Guðmundur heim í sóttkví | „Ég er bara í sérherbergi“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 07:00 Guðmundur Guðmundsson segir komandi landsleiki við Sviss í algjörri óvissu. vísir/getty „Ég er bara í sóttkví heima hjá mér, og uppi í sumarbústað. Það er samfélagsleg skylda mín og ég fylgi því,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem kom heim til Íslands frá Þýskalandi á mánudaginn vegna kórónuveirunnar. Guðmundur ákvað að halda heimleiðis eftir að ljóst var að lið hans Melsungen mætti ekki æfa næstu tvær vikurnar, vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Tveir leikmenn í þýsku 1. deildinni, báðir úr liði Rhein-Neckar Löwen, hafa greinst með smit. Aðeins um 20 dagar eru síðan að Guðmundur tók við Melsungen en þá var kórónuveiran lítið til umræðu. Hún hefur hins vegar dreift hratt úr sér í Evrópu og er Þýskaland nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu. Því fór Guðmundur beint í sóttkví eftir komuna til Íslands, en hann dvelur til skiptis einangraður frá fjölskyldu sinni á eigin heimili eða í sumarbústað hennar. Kom heim þegar æfingabann var sett á „Þetta þýðir bara að ég má ekki hafa samneyti við annað fólk út á við. Ég má fara út í göngutúr en við erum bara aðskilin hérna á heimilinu. Ég tek þetta alvarlega og bíð þess að það komi í ljós hver staðan er. Ég er bara í sérherbergi,“ segir Guðmundur við Vísi. „Það var ekki um annað að ræða en að koma heim. Það var komið æfingabann á liðið, það er að segja við máttum ekki æfa saman inni í íþróttahúsum. Því var það ákveðið sem fyrsta skref að við tækjum 14 daga pásu frá sameiginlegum æfingum, og þýska deildin ákvað að það yrði ekki spilað eftir 22. apríl. Svo breytist allt bara dag frá degi og ég kom heim vegna þess að allt daglegt líf var bara að breytast,“ segir Guðmundur. Guðmundur Guðmundsson á sumarbústað við Þingvallavatn þar sem hann getur varið tíma í sóttkví.vísir/getty Að Guðmundi vitandi hefur enginn hjá Melsungen veikst af COVID-19 til þessa. Keppni í Þýskalandi og Evrópukeppnum hefur verið frestað um óákveðinn tíma en lærisveinar Guðmundar halda sér í formi í einrúmi: „Þeir æfa eftir plani frá mér fyrir næstu tvær vikur. Það er þrekþjálfari á staðnum sem starfar með mér og hann sér um lyftingarnar. Mönnum er ekki heimilt að æfa saman en það er búið að útvega æfingaaðstöðu sem stendur ekki öðrum til boða, þar sem menn þurfa svo að æfa hver í sínu lagi. Við erum svo með mjög fullkominn tækjabúnað sem menn eru með á sér og þeir þurfa svo að skila gögnum um hvað þeir gera til okkar,“ segir Guðmundur. Líst gríðarlega vel á félagið Stuttur tími hans hjá Melsungen hefur auðvitað markast af kórónuveirunni en Guðmundi líst vel á nýja félagið: „Þegar ég kom út til félagsins, 26. febrúar, þá var ekki einu sinni verið að tala um þessa veiru. Svo bara gerist þetta mjög hratt og veiran fer eins og eldur um sinu. Auðvitað er þetta mjög sérstakt að vera í þessari stöðu eftir svona skamman tíma hjá nýju félagi. En mér líst gríðarlega vel á allt hjá félaginu. Þarna er afar vel haldið utan um öll mál og það er gott að starfa þarna, miðað við það sem ég hef reynt til þessa.“ Það veit enginn hvað verður Næstu leikir íslenska landsliðsins eru umspilsleikir við Sviss, um sæti á HM, sem áætlað er að fari fram í júní. Ef leikirnir fara fram á þeim tíma er spurning hvernig ástand leikmanna verður og hve lengi þeir hafa verið að spila með sínum félagsliðum fram að landsleikjunum. „Maður er bara ekki kominn þangað, satt best að segja. Það veit enginn hvað verður. Hvað tekur þetta langan tíma? Verður öllu slegið á frest? Liðið mitt er í þýsku deildinni, Evrópukeppni og undanúrslitum þýska bikarsins. Það er búið að setja undanúrslitin á í lok júní en það er kannski meira til að halda þeim möguleika opnum. Það veit enginn hvað gerist. Þetta eru mjög sérstakir tímar,“ segir Guðmundur, og bætir við: „Nú er búið að loka landamærum allra Evrópusambandsríkjanna í mánuð. Það er mikið af erlendum leikmönnum í þýsku deildinni sem eru farnir til sinna landa og eiga ekki afturkvæmt næstu 30 dagana. Það flækir málin nema að eitthvað breytist í millitíðinni. Þetta er auðvitað ástand sem að enginn hefur reynslu af.“ Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðmundur mætir meisturunum í fyrsta leik sínum í þýsku deildinni í sex ár Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen sækja Þýskalandsmeistara síðustu tveggja ára, Flensburg, heim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 4. mars 2020 14:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
„Ég er bara í sóttkví heima hjá mér, og uppi í sumarbústað. Það er samfélagsleg skylda mín og ég fylgi því,“ segir Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, sem kom heim til Íslands frá Þýskalandi á mánudaginn vegna kórónuveirunnar. Guðmundur ákvað að halda heimleiðis eftir að ljóst var að lið hans Melsungen mætti ekki æfa næstu tvær vikurnar, vegna aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Tveir leikmenn í þýsku 1. deildinni, báðir úr liði Rhein-Neckar Löwen, hafa greinst með smit. Aðeins um 20 dagar eru síðan að Guðmundur tók við Melsungen en þá var kórónuveiran lítið til umræðu. Hún hefur hins vegar dreift hratt úr sér í Evrópu og er Þýskaland nú skilgreint sem svæði með mikla smitáhættu. Því fór Guðmundur beint í sóttkví eftir komuna til Íslands, en hann dvelur til skiptis einangraður frá fjölskyldu sinni á eigin heimili eða í sumarbústað hennar. Kom heim þegar æfingabann var sett á „Þetta þýðir bara að ég má ekki hafa samneyti við annað fólk út á við. Ég má fara út í göngutúr en við erum bara aðskilin hérna á heimilinu. Ég tek þetta alvarlega og bíð þess að það komi í ljós hver staðan er. Ég er bara í sérherbergi,“ segir Guðmundur við Vísi. „Það var ekki um annað að ræða en að koma heim. Það var komið æfingabann á liðið, það er að segja við máttum ekki æfa saman inni í íþróttahúsum. Því var það ákveðið sem fyrsta skref að við tækjum 14 daga pásu frá sameiginlegum æfingum, og þýska deildin ákvað að það yrði ekki spilað eftir 22. apríl. Svo breytist allt bara dag frá degi og ég kom heim vegna þess að allt daglegt líf var bara að breytast,“ segir Guðmundur. Guðmundur Guðmundsson á sumarbústað við Þingvallavatn þar sem hann getur varið tíma í sóttkví.vísir/getty Að Guðmundi vitandi hefur enginn hjá Melsungen veikst af COVID-19 til þessa. Keppni í Þýskalandi og Evrópukeppnum hefur verið frestað um óákveðinn tíma en lærisveinar Guðmundar halda sér í formi í einrúmi: „Þeir æfa eftir plani frá mér fyrir næstu tvær vikur. Það er þrekþjálfari á staðnum sem starfar með mér og hann sér um lyftingarnar. Mönnum er ekki heimilt að æfa saman en það er búið að útvega æfingaaðstöðu sem stendur ekki öðrum til boða, þar sem menn þurfa svo að æfa hver í sínu lagi. Við erum svo með mjög fullkominn tækjabúnað sem menn eru með á sér og þeir þurfa svo að skila gögnum um hvað þeir gera til okkar,“ segir Guðmundur. Líst gríðarlega vel á félagið Stuttur tími hans hjá Melsungen hefur auðvitað markast af kórónuveirunni en Guðmundi líst vel á nýja félagið: „Þegar ég kom út til félagsins, 26. febrúar, þá var ekki einu sinni verið að tala um þessa veiru. Svo bara gerist þetta mjög hratt og veiran fer eins og eldur um sinu. Auðvitað er þetta mjög sérstakt að vera í þessari stöðu eftir svona skamman tíma hjá nýju félagi. En mér líst gríðarlega vel á allt hjá félaginu. Þarna er afar vel haldið utan um öll mál og það er gott að starfa þarna, miðað við það sem ég hef reynt til þessa.“ Það veit enginn hvað verður Næstu leikir íslenska landsliðsins eru umspilsleikir við Sviss, um sæti á HM, sem áætlað er að fari fram í júní. Ef leikirnir fara fram á þeim tíma er spurning hvernig ástand leikmanna verður og hve lengi þeir hafa verið að spila með sínum félagsliðum fram að landsleikjunum. „Maður er bara ekki kominn þangað, satt best að segja. Það veit enginn hvað verður. Hvað tekur þetta langan tíma? Verður öllu slegið á frest? Liðið mitt er í þýsku deildinni, Evrópukeppni og undanúrslitum þýska bikarsins. Það er búið að setja undanúrslitin á í lok júní en það er kannski meira til að halda þeim möguleika opnum. Það veit enginn hvað gerist. Þetta eru mjög sérstakir tímar,“ segir Guðmundur, og bætir við: „Nú er búið að loka landamærum allra Evrópusambandsríkjanna í mánuð. Það er mikið af erlendum leikmönnum í þýsku deildinni sem eru farnir til sinna landa og eiga ekki afturkvæmt næstu 30 dagana. Það flækir málin nema að eitthvað breytist í millitíðinni. Þetta er auðvitað ástand sem að enginn hefur reynslu af.“
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðmundur mætir meisturunum í fyrsta leik sínum í þýsku deildinni í sex ár Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen sækja Þýskalandsmeistara síðustu tveggja ára, Flensburg, heim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 4. mars 2020 14:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Guðmundur mætir meisturunum í fyrsta leik sínum í þýsku deildinni í sex ár Strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen sækja Þýskalandsmeistara síðustu tveggja ára, Flensburg, heim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 4. mars 2020 14:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða