HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 07:00 Ágúst Þór Jóhannsson og Róbert Geir Gíslason voru í Seinni bylgjunni í gærkvöld. skjáskot/stöð 2 sport Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var á meðal gesta í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem hann fór yfir stöðuna. Innslagið má sjá hér að neðan. Róbert sagði handboltahreyfinguna ekki hafa kvartað þegar niðurstaðan um algjört handboltahlé lá fyrir síðasta föstudag: „Hreyfingin tók þessu mjög vel. Það var frekar það að hún væri farin að hvetja okkur til þess að „cancelera“. Við vorum farin að sjá leikmenn í liðum sem voru sýktir og komnir í sóttkví, og það var ekkert annað að gera á þeim tímapunkti en að slaufa þessu um óákveðinn tíma og taka vonandi upp þráðinn fljótlega,“ sagði Róbert. „Þegar við frestuðum á föstudaginn vorum við með á teikniborðinu að flýta Olísdeildum karla og kvenna. Við ætluðum að klára þær í þessari viku ef að tækifæri hefði gefist, og þétta deildirnar til að reyna að klára deildakeppnirnar. Það væri vissulega betri staða í dag að vera búin með deildakeppnirnar og eiga bara úrslitakeppnirnar eftir. En það tókst ekki og núna erum við búin að teikna upp sviðsmyndir fyrir það hvernig við getum spilað úrslitakeppnir ef til þess kemur. En það fer í rauninni allt eftir tímarammanum. Hvaða tímaramma við höfum þegar samkomubanninu verður aflétt. Hvort það verða fimm vikur, fjórar vikur... liðin þurfa líka að fá að æfa áður. Við getum því engu svarað um þetta á þessum tímapunkti,“ sagði Róbert. Róbert segir að eins og staðan sé núna þurfi keppni karla að vera lokið 31. maí og keppni kvenna 24. maí, vegna landsliðsverkefna sumarsins. Tíminn er því naumur en ef að hægt verður að spila úrslitakeppnir Íslandsmótanna með einhverjum hætti í vor þá verður það reynt: „Við ætlum að halda því algjörlega opnu. Við erum búnir að teikna upp einhverjar fjórar mismunandi leiðir. Það er hægt að fara í Evrópukeppnisfyrirkomulagið, þar sem liðin spila einn leik heima og einn að heiman. Það er hægt að stytta úrslitakeppnina með því að nóg sé að vinna tvo leiki en ekki þrjá, eða jafnvel að nóg sé að vinna einn leik í 8-liða úrslitum. Það eru alls konar leiðir færar. Villtasta hugmyndin sem við höfum velt upp er að fara í einhvers konar final 4 helgi. Við erum því með alls konar sviðsmyndir uppi en það er ótímabært núna að ræða einhverja ákveðna hugmynd því við vitum ekki hvaða tíma við höfum,“ sagði Róbert. Hann sagðist einfaldlega ekki geta svarað því hvað gert yrði ef ekki yrði meira spilað fyrir sumar. Klippa: Róbert hjá HSÍ í Seinni bylgjunni Seinni bylgjan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var á meðal gesta í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem hann fór yfir stöðuna. Innslagið má sjá hér að neðan. Róbert sagði handboltahreyfinguna ekki hafa kvartað þegar niðurstaðan um algjört handboltahlé lá fyrir síðasta föstudag: „Hreyfingin tók þessu mjög vel. Það var frekar það að hún væri farin að hvetja okkur til þess að „cancelera“. Við vorum farin að sjá leikmenn í liðum sem voru sýktir og komnir í sóttkví, og það var ekkert annað að gera á þeim tímapunkti en að slaufa þessu um óákveðinn tíma og taka vonandi upp þráðinn fljótlega,“ sagði Róbert. „Þegar við frestuðum á föstudaginn vorum við með á teikniborðinu að flýta Olísdeildum karla og kvenna. Við ætluðum að klára þær í þessari viku ef að tækifæri hefði gefist, og þétta deildirnar til að reyna að klára deildakeppnirnar. Það væri vissulega betri staða í dag að vera búin með deildakeppnirnar og eiga bara úrslitakeppnirnar eftir. En það tókst ekki og núna erum við búin að teikna upp sviðsmyndir fyrir það hvernig við getum spilað úrslitakeppnir ef til þess kemur. En það fer í rauninni allt eftir tímarammanum. Hvaða tímaramma við höfum þegar samkomubanninu verður aflétt. Hvort það verða fimm vikur, fjórar vikur... liðin þurfa líka að fá að æfa áður. Við getum því engu svarað um þetta á þessum tímapunkti,“ sagði Róbert. Róbert segir að eins og staðan sé núna þurfi keppni karla að vera lokið 31. maí og keppni kvenna 24. maí, vegna landsliðsverkefna sumarsins. Tíminn er því naumur en ef að hægt verður að spila úrslitakeppnir Íslandsmótanna með einhverjum hætti í vor þá verður það reynt: „Við ætlum að halda því algjörlega opnu. Við erum búnir að teikna upp einhverjar fjórar mismunandi leiðir. Það er hægt að fara í Evrópukeppnisfyrirkomulagið, þar sem liðin spila einn leik heima og einn að heiman. Það er hægt að stytta úrslitakeppnina með því að nóg sé að vinna tvo leiki en ekki þrjá, eða jafnvel að nóg sé að vinna einn leik í 8-liða úrslitum. Það eru alls konar leiðir færar. Villtasta hugmyndin sem við höfum velt upp er að fara í einhvers konar final 4 helgi. Við erum því með alls konar sviðsmyndir uppi en það er ótímabært núna að ræða einhverja ákveðna hugmynd því við vitum ekki hvaða tíma við höfum,“ sagði Róbert. Hann sagðist einfaldlega ekki geta svarað því hvað gert yrði ef ekki yrði meira spilað fyrir sumar. Klippa: Róbert hjá HSÍ í Seinni bylgjunni
Seinni bylgjan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða