Lífið

Áhorfendur gátu rætt við meðlimi Sniglabandsins í beinni og fengið óskalög

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bandið stóð fyrir tónleikum í beinni á Vísi í gærkvöldi.
Bandið stóð fyrir tónleikum í beinni á Vísi í gærkvöldi.

Streymistónleikar Sniglabandsins í Gamla bíói voru í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi í gærkvöldi.

Þar gátu áhorfendur sent inn óskalög í gegnum Zoom og varð útkoman nokkuð skemmtileg.

Sniglabandið fagnar 35 ára afmæli sínu um þessar mundir.

Sniglabandið var stofnað árið 1985 og hefur frá upphafi verið í hópi athyglisverðustu hljómsveita landsins, sífellt á höttunum eftir því nýja og óvænta. Flestir ættu að muna eftir útvarpsþáttum þeirra þar sem allt var látið flakka.

Eins og áður segir gátu áhorfendur komist í útsendinguna og rætt við meðlimi bandsins og var það fjölmiðlamaðurinn Snorri Sturluson sem hélt utan um þann lið á útsendingunni.

Hér að neðan má sjá tónleikana í heild sinni.

Klippa: Sniglabandið í Gamla Bíói





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.