leikari og hefur farið á kostum undanfarin ár sem karakterinn Frímann Gunnarsson.

Hiroko, sem er fædd og uppalin í Japan, er ljósmyndari og kokkur. Hún hefur búið á Íslandi í tuttugu ár. 

Knattspyrnukappinn fyrrverandi Björgólfur Takefusa og söngkonan Gréta Karen Grétarsdóttir fundu sumarástina í örmum hvor annars.

Björgólfur sem er fertugur og Gréta Karen sem er þremur árum yngri og hittust þau í nokkra mánuði en fóru síðan í sitthvora áttina. 

Sjónvarpsstjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime byrjaði í sambandi á árinu og frumsýndi hann kærastann í fallegri færslu á Instagram.

Ólafur Teitur Guðnason og Kristrún Heiða Hauksdóttirbyrjuðu saman í sambandi á árinu og greindu frá því á Facebook. 

Kristrún er upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Hún starfaði áður sem kynningar og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu.

Ólafur Teitur er aðstoðarmaður Þordísar Kolbrúnar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ólafur starfaði áður sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík.

Árið var viðburðarríkt hjá Manuelu Ósk Harðardóttir í ástarmálunum. Manuela Ósk blómstrað í þáttunum Allir geta dansað og þá með dansfélaga sínum Jóni Eyþóri Gottskálkssyni

 Samstarfið gekk það vel að þau byrjuðu í ástarsambandi. Sambandið ekk upp í nokkra mánuði en lauk síðan síðasta vor. 

Um sumarið fann Manuela ástina á nýjan leik og þá í faðmi sjónvarps- og kvikmyndaframleiðandanum Eiði Birgissyni og eru þau enn saman í dag og geisla hreinlega bæði tvö saman. 

Ástrós Rut Sigurðardóttir fann ástina, en hún missti Bjarka Má Sigvaldason eiginmann sinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ástrós sagði frá nýja sambandi sínu á samfélagsmiðlum í mars, en sá heppni heitir Davíð Örn Hjartarson og hefur verið vinur hennar langan tíma. 

Hann á fyrir sjö ára son og Ástrós á eina eins árs dóttur sem hún eignaðist með Bjarka.

Ástrós ræddi um samabandið í Einkalífinu á árinu en saman eiga þau von á barni.

Tón­listar­fólkið Elísa­bet Eyþórs­dótt­ir og Barði Jó­hanns­son opinberuðu sam­band sitt í september. Mbl.is greindi frá því.

Barði er oft kennd­ur við hljóm­sveit­ina Bang Gang. Elísa­bet er frábær söngkona og hefur oft komið frá með systrum sínum í sveitinni Sísí Ey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.